Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

180. fundur 03. febrúar 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 180 Dags : 03.02.2011
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Varafulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Álagning fasteignaskatts
Framlagðar upplýsingar frá skrifstofustjóra um álagningu fasteignaskatts á hesthús á skipulögðum hesthúsasvæðum í þéttbýli.
Samþykkt að hafa álagningu á hesthúsin í A-flokki á árinu 2011 en endurskoða málið fyrir árið 2012.
2. Starfsmannamál
Rætt um ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð.
3. Strandveiðar
Framlagt minnisblað frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands um strandveiðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda erindi til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og óska eftir að Borgarbyggð verði hluti af NV-svæði í þessu tilliti.
4. ITB- ferðasýning í Þýskalandi
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands þar sem Borgarbyggð er boðin þátttaka í verkefni vegna ITB- ferðasýningar í Þýskalandi. Kostnaður við þátttöku er kr.60.000.-
Vísað til Borgarfjarðarstofu.
5. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun 2012-2014.
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson frá framkvæmdasviði til viðræðna um viðhald fasteigna og framkvæmdir.
6. Sameiginlegur fundur sveitarstjórna á sunnanverðu Vesturlandi
Rætt um undirbúning og dagskrá fyrir sameiginlegan fund bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og sveitarstjórna Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps sem haldinn verður 04. febrúar 2011.
7. Miðaldaböð
Lögð var fram svohljóðandi yfirlýsing um stuðning við verkefnið Miðaldaböð við Deildartungu:
"Undanfarið hefur verið unnið að þróun verkefnis um miðaldaböð við Deildartungu í Borgarbyggð. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir sveitarstjórn sem telur að miðaldaböð geti orðið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf í Borgarbyggð. Því mun sveitarstjórn leggja sig fram við að vinna verkefninu brautargengi.
Í tengslum við verkefnið hefur verið til skoðunar hvernig tryggja megi nægjanlegt heitt vatn fyrir böðin. Sveitarstjórn lýsir því hér með yfir að hún muni vinna að því að tryggja að miðaldaböð geti nýtt heitt vatn úr Kleppjárnsreykjahver til starfsemi sinnar og kalla til samstarfs þá aðila sem tryggt geta málinu framgang."
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8. Erindi vegna samgöngusafns
Framlagt erindi frá undirbúningshópi um stofnun samgöngusafns í Borgarnesi, þar sem óskað er eftir afnotum af kjallara sláturhússins í Brákarey undir slíkt safn.
Vísað til Borgarfjarðarstofu.
9. Erindi Framfarafélags Borgfirðinga
Framlagt erindi Framfarafélags Borgfirðinga þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að standa straum af kostnaði við húsnæði fyrir sveitamarkað.
Samþykkt að vísa erindinu til Borgarfjarðarstofu.
10. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 50. fundi Menningarráðs Vesturlands
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,20.