Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

179. fundur 27. janúar 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 179 Dags : 27.01.2011
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Álagning fasteignaskatts
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um álagningu fasteignaskatts á hesthús á skipulögðum hesthúsasvæðum í þéttbýli.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að afla frekari gagna.
2. Tjaldsvæði á Varmalandi
Framlögð fyrirspurn frá Þórhalli Hákonarsyni um tjaldsvæði á Varmalandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
3. Starfsmannamál
Rætt um ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
4. Þjóðlendumál
Á fundinn mætti Óðinn Sigþórsson og kynnti stöðuna í þjóðlendumálum í Borgarbyggð, en verkefni um þjóðlendumál á vegum Búnaðarsamtaka Vesturlands sem hann stýrði lauk um s.l. áramót.
Byggðarráð þakkar Óðni og öðrum þeim sem komu að þessari vinnu fyrir vel unnin störf.
5. Skólaakstur úr Borgarnesi í Fjölbrautaskóla Vesturlands
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna skólaaksturs.
Skv. upplýsingum skólameistara FVA eru ekki nógu margir nemendur sem munu nýta skólaaksturinn á vorönn til að hægt sé að halda honum úti, en boðið verður upp á skólaakstur á haustönn 2011 ef næg þátttaka fæst.
6. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun 2012-2014.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Skuldastaða sveitarfélagsins er með þeim hætti að Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur lagt á það áherslu að unnið verði markvisst að lækkun skulda. Í því skyni leggjum við fulltrúar Samfylkingarinnar í Borgarbyggð fram þá tillögu að sett verði af stað vinna við verðmat á eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum (4,84% hlutur). Í kjölfarið verði hluturinn seldur ef kaupendur finnast og sveitastjórn telur verðið viðunandi. Andvirðið verði einungis nýtt til að greiða niður skuldir sveitarsjóðs."
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
7. Nýbúastefna
Framlögð fundargerð frá nýbúaráði Borgarbyggðar dags. 12.01.11, þar sem ráðið m.a. óskar eftir heimild til að endurskoða nýbúastefnu Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti að heimila nýbúaráði að koma með tillögu að breyttri nýbúastefnu sem lögð verður fyrir sveitarstjórn.
8. Erindi frá Skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar
Framlagt bréf frá skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 11.01.11 vegna umhverfismála á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
9. Gæludýraeftirlit
Framlögð fyrirspurn frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa vegna gæludýraeftirlits.
Samþykkt að heimila að auglýst verði eftir gæludýraeftirlitsmanni sem hafi starfsvæði norðan Hvítár.
10. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Ingibjargar Þorsteinsdóttur um lóðina að Kvíaholti 31.
Samþykkt að úthluta lóðinni til Ingibjargar.
11. Framlögð mál
a.Fundargerð frá 83. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,00.