Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

115. fundur 21. maí 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 115 Dags : 21.05.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Framlagt bréf dagsett 11. maí 2009 frá Pétri Geirssyni vegna nýrrar veglínu þjóðvegar 1 um Borgarnes, sem kynnt er í tillögu að aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnuhóps sem vinnur að gerð aðalskipulags.
2. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Framlagt bréf dagsett 11.05. 2009 frá Sorpurðun Vesturlands þar sem sveitarfélögin á starfsvæði Sorpurðunar eru hvött til að staðfesta svæðisáætlunina.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman minnisblað um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
3. Skólahreysti
Framlagt bréf frá Andrési Guðmundssyni þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við keppnina Skólahreysti 2009.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja keppnina.
4. Reglugerð fyrir Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Framlögð drög að reglugerð fyrir Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkti reglugerðina með áorðnum breytingum.
5. Álfasalan 2009
Framlagt bréf frá Ómari Valdimarssyni verkefnisstjóra Álfasölunnar 2009 þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk frá Borgarbyggð.
Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
6. Menningarráð Vesturlands
Framlagðar fundargerðir frá stjórnarfundum í Menningarráði Vesturlands það sem af er árinu 2009.
7. Laugargerðisskóli
Framlagðar fundargerðir frá skóla- og rekstrarnefnd Laugargerðisskóla árið 2009.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar um sameiginlegar áherslur í skólastarfi.
8. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur á sunnaverðu Vesturlandi.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið.
9. Umhverfis- og sorpmál
Framlögð minnisblöð frá umhverfisfulltrúa um slátt á opnum svæðum og sorphirðu.
10. Samþykkt um hunda- og kattahald
Framlögð drög að samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti drögin.
11. Rekstur málaflokka 2009
Lagt var fram yfirlit um rekstrartölur málaflokka fyrstu þrjá mánuði ársins 2009.
12. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um störf vinnuhópa um hagræðingaraðgerðir fyrir árið 2010 og upphaf vinnu við áætlunargerðina.
13. Menntaborg ehf.
Rætt um fjárhagsstöðu Menntaborgar ehf.
Samþykkt að óska eftir fundi með menntamálaráðherra og fjármálaráðherra um málið.
14. Vatnslögn að Tungulæk
Tekin fyrir beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir vatnslögn að Tungulæk sem sveitarstjórn vísaði til afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt að veita leyfið með því skilyrði að komi til framkvæmda landeiganda á lagnaleiðinni ber eiganda lagnarinnar að færa lögnina á sinn kostnað.
15. Ferðaáform Íslendinga
Framlögð skýrsla sem unnin var fyrir Ferðamálastofu um ferðaáform Íslendinga.
Rætt um staðsetningu leikskólans að Varmalandi.
Samþykkt að flytja starfsemina í húsnæði Grunnskólans á Varmalandi þar sem leikskólinn var áður. Framkvæmdasviði var falið að gera nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu. Áætlaður kostnaður er um 300.000 kr sem færist á viðhald húsnæðisins.
17. Niðurfelling skulda
Rætt um útistandandi skuld að upphæð kr. 152.059 sem lögfræðingur Borgarbyggðar telur vonlaust að innheimta.
Samþykkt að afskrifa kröfuna.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl.11,00.