Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

175. fundur 21. desember 2010 kl. 10:00 - 10:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 175 Dags : 21.12.2010
kl. 10:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Varafulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Háskólinn á Bifröst
Á fundinn mættu Guðsteinn Einarsson, Vífill Karlsson og Ólafur Sveinsson til viðræðna um málefni Háskólans á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um mögulega samstarfsfleti á milli sveitarfélagsins og skólans.
2. Landskipti
Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna landskiptagerðar fyrir Oddstaði 1 og 2 í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að landinu verið skipt.
3. Lóðarstækkun
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni við Sólbakka 10 í Borgarnesi.
Samþykkt að veita umbeðna lóðarstækkun.
4. Auglýsing á starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja
Framlögð drög að starfslýsingu fyrir starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Byggðarráð samþykkti starfslýsinguna með áorðnum breytingum.
5. Sérfræðiþjónusta í skólamálum
Framlagður tölvupóstur frá starfsfólki við sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum.
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Geirlaug óskaði eftir að fá upplýsingar um hverju breytingar hafa skilað í fjárhagslegu tilliti.
7. Umferðaröryggismál
Rætt um erindi frá Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun.
Samþykkt að gera samstarfssamning um verkefnið og var framkvæmdasviði falið að sjá um framkvæmd af hálfu sveitarfélagsins.
8. Kauptilboð í bílskúr að Borgarbraut 65a
Framlagt kauptilboð frá Diðrik Vilhjálmssyni og Guðfinnu Jónsdóttur í bílskúr að Borgarbraut 65a í Borgarnesi.
Samþykkt að taka tilboðinu.
9. Forkaupsréttur, Ánahlíð
Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni hdl vegna kvaðar um sölu og leigu á íbúð í Ánahlíð.
Samþykkt að falla frá forkaupsrétti að íbúðinni.
10. Umsagnir nefnda
Framlagðar umsagnir frá velferðarnefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd vegna erinda frá byggðarráði.
Samþykkt að styrkja Stígamót um kr. 50.000 á árinu 2011.
Samþykkt að óska eftir kostnaðarmati á merkingu reiðvega.
11. Erindi frá Markaðsstofu Vesturlands
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands vegna stuðnings sveitarfélaga við rekstur markaðsstofu.
Borgarbyggð mun styrkja Markaðsstofu um kr. 1.500.000 skv. fjárhagsáætlun á árinu 2011.
12. Umsagnir um lagafrumvörp
Framlagður tölvupóstur frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um umsagnir um lagafrumvörp.
13. Raflýsing í dreifbýli
Framlagt erindi frá Helga Helgasyni og Guðrúnu Þórðardóttur Þursstöðum þar sem óskað er eftir ljósastaurum við íbúðarhús.
Skv. fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er ekki gert ráð fyrir að farið verði í að setja upp ljósastaura á næsta ári. Því er ekki hægt að verða við erindinu.
14. Framlögð mál
a. Bréf frá Búnaðarsamtökum Vesturlands dags. 14.12.10 vegna þjóðlendumála
b. Fundargerð frá 82. fundi í stjórn Faxaflóahafna
c. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Speli hf dags. 10.12.10 vegna arðgreiðslna.
d. Bréf frá BSRB um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og velferðarkerfið.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,50