Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

150. fundur 07. apríl 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 150 Dags : 07.04.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Þór Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Röftum, bifhjólafélagi Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Röftum, bifhjólafélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir heimild til að vera með mótorcross-sýningu á sandeyrunum fyrir neðan Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
2. Ársreikningur 2009
Rætt um drög að ársreikningi fyrir árið 2009.
3. Rekstur Borgarbyggðar árið 2010
Rætt um sparnaðaraðgerðir sem koma til framkvæmda á árinu 2010.
4. Skólamál
Rætt um skólamál.
5. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Jökull Helgason og fór yfir stöðu á vinnu við aðalskipulag Borgarbyggðar og niðurfellingu svæðisskipulaga fyrir sveitarfélagið.
6. DAB
Rætt um skuldbindingar Borgarbyggðar vegna viðbyggingar við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
7. Reglur um aðgengi að ljósabekkjum
Samþykkt var svohljóðandi tillaga varðandi aðgengi að ljósabekkjum.
"Með hliðsjón af tilmælum í sameiginlegri yfirlýsingu frá geislavarnarstofnunum Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá 11. nóvember 2009 beinir byggðarráð Borgarbyggðar því til tómstunda- og menningarnefndar að endurskoða reglur um notkun ljósabekkja í íþróttamiðstöðvum í Borgarbyggð."
8. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð
Framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð.
9. Framlag til atvinnumála
Framlagt erindi Kjartans Ragnarssonar þar sem farið er fram á að Borgarbyggð beiti sér fyrir að fjármunir sem ríkið fékk frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna sölu á Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar verði notaðir til uppbyggingar í atvinnumálum í héraðinu.
Samþykkt að óska eftir fundi með fjármálaráðherra um erindið.
10. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Menningarráðs Vesturlands sem haldinn verður 5. maí n.k. á Akranesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að velja fulltrúa á fundinn.
11. Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður á Hótel Hamri 13. apríl n.k.
Samþykkt að Sveinbjörn Eyjólfsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
12. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra
Framlagt fundarboð á aðalfund Dvalarheimils aldraðra í Borgarnesi sem haldinn verður 20. apríl n.k.
13. Ræktun á erfðabreyttu byggi
Framlagt erindi Umhverfisstofnunar dags. 06.04.10 þar sem kynnt er umsókn ORF Líftækni ehf um leyfi fyrir afmarkaðri ræktun á erfðabreyttu byggi í gróðurhúsi Sólhvarfa ehf að Sólbyrgi Kleppjárnsreykjum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
14. Atvinnumál
Á fundinn mætti Ólafur Sveinsson og kynnti framvinduskýrslu átakshóps í atvinnumálum sem unnin var af SSV-þróun og ráðgjöf.
15. Samningur um unglingalandsmót
Framlagður samningur við unglingalandsmótsnefnd UMFÍ um framkvæmd unglingalandsmóts í Borgarnesi sumarið 2010.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
16. Styrkir til framboða
Samþykkt að styrkja hvert framboð sem fram kemur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð í vor um allt að kr. 150.000. Fjárhæðin verður tekin af liðnum 21-110.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09,50.