Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

123. fundur 05. ágúst 2009 kl. 15:39 - 15:39 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 123 Dags : 05.08.2009
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 122
Dags. 5.8.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna kæru Arinbjörns Haukssonar frá 08.03 2007 á samþykkt sveitarstjórnar Borgarbyggðar á deiliskipulagstillögu fyrir Borgarbraut 55-57 og 59 í Borgarnesi.
Niðurstaða úrskurðarnefndar var að hafna kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
2. Samþykkt um greiðsludreifingu gatnagerðargjalda
Framlögð tillaga að samþykkt um greiðsludreifingu gatnagerðargjald.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
3. Landbúnaðarsýningin Glæta 2009
Rætt um þátttöku sveitarfélagsins Borgarbyggðar í Landbúnaðarsýningunni Glætu sem fram fer í Borgarnesi í lok ágúst.
Samþykkt að styrkja sýningarhaldið um allt að kr. 100.000.-
4. Atvinnumál
Framlagður tölvupóstur frá Pétri Geirssyni um atvinnumál og húsnæðismál í Brákarey.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
5. Fjárveiting til viðhalds vega
Framlögð tillaga að fjárveitingum til styrkvega í Borgarbyggð árið 2009.
Sveitarstjóra falið að hefja framkvæmdir við viðhald styrkvega í samráði við umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
6. Samningur við Veiðfélag Arnarvatnsheiðar
Framlögð drög að samningi við Veiðifélag Arnarvatnsheiðar um leigu á sæluhúsum og hesthúsum í eigu Borgarbyggðar á Arnarvatnsheiði.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu
 
7. Samningur um sölu á gamla pakkhúsinu
Framlagður samningur við Eirík Ingólfsson um sölu á gamla pakkhúsinu sem staðið hefur á lóð Borgarbyggðar við Sólbakka.
Byggðarráð samþykkir samninginn. SE situr hjá við afgreiðslu málsins.
8. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
9. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
10. Menntaborg
Rætt um málefni Menntaborgar ehf.
11. Sérfræðiþjónusta
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um þjónustu talmeinafræðings.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið bjóða fram húsnæði undir þjónustu talmeinafræðings og aðstoði við skipulagningu heimsókna hans.
 
12. Túnagata 27
Framlagt minnisblað frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna sölu á fasteiginni að Túngötu 27 á Hvanneyri.
Samþykkti að setja húsið á sölu hjá Inga Tryggvasyni hdl. og framkvæmdasviði falið að gera breytingar á lóðarmörkum.
 
13. Íbúafundur
Rætt um íbúafundi
Samþykkt að halda íbúafund í Borgarnesi 27.08 2009 um málefni sveitarfélagsins.
 
14. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög úr sjóðnum.
b. Bréf frá menntamálaráðuneytinu um skert framlög úr Námsgagnasjóði
c. Afrit af bréfi Leiðar ehf. til Vegagerðarinnar um veg yfir Grunnafjörð.
d. Fundargerð frá fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 3. júlí s.l
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.9,45