Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

170. fundur 28. október 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 170 Dags : 28.10.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar.
Jafnframt framlögð drög að bréfi til starfsmanna í ráðhúsi og Litla-Hvammi vegna fyrirspurnar þeirra um breytingar á stjórnsýslu sem sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi.
Lagt fram bréf frá formanni Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 21.10.10 þar sem lýst er áhyggjum formannafundar sambandsins vegna breytinga á málaflokki íþrótta- og æskulýðsmála hjá Borgarbyggð.
2. Aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlagðar reglur um aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2010 sem og yfirlit um úthlutun til sveitarfélaga árið 2010.
3. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
Þar sem talsverð vinna er eftir við fjárhagsáætlunina var samþykkt að færa sveitarstjórnarfund frá 11. til 18. nóvember en þar verður fjárhagsáætlunin tekin til fyrri umræðu.
4. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010
Framlagt erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Samþykkt að verða við erindinu og var því vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
5. Límtré-Vírnet
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna viðræðna við Guðstein Einarsson fulltrúa Uxahryggja ehf., en félagið vinnur að undirbúningi á tilboði heimamanna í fyrirtækið Límtré- Vírnet. Með erindi sem framlagt var í byggðarráði 16.09. 2010 hafði undirbúningshópur að stofun áðurnefnds félags óskað eftir stuðningi frá Borgarbyggðar vegna verkefnisins.
Byggðarráð samþykkti að veita framlag til félagsins allt að kr. 1.000.000 vegna undirbúningsvinnunnar og auk þess kr. 300.000 til stofnunar félagsins.
6. Innheimtuferlar hjá Borgarbyggð
Framlagður tölvupóstur frá Sýslumanninum í Borgarnesi vegna uppboðs á fasteign í Borgarnesi.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að afla upplýsinga um kosti þess að nýta þjónustu innheimtufyrirtækja.
7. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt bréf Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð dags. 17.10.10 varðandi æfingar slökkviliðs Borgarbyggðar.
Á fundinn mættu Kristján Andrésson, Þorsteinn Eyþórsson og Jón Sigurðsson frá Neista til viðræðna við byggðarráð.
Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að vísa erindi félagsins til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.
8. Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Snæfellsvegar
Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 18.10.10 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Snæfellsvegar og gerð nýrrar brúar yfir Haffjarðará.
Á fundinn mætti Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri norðvestursvæðis Vegagerðarinnar til viðræðna um málið.
Byggðarráð samþykkti að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar. Forstöðumanni framkvæmdasviðs var falið að senda erindi til Umhverfisráðuneytisins og annarra umsagnaraðila.
9. Sumarhúsalóðir í Syðri-Hraundal
Rætt um óseldar sumarhúsalóðir í eigu Borgarbyggðar í Syðri-Hraundal.
Samþykkt að láta meta verð lóðanna og auglýsa þær til sölu.
10. Viðhaldsverkefni eignasjóðs
Framlagt erindi frá verkefnisstjóra eignasjóðs vegna breytinga á inngangi við mennta- og menningarhúsið sem er aðallega notaður fyrir nemendur í dansskóla.
Samþykkt að verða við erindinu.
Einnig var framlagt erindi frá verkefnisstjóra eignasjóðs um uppgerð á skólastofu í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2011.
11. Innlausn lóða
Framlagt erindi frá Íslenska leigufélaginu þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð innleysi lóðirnar að Kvíaholti 29 og 31.
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um málið.
Samþykkt að innleysa lóðirnar.
12. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga
Framlögð dagskrá ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga sem haldinn verður í Borgarnesi 29.10.10.
13. Fundur með heilbrigðisráðherra
Geirlaug ítrekaði óskir um að boðað verði til fundar með heilbrigðisráðherra um læknamál á Vesturlandi. Einnig óskaði hún eftir upplýsingum um áhrif niðurskurðar á fjárlögum á löggæslumál í héraðinu.
14. Framlögð mál
a. Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Gljúfurár 01.11.10.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
b. Fundargerð frá 80. fundi í stjórn Faxaflóahafna
c. Fundargerð frá fundi í fulltrúaráði Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 13.10.10.
d. Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Norðurár 05.11.10 ásamt fundargerð aðalfundar félagsins 07.05.10.
Samþykkt að Kristján Axelsson formaður afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.