Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

93. fundur 05. nóvember 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 93 Dags : 05.11.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Sparisjóður Mýrasýslu
Á fundinn mættu Bernhard Bernhardsson sparisjóðsstjóri, Óðinn Sigþórsson og Þorvaldur T. Jónsson stjórnarmenn í Sparisjóði Mýrasýslu til viðræðna um málefni Sparisjóðsins.
2. Leitarmannaskáli í Hítardal
Framlögð tilboð í byggingu leitarmannaskála í Hítardal en tilboð bárust frá eftirtöldum:
Nýverk ehf. kr. 13.980.745
PJ-byggingar ehf " 13.687.350
Eiríkur Ingólfsson ehf " 11.840.595
S.Ó. húsbyggingar sf " 13.778.401
 
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við lægstbjóðenda.
3. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
4. Fjórðungsmót á Kaldármelum
Framlagt bréf dagsett 31.10. 2008 frá Hestamannafélaginu Snæfellingi þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 1.000.000 til endurnýjunar og uppbyggingar á aðstöðu við reiðvelli ofl. á Kaldármelum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
5. Þjóðlendumál
Framlagt bréf dagsett 28.10. 2008 frá óbyggðanefnd þar sem gerð er grein fyrir því hvaða svæði verði tekin næst til umfjöllunar af hálfu nefndarinnar.
6. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun 2009.
7. Landnotkun
Framlagt bréf dagsett 27.10. 2008 frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna breytinga á landnotkun á spildu úr landi Lundar í Lundareykjadal.
Byggðarráð samþykkti að umrædd spilda verði gerð að séreign og tekin úr landbúnaðarnotkun.
8. Framkvæmdir í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Jökull Helgasonforstöðumaður framkvæmdasviðs og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda á vegum sveitarfélagsins sem standa nú yfir.
 
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að meta kosti þess að breyta núverandi húsnæði leikskólans Andabæ í íbúðir fyrir eldri borgara.
 
Tekin fyrir beiðni um að spildur úr landi Ölvaldsstaða II verði gerðar að séreign, sem tekið var fyrir á 90. fundi byggðarráðs, en málið hefur verið kynnt hjá vinnuhópi um gerð aðalskipulags.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.
9. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og launakjör sveitarstjórnarmanna
10. Atvinnumál
Á fundinn mættu fulltrúar frá Títan Global ehf. til að kynna hugmyndir sínar um uppbyggingu netþjónabúa á Íslandi.
11. Lán frá Lánasjóði sveitarfélaga
Framlagður var lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga og var svohljóðandi samþykkt gerð:
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir s.s. gatnagerð og útivistarverkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra kt. 010365-4819, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Borgarbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
12. Einkunnir
Framlögð fundargerð frá fundi í umsjónarnefnd fólkvangs í Einkunnum dags. 28.10.08.
Samþykkt að taka fundargerðir nefndarinnar fyrir í sveitarstjórn.
13. Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf.
Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf. sem haldinn verður 7. nóvember n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarssonsveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
14. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í samráðshópi um forvarnir dags. 31.10.08.
b. Bréf Ungmennafélags Íslands ásamt bókun frá sambandsráðsfundi sem haldinn var 11.10.08.
c. Afrit af bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins til Dvalarheimilis aldraðra varðandi breytingu á dvalarrýmum í hjúkrunarrými.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða..
Fundi slitið kl. 11,40.