Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

151. fundur 21. apríl 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 151 Dags : 21.04.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsókn um lækkun fasteignaskatts
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra um niðurfellingu á fasteignaskatti hjá eldri borgara.
Samþykkt að verða við erindinu.
2. DAB
Rætt um skuldbindingar Borgarbyggðar vegna viðbyggingar við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
3. Unglingalandsmót UMFÍ
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til viðræðna um undirbúning fyrir unglingalandsmótið.
Samþykkt að framlag Borgarbyggðar til undirbúnings unglingalandsmótsins verði 12 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að skipta fjármagninu á milli liða.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að undirbúa umsókn til fjárlaganefndar Alþingis vegna þessa kostnaðar.
4. Skólamál
Á fundinn mættu Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Torfi Jóhannesson formaður fræðslunefndar og kynntu tillögu fræðslunefndar um breytingar á kennslukvótum við leik- og grunnskóla í Borgarbyggð. Jafnframt framlagt bréf leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra við Klettaborg og Ugluklett vegna sama máls.
Á fundinn mættu Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri Klettaborgar og Ingunn Alexandersdóttir leikskólastjóri Uglukletts til viðræðna um málið.
5. Raflýsing í Borgarbyggð
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Kristján F. Kristjánsson verkefnastjóri framkvæmdasviðs og kynntu tillögu að breytingu á skipulagi raflýsingar í Borgarbyggð sem lækkar kostnað við raflýsingu. Þar er gert ráð fyrir að slökkt verði á þriðja hverjum staur í þéttbýli allt árið og alveg slökkt frá 01. maí og fram í ágústbyrjun, viðhald ljósastaura verður endurskoðað, auknar endurgreiðslur frá Vegagerðinni og sparnaður sem verður vegna stillinga á fótósellum. Samtals er áætlað að þessar aðgerðir lækki kostnað um 4,5 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
 
Finnbogi lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fylgt verði í meginatriðum tillögu forstöðumanns framkvæmdasviðs. Auk þess verði slökkt milli 1 og 6 á nóttunni í þéttbýli. Þannig sparist 2,5 milljónir á ári. Jafnframt verði dregið úr endurgreiðslum í dreifbýli og viðhaldskostnaði þeirra staura. Sparnaður við það verði 1,5 milljón á ári."
Tillagan var felld með 2 atkv. gegn 1 (FR).
6. Viðskipti við verktaka
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um samninga og viðskipti Borgarbyggðar við verktaka.
7. Samkomuhúsið við Þverárrétt
Framlögð drög að samningum við Kvenfélag Þverárréttar um rekstur og leigu á samkomuhúsinu við Þverárrétt.
Byggðarráð gerði breytingar á drögunum og samþykkti þau þannig.
8. Umferðaröryggismál
Framlögð fundurgerð vinnuhóps um umferðaröryggismál í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að óska eftir umsögn Sýslumannsins í Borgarnesi á tillögum umferðaröryggishópsins.
9. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála
Framlögð var svohljóðandi tillaga Tómstunda- og menningarnefndar um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsmála:
Umf. Skallagrímur kr. 3.230.000
Umf. Íslendingur " 330.000
Umf. Stafholtstungna " 230.000
Umf. Reykdæla " 330.000
Hestamannafélagið Skuggi " 100.000
Skátafélag Borgarness " 140.000
Húsráð Mímis og ungmennahúss" 70.000
Nemendafélag GB" 70.000
Hestamannafélagið Faxi " 100.000
Dansfélag Borgarfjarðar " 100.000
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
10. Gámastöðvar í dreifbýli
Rætt um fjölda og staðsetningu á gámastöðvum í dreifbýli í Borgarbyggð.
11. Ársreikningur 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram frekari greiningu á niðurstöðu ársreiknings fyrir árið 2009.
12. Rekstraryfirlit vegna ársins 2010
Fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu tvo mánuði ársins 2010.
13. Menntaborg
Rætt um Menntaborg ehf.
14. Skólaakstur
Rætt um útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.
15. Önnur mál
a. Framlögð fundargerð frá 74. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
b. Framlagt yfirlit frá Vinnmálastofnun um fjölda atvinnuleitenda.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,30.