Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

124. fundur 11. ágúst 2009 kl. 18:00 - 18:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 124 Dags : 11.08.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri:
Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Atvinnumál
Framlagt erindi frá Ingu Lilju Sigurðardóttir og Friðrik Arilíussyni um leigu á aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Brákarbraut 25.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að leggja fram drög að leigusamningi.
 
2. Skólamál
Framlagt erindi frá foreldrum grunnskólanema í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að nemandi fái að skipta um skóla.
Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar
3. Fjárhagsáætlun 2010
Framlögð áætlun um vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar árið 2010.
Byggðarráð samþykkti tímaáætlunina.
 
5. Umsögn um þingsályktun
Framlagt bréf frá allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar Borgarbyggðar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna.
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
7. Framlögð mál
a. Bréf frá Neðribæjarsamtökunum vegna Brákarhátíðar.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.19.45