Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 156
Dags : 02.06.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlögð tillaga dómnefndar að nafni fyrir sameinaðan grunnskóla í Borgarbyggð utan Borgarness.
Vísað til sveitarstjórnar.
Framlögð tillaga að breyttu skóladagatali við Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
2. Styrkbeiðni
Framlagt erindi frá Sigvalda Arasyni þar sem óskað er eftir styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg.
Samþykkt að vísa erindinu til tómstunda- og menningarnefndar.
3. Mötuneyti Varmalandsskóla
Framlagður samningur við Kristán Fredriksen um rekstur mötuneytis Varmalandsskóla skólarárið 2010-2011.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
4. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt yfirlit frá slökkviliðsstjóra vegna tjóns á búnaði slökkviliðs vegna slökkvistarfs við sinu- og skógareld við Jarðlangsstaði.
5. Umsókn um stofnun lögbýlis
Framlögð umsókn Gunnars Halldórssonar þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar um stofnun lögbýlis á jörðinni Arnbjörgu á Mýrum.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
6. Útboð á skólaakstri
Framlögð útboðsgögn vegna skólaaksturs í Borgarbyggð.
Samþykkt að bjóða út skólaaksturinn á grundvelli útboðsgagnanna.
7. Lækkun á fasteignaskatti
Framlagðar tvær umsagnir félagsmálastjóra vegna umsókna öryrkja og eldriborgara um lækkun fasteignaskatts.
Önnur beiðnin fellur innan marka reglna Borgarbyggðar um lækkun fasteignaskatta og samþykkti byggðarráð að verða við þeirri beiðni. Hinni beiðninni var hafnað.
8. Veitingasala í Skallagrímsgarði
Framlagt erindi frá Skátafélagi Borgarness þar sem óskað er leyfi til veitingasölu í Skallagrímsgarði.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
9. Háskólinn á Bifröst
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um leiðir til að styrkja samstarf Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
10. Starfsmannastefna Borgarbyggðar
Rætt um starfsmannastefnu Borgarbyggðar.
Vísað til nýrrar sveitarstjórnar.
11. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
Samþykkt að óska eftir áliti KPMG ehf á málinu.
12. Stjórnsýsluhópur
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað vegna vinnu stjórnsýsluhóps.
13. Afskriftir útistandandi skulda
Framlögð tillaga á afskriftum útistandandi skulda.
Byggðarráð samþykkti tillöguna að hluta til.
14. Atvinnumál
Framlagt minnisblað frá SSV-Þróun og ráðgjöf um byggðakvóta.
15. Skýrsla um sveitarstjórnarkosningarnar
Framlögð skýrsla yfirkjörstjórnar um sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð.
16. Sala eigna
Borist hafa tilboð í húsið að Hvítárbakka.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
17. Önnur mál
a. Fundargerð frá aðalfundi Veiðifélags Gljúfurár.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09,15.