Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

119. fundur 24. júní 2009 kl. 12:42 - 12:42 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 119 Dags : 24.06.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Framlagt bréf frá Fasteignaskrá Íslands dagsett 19.06. 2009 um fasteignamat fyrir árið 2010. Jafnframt er framlagt heildarmat fyrir sveitarfélög fyrir árið 2010.
2. Erindi frá Borgarverki
Framlagt erindi frá Borgarverki ehf. dagsett 20.06. 2009 vegna verðbóta verksamninga. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
3. Menntaborg ehf.
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
4. Lóðir undir akstursíþróttir við Vallarás og Vesturás
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um lóðaúthlutun undir akstursíþróttir. Til fundarins mætti Sigmar Gunnarsson til viðræðna um málið. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
5. Viðhald gatna í Borgarnesi
Rætt um viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um kostnaðarskiptingu viðhaldsverkefna sem eru tilkomin vegna framkvæmda við fráveitu í Borgarnesi.
 
6. Kauptilboð
Framlagt kauptilboð í íbúðina að Túngötu 20. Byggðarráð samþykkir tilboðið.
7. Fjallskilamál
Framlagt erindi frá Guðfinnu Guðnadóttur og Þórarni Skúlasyni á Steindórsstöðum vegna umfjöllunar Fjallskilanefndar Borgarbyggðar á erindi frá þeim. Jafnframt framlagt svar Finnboga Leifssonar formanns Fjallskilanefndar Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að svara bréfriturum.
8. Rekstur Borgarbyggðar árið 2009 og fjárhagsáætlun 2010
Rætt um undirbúning að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Rætt um tillögur að sparnaðaraðgerðum. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
 
9. Fjallhús á Arnarvatnsheiði
Framlögð endurskoðuð samningsdrög af leigusamningi við Veiðifélag Arnarvatnsheiðar um leigu á skálum í eigum sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir samninginn með breytingum og sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun hans.
 
10. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Framlagt bréf frá stjórn Kaupfélags Borgfirðinga dagsett 16.06. 2009 vegna tillögu að færslu á þjóðvegi við Borgarnes í drögum að aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð. Vísað til aðalskipulagshóps.
11. Umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um náttúrverndaráætlun
Framlögð drög að umsögn umhverfisfulltrúa um náttúrverndaráætlun. Samþykkt með breytingum.
 
12. Forðagæslumál
Framlagt minnisblað umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um forðagæslumál.
13. Umhverfismál
Framlagt bréf frá Trausta Jóhannssyni og Evu Eðvarðsdóttur þar sem skorað er á sveitarstjórn að beita sér fyrir hreinsun fjörunnar fyrir neðan Fjóluklett. Samþykkt að fela framkvæmdasviði að skoða málið.
14. Framlögð mál
a. Ályktun frá stjórn SSV um ný vegalög.
15. Erindisbréf
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að gera drög að erindisbréfi fjallskila- og afréttarnefnda.
16. Atvinnuátak
Kynnt átaksverkefni í atvinnumálum og ákveðið að fylgja fjárhagsáætlun sem liggur fyrir.
17. Samningur við Kristján Örn Fredriksen um skólamötuneyti á Varmalandi
Samningurinn framlagður og samþykktur.
18. Umsögn um lokadrög að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020
Framlögð drög að umsögn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um svæðisáætlunina. Byggðarráð samþykkir umsögnina.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl.11:00