Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

178. fundur 20. janúar 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 178 Dags : 20.01.2011
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Velferðarráðuneyti
Framlagt bréf frá Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra dags. 03.01.11 þar sem því er beint til sveitarfélaga að þau tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.
Byggðarráð samþykkti að óska umsagnar velferðarnefndar um erindið.
2. Byggðakvóti
Framlagt bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dags. 28.12.10 sem er svar við umsókn Borgarbyggðar um byggðakvóta, en þar kemur fram að Borgarbyggð fellur ekki undir skilgreiningu a eða b liðar 1. gr. reglugerðar 1000/2010 og því er umsókninni hafnað.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir minnisblaði um strandveiðar frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands.
3. Stefnumótun í öldrunarþjónustu
Framlagt minnisblað um stefnumótun í öldrunarþjónustu sem unnin er af þeim aðilum sem standa að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þessi vinna er unnin í tengslum við 40 ára afmæli DAB.
Í vinnuhóp sem vinnur að verkefninu eru fulltrúar frá stjórn og starfsmönnum og Hjördís Hjartardóttir félagmálastjóri Borgarbyggðar og Bjarni Guðmundsson fulltrúi sveitarfélaganna sem standa að Dvalarheimilinu.
4. Kauptilboð
Framlagt kauptilboð Guðrúnar B. Björnsdóttur og Jóhanns Waage í bílskúr að Borgarbraut 65a í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
5. Skólaakstur úr Borgarnesi í Fjölbrautarskóla Vesturlands
Framlögð áskorun frá Maríu Erlu Guðmundsdóttur og Sóleyju Sigurþórsdóttur þar sem skorað er á Borgarbyggð að styrkja skólaakstur úr Borgarnesi á Akranes.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fjölda nemenda o.fl.
6. Laugargerðisskóli
Framlagðar fundargerðir frá fundum fræðslu og skólanefndar Eyja- og Miklaholtshrepps, en nefndin er fagnefnd vegna Laugargerðisskóla og á Borgarbyggð áheyrnarfulltrúa í nefndinni.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir upplýsingum um samninga um skólaakstur við Laugagerðisskóla.
7. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun 2012-2014.
8. Markaðsstofa Vesturlands
Á fundinn mættu Gylfi Árnason stjórnarformaður og Heba Soffía Björnsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands til viðræðna um starfsemina.
Byggðarráð samþykkti beiðni Markaðsstofunnar um að hækka framlag Borgarbyggðar á árinu 2011 um kr. 200 pr. íbúa en óskaði jafnframt eftir viðræðum um samning Borgarbyggðar við Markaðsstofuna um upplýsinga- og kynningarmál.
9. Miðaldaböð
Framlagt erindi frá Kjartani Ragnarssyni f.h. þróunarverkefnis um Miðaldaböð dags. 12.01.11 þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð tryggi 7 l/sek af heitu vatni til starfsemi Miðaldabaða.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
10. Fjármál Borgarbyggðar
Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga um skoðun nefndarinnar á niðurstöðu ársreiknings fyrir árið 2009 og horfum í fjármálum sveitarfélagsins.
Eftirlitsnefndin mun ekki aðhafast frekar í málinu en ítrekar varnaðarorð sín um skuldastöðu sveitarfélagsins.
Samþykkt að óska eftir samantekt um skuldastöðu Borgarbyggðar.
11. Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda
Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14.01.11 um áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
12. Stuðningur Borgarbyggðar við íþrótta- og félagsstarfsemi
Framlögð samantekt skrifstofustjóra á stuðningi Borgarbyggðar við íþrótta- og félagsstarfsemi á árunum 2006 -2010.
Samþykkt að senda yfirlitið til tómstundanefndar.
13. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt bréf slökkviliðsstjóra dags. 05.01.11 vegna aðstöðu slökkviliðsmanna í Borgarnesi, en slökkviliðsstjóri telur mikilvægt að stækka og betrumbæta aðstöðu í slökkvistöðinni við Sólbakka.
Samþykkt að óska eftir umsögn framkvæmdasviðs um erindið.
14. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Rætt um breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð, en erindinu var vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkti tillögu tómstundanefndar að sundleikfimi verði innifalin í árskorti í sundlaug og þreksal fyrir eldri borgara og öryrkja.
15. Eldriborgararáð
Gísli Sumarliðason hefur óskað eftir lausn frá störfum í eldriborgararáði og var það samþykkt.
Í stað Gísla var Vigdís Sigvaldadóttir Brennistöðum skipuð fulltrúi í ráðið og Guðmundur Arason Arnarkletti 20 varamaður hennar.
Ingigerður Jónsdóttir var skipuð fullrúi í ráðið í stað Sveins G. Hálfdánarsonar.
16. Menntaskóli Borgarfjarðar
Rætt um Menntaskóla Borgarfjarðar.
Svohljóðandi bókun var gerð:
"Rekstur Menntaskóla Borgarfjarðar hefur gengið vel frá upphafi. Skólinn hefur á stuttum tíma náð að marka sér sérstöðu meðal framhaldsskóla varðandi námstíma, námsmat og allan aðbúnað nemenda. Mikilvægt er að halda áfram að þróa skólann í þessa veru og halda í þá sérstöðu sem hann hefur skapað sér, því leggst byggðarráð eindregið gegn hugmyndum um sameiningu framhaldsskóla á Vesturlandi sem gæti veikt þessa sérstöðu skólans. Hins vegar fagnar byggðarráð hugmyndum um frekara samstarf framhaldsskóla á Vesturlandi ef nýta má það til að auka gæði náms og námsframboð."
17. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ráða tímabundið í starf almenns starfsmanns í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi sem er að losna.
18. Samkomulag við SÓ-húsbyggingar
Framlögð réttarsátt við SÓ-húsbyggingar í máli vegna úthlutunar lóðar á Sólbakka. Fyrir liggur að í tengslum við réttarsáttina hefur verið gert samkomulag um framkvæmdir við Vatnsveitu Álftaneshrepps.
Byggðarráð samþykkti réttarsáttina og var sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.
19. Afréttarmál
Rætt um afréttarmál.
20. Álagning fasteignaskatts
Framlagt afrit af úrskurði yfirfasteignamatsnefndar dags. 12.01.11 vegna álagningar fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli í sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að leggja fram frekari upplýsingar í málinu.
21. Tilboð í Túngötu 27
Framlagt kauptilboð í Túngötu 27 á Hvanneyri. Kaupverðið verði greitt með fasteigninni að Þorsteinsgötu 4.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
22. Málefni lögreglunnar
Rætt var um þróun í löggæslumálum á Vesturlandi.
Byggðarráð tekur undir ályktun stjórnar Lögreglufélags Vesturlands um áhyggjur af því að öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi verði ógnað með meiri niðurskurði í löggæslumálum á Vesturlandi.
23. Málefni Sparisjóðs Mýrasýslu
Byggðarráð ítrekaði samþykkt sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá því í júní s.l. að fram fari óháð úttekt á falli Sparisjóðs Mýrasýslu sem og öðrum sparisjóðum og minni bankastofnunum á Íslandi.
24. Framlögð mál
a. Framlögð skýrsla slökkviliðs Borgarbyggðar um starfsárið 2010
b. Fundargerð frá fundi í byggingarnefnd DAB 05.01.11.
c. Afrit af bréfi Umboðsmanns Alþingis til borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 31.12.10 vegna Orkuveitu Reykjavíkur
Bjarki vék af fundi áður en fundargerðin var upplesin.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,05.