Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 145
Dags : 23.02.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnskjal lóðar
Framlagt erindi frá landeigendum að Bjargi í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að stofna 23 ha. spildu úr landi Bjargs. Landheiti á spildunni er Bjarg 2.
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
2. Snorrastofa
Framlagt bréf frá Snorrastofu þar sem farið er yfir rekstur stofnunarinnar á árinu 2008 og hvert stefni með rekstarniðurstöðu á árinu 2009.
Samþykkt að óska eftir fundi með forstöðumanni og fulltrúum Borgarbyggðar í stjórn Snorrastofu.
3. Skólamál
Rætt um undirbúning að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar undir eina yfirstjórn.
4. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
5. Launakjör sveitarstjórnarmanna og fulltrúa í nefndum
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp sem skipaður verður til að endurskoða launakjör sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð gerði breytingar á tillögu að erindisbréfinu og samþykkti hana þannig.
Samþykkt að í hópnum verði Torfi Jóhannesson, Jenný Lind Egilsdóttir og Finnbogi Rögnvaldsson.
7. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
8. Erindi frá Orlofsnefnd Mýra – og Borgarfjarðarsýslu
Framlagt erindi frá orlofsnefnd húsmæðra Mýra- og Borgarfjarðarsýslu þar sem óskað er eftir stuðningi vegna orlofsferðar árið 2010.
Samþykkt að veita framlag til orlofsnefndarinnar í samræmi við fjárhagsáætlun 2010.
9. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer á Hótel Hamri 12. mars n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
10. Umferðaröryggisáætlun
Framlögð drög að samningi á milli Borgarbyggðar og Umferðarstofu um umferðaröryggisáætlun.
Samþykkt að kalla saman umferðaröryggishóp til að fara yfir samninginn.
11. Lántaka Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt bréf dagsett 17.02. 2010 frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna lántöku hjá Landsbanka Íslands.
Vísað til sveitarstjórnar.
12. Félagsheimilið Þverárrétt
Rætt um mögulega sölu á félagsheimilinu við Þverárrétt.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
13. Samkomulag við Nýverk ehf.
Framlagt samkomulag við Nýverk ehf. vegna uppgjörs á framkvæmdum við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
Kostnaður verður bókfærður á framkvæmdakostnað við leikskólann.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.
14. Niðurfelling á svæðisskipulagi
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og ræddi vinnu við niðurfellingu svæðisskipulags.
Samþykkt að skipa Jökul Helgason og Torfa Jóhannesson í Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Mýrasýslu 1998-2010 og Samvinnunefnd um svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017.
15. Nýting á mennta- og menningarhúsinu við Borgarbraut
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni framkvæmdasviðs varðandi frekari nýtingu á kjallar mennta- og menningarhússins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
16. Framkvæmdaleyfi vegna malarnámu
Framlagt erindi Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir heimild til að taka möl úr námu í landi Þórgautsstaða.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
17. Breytingar á Borgarbraut 65
Framlagt minnisblað um möguleika á því að breyta sal á efstu hæð fjölbýlishússins að Borgarbraut 65a í íbúðir.
Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar um tillögurnar.
18. Fjármál Borgarbyggðar
Rætt um fyrirhugaðan fund starfsmanna Borgarbyggðar með eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
19. Dvalarheimili aldraðra
Rætt um viðbyggingu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir fundi með stjórnarmönnum Dvalarheimilisins um málið.
20. Götulýsing
Rætt um götulýsingu í Borgarbyggð og leiðir til að draga úr kostnaði við hana.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 22,45.