Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

154. fundur 19. maí 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 154 Dags : 19.05.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlagðar fundargerðir verkefnastjórnar um sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar frá 14. apríl og 11. maí 2010.
2. DAB
Rætt um fyrirhugaða uppbyggingu á hjúkrunarheimili við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Framlögð drög að samningi á milli DAB og Borgarbyggðar vegna upbyggingarinnar.
3. Samningur um aðstöðu fyrir Dansstúdíó
Framlögð drög að samningi við Evu K. Þórðardóttur um útleigu á 347 fm. rými í mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi undir dansstúdíó. Jafnframt framlögð drög að samningi við Dansfélag Borgarfjarðar um húsnæðismál.
Byggðarráð samþykkti samningana.
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Mikilvægt er að kostnaður við breytingar á húsnæði fari ekki fram úr fyrirliggjandi kostnaðaráætlun."
4. Stefna vegna lóðaúthlutunar
Framlögð stefna frá SÓ-húsbyggingum ehf. þar sem farið er fram á greiðslu skaðabóta vegna afturköllunar á úthlutun lóðar við Sólbakka í Borgarnesi.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að fara með málið fyrir hönd Borgarbyggðar.
5. Erindi frá Félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum
Framlagt erindi frá félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum dags. 05.05.10 þar sem óskað er eftir stuðningi vegna félagsstarfa.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
6. Útboð á skólaakstri
Framlögð drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að vinna frekar með útboðsgögnin og leggja þau fyrir byggðarráð í næstu viku.
7. Refa- og minkaveiðar
Framlagt bréf frá Ólöfu Guðbrandsdóttir formanni veiðifélagsins Flóku dags. 06.05.10 varðandi minkaveiði.
Lagt var fram minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa þar sem sótt er um heimild til að veiða mink í Borgarbyggð frá byrjun febrúar til loka október ár hvert.
Samþykkt að verða við beiðninni.
8. Krókur í Norðurárdal
Rætt um ágreining um eignarhald á afréttalandi úr landi Króks í Norðurárdal.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá Inga Tryggvasyni hdl um málið.
Vegna tengsla við aðila málsins vék Finnbogi af fundi meðan þessi liður var ræddur.
9. Tilboð í sorphirðu
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð á sorphirðu.
10. Viðhald gatna
Rætt um áherslur í viðhaldi gatna í Borgarnesi.
11. Úrskurður ráðuneytis vegna stjórnsýslukæru
Framlagður úrskurður Umhverfisráðuneytisins vegna kæru Umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar um að hafna beiðni Borgarbyggðar um veitingu undanþágu frá reglugerð 583/2000.
Samþykkt að óska eftir að formaður umsjónarnefndar fólksvangsins í Einkunnum komi á fund byggðarráðs til að skýra málið.
12. Bókun um sinubruna
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Í ljósi leiðbeininga sem borist hafa frá embætti Sýslumannsins í Borgarnesi dreg ég bókun mína frá 153. fundi byggðaráðs 5. maí síðastliðnum til baka.
Fram kemur í erindi frá Sýslumannsembættinu að því ber að veita leifi til sinubruna hafi umsóknin fengið jákvæða umsögn umsagnaraðila sem oftast eru Búnaðarsamtök Vesturlands. Því skora ég á umsagnaraðila sem eru héraðsráðunautar (Búnaðarsamtök Vesturlands), náttúruverndarnefnd eða gróðurverndarnefnd (umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar) að veita framvegis ekki jákvæða umsögn þegar sótt er um leifi til að brenna sinu í sveitarfélaginu. Einnig skora ég á Alþingi og Umhverfisstofnun að banna sinubruna með lögum. Jafnframt verði gerðar viðeigandi breytingar á reglugerðum er fjalla um sinubruna."
13. Erindi frá sveitarstjórn
Eftirtöldum erindum var vísað frá 60 fundi sveitarstjórnar til byggðarráðs
a) Aðalskipulag Eyja- og Miklaholshrepps
Byggðarráðs samþykkti að fela framkvæmdasviði að gera athugasemdir við sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps varðandi aðalskipulagið.
b) Dalsmynnisland
Til staðar er samningur við Dalabyggð um auglýsingar á Samkomuhúsið við Dalsmynni. Því tekur byggðarráð undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar að hafna annarri beiðni um auglýsingu á húsið.
 
14. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar fyrstu þrjá mánuði ársins 2010.
15. Kjörskrá Borgarbyggðar
Lögð var fram kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 29. maí n.k.
Á kjörskrá eru 2.491.
Byggðarráð samþykkti kjörskrána.
16. Leigusamningur
Framlagður leigusamningur við Olgu Sigurðardóttur um leigu á aðstöðu fyrir slökkvilið Borgarbyggðar að Hraunbæ í Norðurárdal.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
17. Önnur mál
a. Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands 05.05.10 og stjórnarfundar 26.04.10.
b. Fundarboð á aðalfund Landkerfis Bókasafna
c. Fundargerð frá 7. fundi eldriborgara ráðs sem haldinn var 05.05.10.
d. Auglýsing um birtingu á lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð í Stjórnartíðindum.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11,00