Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

125. fundur 19. ágúst 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 125 Dags : 19.08.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri:
Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri:
Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framkvæmdaleyfi
Framlagt erindi frá Viktori Sigurbjörnssyni f.h. Borgarverks ehf. um heimild til að hefja framkvæmdir við námu í landi Hamars í Borgarbyggð. Byggðarráð heimilar framkvæmdir að höfðu samráði við framkvæmdasvið.
2. Umsögn frá Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar
Framlagt bréf Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar, en byggðarráð vísaði erindi ábúenda á Steindórsstöðum til nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að nefndin hefur fundað með bréfriturum og náð niðurstöðu um framkvæmd smalamennsku á komandi hausti.
3. Fundargerð frá sameiginlegum fundi fjallskilanefnda Oddsstaða- og Rauðsgilsrétta.
Framlögð fundargerð frá sameiginlegum fundi fjallskilanefnda Oddsstaða- og Rauðsgilsrétta.
4. Viðhald gangstétta
Framlagt bréf frá HS-Verktaki og Lóðaþjónustunni ehf. um viðhald gangstétta í Borgarbyggð. Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við því.
5. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
7. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Til fundarins mætti Kristján Gíslason, skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi, til viðræðna um málefni skólans.
Framlagt yfirlit frá fjármálastjóra um fjárhagsstöðu Borgarbyggðar 31.07.2009.
8. Háskólar í Borgarbyggð
Á fundinn mættu þeir Ágúst Sigurðsson og Ágúst Einarsson rektorar við háskólana á Hvanneyri og Bifröst til viðræðna um starfsemi skólanna og þjónustu Borgarbyggðar í háskólaþorpunum.
9. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Byggðarráð samþykkir nýja gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
10. Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands
Framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands varðandi bréf tengt búfjáreftirliti.
11. Húsaleigusamningur
Framlögð drög að húsaleigusamningi vegna hluta af iðnaðarhúsinu að Brákarbraut 25. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
12. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá fundum í fulltrúaráði og skólanefnd FVA.
b. 64. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.12:00