Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 127
Dags : 02.09.2009
Miðvikudaginn 2. september 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Syðri Hraundalur
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna mögulegra breytinga á deiliskipulagi í Syðri – Hraundal.
Samþykkt að Borgarbyggð fari ekki í frekari skipulagsvinnu í Syðri-Hraundal.
2. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Vélabæjar ehf. sem fram fer mánudaginn 7. september n.k.
Samþykkt að Haukur Júlíusson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
3. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
4. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um tekjuáætlun, auk þess sem lagt var fram minnisblað frá heimsókn Kristins Kristjánssonar ráðgjafa um rekstur grunnskóla.
5. Aðalfundur SSV
Framlögð drög að dagskrá fyrir aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Reykholti 11. og 12. september n.k.
6. Kleppjárnsreykir
Framlagt afrit af bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til forsætisráðuneytis vegna fyrirspurnar Borgarbyggðar um möguleg kaup á jörðinni Kleppjárnsreykjum af ríkinu.
7. Menntaborg
Rætt um viðræður við fjármála- og menntamálaráðuneyti sem og Íslandsbanka vegna Menntaborgar ehf.
8. Brákarsund
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um framkvæmdir við Brákarsund og Skúlagötu.
Byggðarráð telur sér ekki fært að fara í frekari framkvæmdir á svæðinu í bili.
9. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
Farið yfir þróun atvinnuleysis í Borgarbyggð og íbúaþróun.
Samþykkt að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins.
10. Íbúafundur
Rætt um íbúafund sem haldinn var 27. ágúst s.l. í Borgarnesi.
Farið yfir athugasemdir og ábendingar sem fram komu á fundinum.
11. Erindi S.Ó. bygginga
Lagt fram bréf sveitarstjóra vegna kröfu S.Ó. húsbygginga um greiðslu kostnaðar við hönnun á húsi á lóð við Sólbakka.
Borgarbyggð hafnar að greiða kostnaðinn.
12. Hreinsun á frystigeymum
Framlagt erindi framkvæmdasviðs um hreinsun úr gamla frystigeyminum í sláturhúsinu í Brákarey.
Samþykkt að heimila framkvæmdasviði að semja við aðila um hreinsun á grundvelli umræðna.
13. Vinnuhópur um skólamál
Samþykkt að fjölga í vinnuhóp um skólamál sem er að störfum og var Hrefna B. Jónsdóttir skipuð í hópinn.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,15.