Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

167. fundur 28. september 2010 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 167 Dags : 28.09.2010
kl. 20:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúi: Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúar:Ragnar Frank Kristjánsson
Sigríður G. Bjarnadóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Rætt um tillögur vinnuhóps um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri kynnti tillögu að aðgerðaráætlun á framkvæmd breytinga á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Geirlaug og Sigríður lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Undirritaðar harma seinagang við ákvarðanatöku vegna endurskoðunar á stjórnsýslu og skipuriti Borgarbyggðar. Mikilvægt er að breytingar í kjölfar tillagna vinnuhóps verði afgreiddar og kynntar skilmerkilega sem allra fyrst til að eyða óvissu og skapa vinnufrið í stjórnsýslunni."
2. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
Lögð var fram tillaga að skiptingu á milli málaflokka.
Tillagan var samþykkt.
3. Fjárhagsupplýsingar
Framlagaðar fjárhagsupplýsingar fyrir fyrri helming ársins 2010 sem sendar voru Hagstofu og fleiri aðilum.
4. Atvinnustarfsemi í Reykholti
Framlagt minnisblað áhugahóps um uppbyggingu á atvinnustarfsemi í Reykholti.
Byggðarráð fagnar erindinu og vísar því til umfjöllunar í Borgarfjarðarstofu.
5. Viðhald mannvirkja við Glanna og Paradísarlaut
Framlagt erindi umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 21.09.’10 varðandi viðhald mannvirkja við Glanna og Paradísarlaut.
Samþykkt að taka þátt í viðhaldi húsnæðis eins og fram kemur í erindinu.
6. Lóð í landi Ystu-Garða
Framlögð umsókn Ölvers Benjamínssonar dags. 20.09.’10 þar sem farið er fram á stofnun nýrrar lóðar í landi Ystu-Garða.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
7. Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Framlagður tölvupóstur frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags.23.09.’10 þar sem sveitarfélög er hvött til að styðja stofnunina í því að fá frekari fjárframlög frá ríkinu.
8. Eignir Borgarbyggðar
Framlagt yfirlit um eignir Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að leggja fram yfirlit um nýtingu eignanna og tillögur um sölu eða leigu á því húsnæði sem ekki er í notkun.
9. Heimsókn til fjárlaganefndar Alþingis
Rætt um þau erindi sem fulltrúar Borgarbyggðar munu fara með á fund fjárlaganefndar Alþingis.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa fundinn.
10. Kosningar í nefndir
Samþykkt var að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kalla eftir tilnefningum í ungmennaráð í samræmi við erindisbréf.
Samþykkt var að tilnefna Gísla Sumarliðason, Sigurð Helgason og Svein G. Hálfdánarson í eldriborgararáð og Vigdísi Sigvaldadóttur, Eddu Magnúsdóttur og Margréti Guðmundsdóttur til vara. Félagsmálastjóra var falið að kalla eftir tilnefningum frá öðrum aðilum í samræmi við erindisbréf.
Framlögð var tillaga að erindisbréfi nýbúaráðs. Gerðar voru á því breytingar og þannig samþykkt.
Samþykkt var að tilnefna Masenu Ewu Dukarska, Agnieszka Wrona og Guðrúnu Völu Elísdóttur sem aðalmenn í nýbúaráð og Elzbieta Skrodzka, Abdelfattah Laaraibi og Thomas Afremeaux til vara. Samþykkt að fela félagsþjónustu að kalla eftir tilnefningu frá öðrum aðilum.
11. Viðbygging við Dvalarheimili aldraðra
Framlögð drög að þríhliða samningi milli Íbúðalánasjóðs, Framkvæmdasýslu ríkisins og Borgarbyggðar varðandi viðbyggingu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Einnig voru framlög drög að lánssamningi við Íbúðalánasjóð vegna framkvæmdarinnar.
Skrifstofustjóra falið að vinna áfram að málinu.
12. Bréf Landbúnaðarsafns Íslands
Framlagt bréf Landbúnaðarsafns Íslands dags. 23.09.’10 þar sem farið er fram á tilnefningu fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn safnsins.
Samþykkt að tilnefna Ragnar Frank Kristjánsson sem aðalmann og Finnboga Leifsson til vara.
13. Erindisbréf
Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um færslu á málefnum fatlaðra til Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
14. Beiðni um aukafjárveitingu
Framlögð beiðni skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 18.09.’10 um aukafjárveitingu vegna sérfræðiþjónustu fyrir fjögur börn sem eiga við erfileika að stríða.
Samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum frá fræðslustjóra um málið.
15. Framlögð mál
a. Fundargerð 78. stjórnarfundar Faxaflóahafna 20.09.’10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 22,55.