Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

110. fundur 01. apríl 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 110 Dags : 01.04.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Brákarey
Framlagður tölvupóstur frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem bent er á að verði húsið að Brákarbraut 27 látið standa, muni það auka kostnað við fráveituframkvæmdir um tugmilljónir. Í ljósi þess er ekki hægt að verða við beiðni Þorsteins Mána Árnasonar um framlengingu á leigu á húsinu þar sem ljóst er að það þarf að rífa.
2. Körfuboltaakademía
Framlögð umsögn tómstundanefndar um erindi körfuboltadeildar Skallagríms um stofnun körfuboltaakademíu við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Á fundinn mættu Pálmi Blængsson frá körfuboltadeild Skallagríms og Ársæll Guðmundsson skólameistari MB.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið.
3. Umsögn um landskipti
Framlögð dómssátt í máli eigenda Ölvaldsstaða 1 í Borgarbyggð þar sem aðilar hafa komist aða samkomulagi um skipti á landareigninni.
Vísað til umsagnar skipulags- og bygginganefndar.
4. Fundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem fram fer á Hótel Hamri þriðjudaginn 28. apríl n.k.
5. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit í Borgarbyggð.
Framlagt minnisblað frá fundi sem sveitarstjóri átti með fulltrúum Búnaðarsamtaka Vesturlands og bónda í Stafholtstungum um búfjáreftirlit. Einnig voru lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindunum til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
Samþykktur var samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit og gjaldskrá um búfjáreftirlit.
6. Nordjobb 2009
Framlagt bréf dagsett 22. mars 2009 frá Verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð ráði til sín tvo starfsmenn sumarið 2009 á vegum Nordjobb.
Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.
7. Vinabæjamót í Odsherred í Danmörku
Framlagt erindi frá Norræna félaginu í Borgarfirði þar sem óskað er eftir stuðningi vegna þátttöku í vinabæjamót í Danmörku.
Samþykkt að veita félaginu kr. 100.000 í styrk vegna þessa verkefnis.
Samþykkt að Ingunn Alexandersdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á vinabæjarmótinu.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og kynnti rekstrarstöðu málaflokka fyrstu tvo mánuði ársins.
9. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
10. Staðardagskrá 21
Rætt um staðardagskrá 21 og lögð fram drög.
11. Sala á eignum
Rætt um sölu á húseignum í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að auglýsa húsið að Arnarkletti 4 til sölu.
Rætt um eignir Borgarbyggðar í Englendingavík.
12. Niðurfelling svæðisskipulags
Á fundinn mætti Sigurjón Einarssonverkefnisstjóri skipulagsmála og útskýrði hvað átt er við með niðurfellingu svæðisskipulags og hvernig þarf að gera það.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
13. Reykholt
Sveitarstjóri sagði frá fundi sem hann sat með íbúum í Reykholti um götur og gatnagerð í Reykholti.
Málið verður rætt aftur á næsta fundi byggðarráðs.
14. Framlögð mál
a. Framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,25.