Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 169
Dags : 21.10.2010
Rætt um nýtingu eigna Borgarbyggðar í Brákarey.
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúi: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Rætt um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar.
Lagt fram bréf dags. 20.10.10 frá starfsmönnum í ráðhúsi með spurningum um breytingar á stjórnsýslu sem sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að svarbréfi.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Undirrituð leggur til að þær breytingar sem meirihlutinn samþykkti á stjórnskipulagi Borgarbyggðar á síðasta sveitarstjórnarfundi verði kostnaðarmetnar og sparnaður sem af þeim hlýst kynntur starfsfólki og íbúum."
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði auglýst innan sem utan stjórnsýslunnar."
Tillagan var felld með 2 atkv. 1(FL) sat hjá.
2. Bygging hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Framlagður samningur DAB við Byggingarfélagið Borgfirðinga um byggingu hjúkrunarálmu við heimilið sem og fjárhagsáætlun vegna framkvæmda.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við samninginn.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við málið.
3. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
Einnig var rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 og mun hún verða frekar rædd á næsta fundi byggðarráðs.
4. Reiðhöllin Faxaborg
Á fundinn mætti Stefán Logi Haraldsson formaður Hestamannafélagsins Skugga til viðræðna um fjármögnun og rekstur á reiðhöllinni Faxaborg.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við stjórn reiðhallarinnar um málið.
5. Límtré-Vírnet
Á fundinn mætti Guðsteinn Einarsson og kynnti vinnu undirbúningshóps að gerð tilboðs heimamanna í fyrirtækið Límtré-Vírnet.
Rætt um aðkomu Borgarbyggðar að vinnu undirbúningshópsins.
6. Málefni fatlaðra
Á fundinn mætti Friðrik Aspelund og gerði grein fyrir störfum vinnuhóps um undirbúning að yfirtöku á málefnum fatlaðra í Borgarbyggð.
7. Erindi frá Borgarlandi ehf.
Framlagt erindi frá Borgarlandi ehf. dags. 14.10.10 vegna lóðarinnar að Digranesgötu 4 í Borgarnesi, en erindið er lagt fram í kjölfar viðræðna sveitarstjóra við bréfritara.
Sveitarstjóra var falið að gera samkomulag við fyrirtækið um framkvæmdir á lóðinni.
8. Erindi frá FVA
Framlagt lokauppgjör frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi dags. 05.10.10 vegna byggingar verknámshúss við skólann. Skólanefnd FVA hefur óskað eftir að sveitarfélögin sem standi að skólanum greiði útistandandi skuld vegna byggingarinnar, en í hlut Borgarbyggðar kæmi að greiða kr. 541.007.
Jafnframt greindi sveitarstjóri frá viðræðum við sveitarstjóra Dalabyggðar og Hvalfjarðarsveitar um skólaakstur við FVA.
9. Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 12.10.10 þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í starfshóp vegna vinnu við að greina valkosti við sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi.
Samþykkt að tilnefna sveitarstjóra í starfshópinn.
10. Fjallskil
Framlagður tölvupóstur dagsettur 13.10. 2010 frá Ásbirni Pálssyni vegna álagningar fjallskila í Borgarhreppi.
Samþykkt að óska eftir umsögn afréttarnefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals um erindið.
Samþykkt að óska eftir að sveitarstjóri kalli saman vinnuhóp um gerð nýrrar fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar, Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.
11. Áhaldahúsvinna
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um áhaldahúsvinnu á vegum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að framkvæma verðkönnun á snjómokstri í Borgarnesi og Hvanneyri og þjónustuverkum í Borgarbyggð.
Rætt um umferðaröryggismál og stefnt að kynningarfundi með íbúum.
12. Útsending á fundum sveitarstjórnar
Rætt um tillögu stjórnar Borgarfjarðarstofu um að fundir sveitarstjórnar verði sendir út á netinu og aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögur um útfærslu og kostnaðarútreikninga á því að þetta fyrirkomulag verði tekið upp.
13. Landbúnaðarsafn Íslands
Framlagt bréf frá forstöðumanni Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri dags. 05.10.10 þar sem starfsemi safnsins er kynnt og óskað eftir áframhaldandi stuðningi við starfsemina.
Samþykkt að vísa erindinu til stjórnar Borgarfjarðarstofu.
14. Tjaldsvæði á Varmalandi
Framlögð fyrirspurn frá Þórhalli Hákonarsyni dags. 01.09.10 um leigu á tjaldsvæðinu á Varmalandi.
Ekki er hægt að verða við erindinu.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að gera tillögu að fyrirkomulagi á rekstri tjaldsvæðisins á Varmalandi.
15. Nýtt vatn á toppi Oksins
Framlagt bréf frá Hilmari Malmquist dags. 01.10.10 varðandi nafn á nýju vatni á toppi Oksins.
Samþykkt að láta fara fram samkeppni um nafn á vatninu.
16. Innheimtuferlar hjá Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá innheimtufulltrúa um innheimtuferla hjá Borgarbyggð, samningur við Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar um lögfræðiþjónustu og lýsing á innheimtuferlum hjá lögfræðistofunni.
Einnig var rætt um uppboðsmál sem fram fór í Borgarbyggð fyrir nokkru.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um verkferla við innheimtu hjá öðrum sveitarfélögum. Í framhaldi af því verði verkferlar Borgarbyggðar endurskoðaðir.
Einnig var samþykkt að óska eftir sjónarmiðum aðila í tilteknu máli.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Í ljósi mistaka sem urðu við innheimtu fasteignagjalda fyrir árið 2009 fer undirrituð fram á að samningur um innheimtuþjónustu við lögfræðing sveitarfélagsins verði endurskoðaður."
17. Umsagnir umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlagðar umsagnir frá umhverfis- og skipulagsnefnd vegna erinda frá byggðarráði.
a) Umsögn um frágang á opnum svæðum og göngustígum við Brákarsund.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið umhverfis- og skipulagsnefndar um að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2011.
Óskað er eftir tillögum framkvæmdasviðs um málið.
b) Umsögn um aðkomu Borgarbyggðar að undirbúningsfélagi um ísgöng í Langjökli.
Byggðarráð samþykkir að Borgarbyggð komi að félaginu og var sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn
félagsins.
18. Brákarey
Samþykkt að framkvæmdasvið leggi fram yfirlit um nýtingu eignanna og þá leigusamninga sem eru til staðar.
19. Erindi frá Guðríði Guðjónsdóttur og Stefán Þorsteinssyni
Framlögð athugasemd frá Guðríði Guðjónsdóttur og Stefáni Þorsteinssyni Lindarholti vegna fundargerðar afréttanefndar Borgarhrepps, Norðurárdals og Stafholtstungna.
Samþykkt að óska eftir umsögn afréttarnefndarinnar um erindið.
20. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 134. stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur.
b. Fundargerð frá 79. fundi í stjórn Faxaflóahafna
c. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum sem haldið veður 1.-2. nóvember n.k.
d. Kynning á ráðstefnu um almannavarnir í sveitarfélögum sem haldin verður 21.10.10.
e. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands 29.09.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,40.