Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

135. fundur 18. nóvember 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 135 Dags : 18.11.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
2. Skólamál
Á fundinn mættu Ásthildur Magnúsdóttirfræðslustjóri og Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lögðu fram frekari upplýsingar um ýmsa þætti í tillögum vinnuhóps um hagræðingu í skólamálum.
Framlagðar umsagnir og athugasemdir um skólamál frá:
Kristjáni Gíslasyni skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi
Flemming Jessen kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar
Gunnhildi Harðardóttir forstöðumanns Tómstundaskólans
Starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar
Starfsfólki Varmalandsskóla
Starfsfólki Andabæjar
Íbúasamtökunum á Hvanneyri
3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009
Rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009
4. Innkeyrsla að lóðinni nr. 72 við Borgarbraut
Framlagðar tillögur að innkeyrslu að lóðinni nr. 72 við Borgarbraut í Borgarnesi.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
5. Orkuveita Reykjavíkur
Framlögð skýrsla vinnuhóps um breytingar á skipulagi Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að óska eftir kynningu frá Orkuveitunni á framkomnum hugmyndum um uppskipti fyrirtækisins.
6. Fundarboð
Framlagt fundarboð vegna félagsfundar í Veiðifélagi Gljúfurá sem fram fer í Hyrnunni miðvikudaginn 18. nóvember.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
7. Atvinnumál
Rætt um starf vinnuhóps um atvinnumál.
8. Málefni félagsheimila
Framlagt minnisblað um félagsheimili í Borgarbyggð.
9. Kaupsamningur
Framlagður kaupsamningur vegna sölu á gamla pakkhúsinu sem áður stóð við Brákarbraut 2.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
10. Stofnun lóðar
Framlögð beiðni frá Hallgrími Sveinssyni um stofnun 1400 m² lóðar í landi Vatnshamra.
Samþykkt að heimila að lóðin verði stofnuð.
11. Heilbrigðismál
Á fundinn mætti Guðjón Brjánsson til viðræðna um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skipulagi heilsugæslu- og heilbrigðismála á Vesturlandi.
12. Útboð trygginga
Framlögð útboðsgögn vegna trygginga Borgarbyggðar.
13. Fólkvangurinn í Einkunnum
Framlagt afrit af bréfi Bjargar Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa og Hilmars Más Arasonar formanns umsjónarnefndar Einkunna dags. 16.11.09 þar sem gerðar eru athugasemdir við umsagnir Umhverfisstofnunar og formanns sérfræðinganefndar um framandi lífverur.
14. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi þingmanna Norð-vesturkjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi 26.10.09.
b. Áskorun frá Skólastjórafélagi Vesturlands til sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.