Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

121. fundur 08. júlí 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 121 Dags : 08.07.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Bréf Samkeppniseftirlitsins
Framlagt bréf Samkeppniseftirlitsins dags. 30.06.’09 þar sem tilkynnt er um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins varðandi kröfu um fjárhagslegan aðskilnað Borgarbyggðar á rekstri tjaldsvæða.
Niðurstaðan er sú að ekki eru lagaskilyrði til íhlutunar Samkeppniseftirlitsins í málinu.
2. Bréf Óskars Halldórssonar
Framlagt bréf Óskars Halldórssonar Krossi dags. 10.06.’09 þar sem farið er fram á leyfi til að flytja sauðfé framarlega á Oddstaðaafrétt.
Þar sem erindið samræmist ekki kröfu Landgræðslu ríkisins um gæðastýringu afréttarins hafnar byggðarráð erindinu.
3. Samningur um vatn
Framlagt bréf Lögfræðistofunnar Landslög f.h. eigenda Steindórsstaða dags. 01.07.’09 varðandi efndir á samningi um vatn.
Þegar Borgarfjarðarsveit samdi við Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á vatnsveitu Borgarfjarðarsveitar fylgdi umræddur samningur með í sölunni. Erindinu er því vísað til Orkuveitunnar.
4. Lausaganga búfjár
Framlagt bréf lögmannsþjónustunnar Logos f.h. bústjóra á Skarðshömrum dags. 02.07.’09 vegna ágangs búfjár á jörðina.
Samþykkt að fá umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
5. Húsaleiga fyrir danshóp
Framlagður tölvupóstur frá Dansfélagi Borgarfjarðar dags. 01.07.’09 þar sem farið er fram á styrk til greiðslu á húsaleigu.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar tómstunda- og menningarnefndar.
6. Bréf Snorrastofu
Framlagt bréf Snorrastofu dags. 25.06.’09 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hugsanlegan stuðning Borgarbyggðar við rekstur almenningsbókasafns í Reykholti vegna ársins 2009.
Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um frekari stuðning og var sveitarstjóra falið að svara erindinu.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
8. Yfirlit um rekstur
Framlagt yfirlit um rekstrartölur úr bókhaldi Borgarbyggðar fyrstu fimm mánuði ársins.
9. Erindisbréf fyrir vinnuhóp
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um endurskoðun fræðslumála í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
10. Árshlutauppgjör
Á fundinn mætti Oddur G. Jónsson frá KPMG-Endurskoðun og lagði fram árshlutauppgjör sveitarsjóðs og undirfyrirtækja fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2009.
11. Menntaborg
Rætt um málefni Menntaborgar ehf.
12. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð.
13. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
14. Samningur um heimild til vatnstöku
Framlögð drög að samningi milli Borgarbyggðar og eiganda Varmalækjar um afnot af landspildu og heimild til vatnstöku.
15. Beiðni um gögn
Framlögð drög að svarbréfi vegna beiðni um aðgegni að ýmsum gögnum hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda bréfið.
16. Leigusamningur við Veiðifélag Arnarvatnsheiðar
Framlögð drög að leigusamningi við Veiðifélag Arnarvatnsheiðar um að félagið taki á leigu sæluhús og hesthús við Álftárkrók og sæluhús og hesthús við Úlfsvatn.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
17. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
Framlögð fundargerð 58. fundar skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 07. júlí 2009.
18. Vatnsveitumál
Rætt um vatnsveitumál á Mýrum.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við hagsmunaaðila í gamla Borgarhreppi sem tengdir eru Vatnsveitu Álftaneshrepps um afnot þeirra af veitunni.
19. Framlögð mál
a. Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. 26.06.’09.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.10,45.