Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

157. fundur 21. júní 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 157 Dags : 21.06.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlögð fundargerð frá verkefnisstjórn um sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar frá 09. júní 2010.
2. Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Framlögð voru drög að ráðningarsamningi við sveitarstjóra.
3. Rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrasýslu
Rætt um beiðni sveitarstjórnar Borgarbyggðar um rannsókn á málefnum Sparisjóðs Mýrasýslu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að ályktun sem lögð verður fram á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 23. júní n.k.
4. Innkaupareglur
Framlögð drög að innkaupareglum fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að reglunum.
5. Skipurit
Framlögð samantekt um skipurit Borgarbyggðar.
6. Opnunartími leikskóla
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um opnunartíma leikskóla.
Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslunefndar um málið.
7. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar
Rætt um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að breytingunum og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
 
8. Borgarfjarðarstofa
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir Borgarfjarðarstofu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera breytingar erindisbréfinu og leggja fram á fundi sveitarstjórnar.
9. Háskólar í Borgarbyggð
Rætt um stöðu háskóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að ályktun um stuðning við háskóla í Borgarbyggð og leggja fram á fundi sveitarstjórnar.
10. Samgöngumál
Framlögð umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um samgönguáætlun.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman athugasemdir frá Borgarbyggð um samgönguáætlunina.
Einnig var samþykkt að fela sveitarstjóra að bjóða þingmönnum norð-vestur kjördæmis í heimsókn í Borgarbyggð í sumar til viðræðna um vegamál og fleira.
11. Menntaborg ehf.
Rætt um málefni Menntaborgar ehf.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna áhrif nýfallins hæstaréttardóms á málið.
12. Aðalfundur Faxaflóahafna
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem fram fer 23. júní n.k. í Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Samþykkt að fela Lindu B. Pálsdóttur fjármálastjóra að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum. Samþykkt að tilnefna Pál S. Brynjarsson sem fulltrúa í stjórn og Geirlaugu Jóhannsdóttir til vara.
13. Áskorun frá íbúum við Fjóluklett
Framlögð áskorun frá íbúm við Fjóluklett, þar sem skorað er á sveitarstjórn að gatan verði malbikuð hið fyrsta.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
14. Erindi frá Grunnskólanum í Borgarnesi
Framlagt erindi skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga um eina bekkjardeild í árgangi 1999 vegna fjölgunar nemenda.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
15. Kárastaðaflugvöllur
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna framkvæmda við Kárastaðaflugvöll.
16. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem fram fer í Leifsbúð í Búðardal 23. júní n.k. kl. 14.00
Samþykkt að Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
17. Erindi frá Óskari Halldórssyni
Framlagt erindi frá Óskari Halldórssyni Krossi, dags. 14.06.10 þar sem óskað er heimildar til að keyra fé á afrétt fyrri hluta júlímánaðar.
Vísað til fjallskilanefndar Oddstaðaréttar.
18. Gjaldskrá Tónlistarskólans
Framlögð tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2010-2011.
Samþykkt að skólagjald í grunnnámi hækki um 9% og skólagjald fullorðinni 25%.
19. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer 25. júní n.k.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt var að óska eftir að Borgarbyggð fái áheyrnarfulltrúa í stjórn Orkuveitunnar.
Samþykkt með 2 atkv að Bjarki Þorsteinsson og verði áheyrnarfulltrúi í stjórn Orkuveitunnar og Ragnar Frank Kristjánsson til vara. FL sat hjá við afgreiðslu.
20. Skýrsla yfirkjörstjórnar
Framlögð endurskoðuð skýrsla yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 2010.
21. Umsókn um samþykki á lóðarskiptum
Framlagt bréf frá Gísla Þórðarsyni Mýrdal þar sem óskað er eftir samþykki byggðarráðs fyrir lóðaskiptum á spildu úr landi Mýrdals.
Samþykkt að verða við erindinu.
Páll og Finnbogi viku af fundu.
22. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og fór yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu fjóra mánuði ársins.
Jafnframt framlagt minnisblað um lán sveitarfélagsins vegna kaupa á Kárastöðum árið 2006.
23. Útboð á sorphirðu
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og greindi frá vinnu við mat á tilboðum í sorphirðu í Borgarbyggð.
24. Verklegar framkvæmdir
Forstöðumaður framkvæmdasviðs fór yfir stöðu á verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins sumarið 2010.
25. Önnur mál
a. Fundargerð frá aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands 16. júní 2010.
b. Bréf frá Velferðarvaktinni dags. 08. júní 2010 þar sem sveitarfélög eru hvött til að fylgjast með aðstæðum barna og ungmenna.
c. Bréf frá Jafnréttisstofu dags. 09. júní 2010 um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.
d. Fundargerðir frá 126. og 127. fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
e. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 02. júní 2010 um kjör fulltrúa á landsþing Sambandsins.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,40.