Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

183. fundur 01. mars 2011 kl. 18:00 - 18:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 183 Dags : 01.03.2011
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og eftirfarandi bókun samþykkt:
"Um nokkurt skeið hefur átt sér stað athugun á fjármögnunarmálum Orkuveitu Reykjavíkur sf. sem Borgarbyggð á 0,933% eignarhlut í.
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur kynnt sér fjármögnunarvanda fyrirtækisins samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og hvetur til áframhaldandi aðgerða við að afla lána á ásættanlegum kjörum sem og að grípa til annarra viðeigandi aðgerða til að mæta fjármögnunarvanda félagsins og tryggja rekstrarhæfi þess.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að leggja fyrir sveitarstjórn greinargerð endurskoðanda varðandi fjárhagsstöðu Borgarbyggðar með tilliti til ábendinga Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samvinnu við aðra eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn og forstjóra fyrirtækisins."
Finnbogi og Geirlaug kynntu minnisblað.
 
Sveitarstjórnarmennirnir Ragnar Frank Kristjánsson og Jónína Erna Arnardóttir sátu hluta fundarins og Jóhannes F. Stefánsson og Sigríður G. Bjarnadóttir hann allan.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 20,15.