Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

191. fundur 20. apríl 2011 kl. 11:00 - 11:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 191 Dags : 20.04.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Ársreikningur Borgarbyggðar 2010
Á fundinn mætti Oddur G. Jónsson frá KPMG og kynnti drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og Anna Ólafsdóttir aðalbókari sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar 28. apríl n.k
2. Starfsleyfi fyrir Stjörnugrís
Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi starfsleyfi fyrir Stjörnugrís ehf sem rekur svínabú að Hýrumel.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfið verði gefið út.
3. Umsókn um stofnun á nýrri lóð
Framlögð umsókn frá Inga Tryggvasyni hdl. um stofnun á nýrri lóð úr landi Hofstaða í Stafholtstungum. Lóðin er 0.5 ha að stærð.
Byggðarráð samþykkt að lóðin verði stofnuð.
4. Framhaldsskólar á Vesturlandi
Framlagt bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 05.04.’11 þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hyggist skipa vinnuhóp sem hefur það hlutverk að koma á formlegu samstarfi á milli framhaldsskóla á Vesturlandi.
Fram kom að búið er að ráða nýjan skólameistara að Menntaskóla Borgarfjarðar og býður byggðarráð Kolfinnu Jóhannesdóttur velkomna til starfa við skólann.
5. Aðalfundur Veiðifélags Langár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem fram fer 30.04. 2011 í Langárbyrgi.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
6. Vinabæjarmót
Framlagt bréf frá Ullensaker, vinabæ Borgarbyggðar í Noregi, þar sem boðið er til vinabæjarmóts dagana 17. til 19. júní n.k.
Vísað til Borgarfjarðarstofu.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að heimila forstöðumanni framkvæmdasviðs að auglýsa eftir aðstoðarslökkviliðsstjóra í 25% starf en Haukur Valsson hefur sagt upp starfinu.
8. Þjóðlendumál
Framlögð skýrsla frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um samstarfsverkefni samtakanna og sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum um þjóðlendumál.
9. Brákarey
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján Finnur Kristjánsson frá framkvæmdasviði og kynntu tillögu framkvæmdasviðs um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar í Brákarey.
Jökull og Kristján sátu fundinn meðan liðir 9 - 11 voru ræddir.
10. Grímshús í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Nesafli s.f. vegna Grímshússins í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að auglýsa Grímshúsið til sölu.
11. Framkvæmdir
Jökull Helgason kynnti nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sumarið 2011.
Samþykkt var að fresta fyllingu í skurð meðfram þjóðvegi 1 við Atlantsolíu en samþykkt að lagfæra girðingu við Skallagrímsgarð, rífa ramp við sláturhúsið í Brákarey og bæta við götulýsingu við Hvannir á Hvanneyri.
Lögð fram verklýsing, samningsskilmálar og verðskrá varðandi áhaldahúsvinnu. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12. Kirkjugarðurinn í Bæ
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við forsvarsmenn kirkjugarðsins í Bæ í Bæjarsveit vegna kostnaðarþátttöku við framkvæmdir við garðinn.
Samþykkt að Borgarbyggð greiði um kr. 500.000 í þessu verkefni á árinu 2012.
13. Erindi frá sveitarstjórn
Á fundi sveitarstjórnar 14. apríl s.l. var eftirtöldum erindum var vísað til byggðarráðs:
a. Stofnun vinnuhóps um atvinnugarða í Brákarey.
Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í stjórn Borgarfjarðarstofu.
b. Tillaga um endurmat á vali stjórnarmanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð samþykkti að fresta afgreiðslu þar til tillögur að eigendastefnu OR verða ræddar.
c. Samþykkt um hunda- og kattahald, samþykkt um umgengni í hesthúsahverfi, samþykkt um skilti í Borgarbyggð og samþykkt um verndun trjáa.
Á fund byggðarráðs mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og kynnti vinnu við samþykktirnar.
d. Gjaldskrá félagsheimila.
Byggðarráð samþykkti að gjaldskráin verði viðmiðunargjaldskrá.
e. Skipan fulltrúa sveitarstjórnar í vinnu við stefnumótun í tómstundamálum.
Byggðarráð leggur til að tveir fulltrúar úr sveitarstjórn vinni með tómstundanefnd að stefnumótuninni.
f. Tómstundaverkefni fyrir börn sumarið 2011.
Byggðarráð ræddi verkefnin.
14. Breytingar á samþykktum
Rætt um breytingar á samþykktum Borgarbyggðar.
15. Orlof húsmæðra
Framlagt erindi frá Orlofsnefnd húsmæðra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu varðandi orlof húsmæðra.
Samþykkt að greiða kr. 280.000 í þetta verkefni á árinu 2011.
16. Umsagnir um lagafrumvörp
Framlögð erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um lagafrumvörp;
a. Sveitarstjórnarlög
b. Lög um afnám Hagþjónustu landbúnaðarins
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsögnum um frumvörpin.
17. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð og þátttöku sveitarfélagsins í átaksverkefnum
18. Faxaflóahafnir
Rætt um minnisblað Atvinnuráðgjafar Vesturlands um eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum.
Geirlaug lagði til að Borgarbyggð láti óháðan og sérfróðan aðila gera annað mat á eignarhluta sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum.
Bjarki lagði til að tillögunni yrði frestað og var það samþykkt með 2 atkv. (BBÞ, ID). 1 (FL) sat hjá.
19. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem fram fer í Grundarfirði 2.maí n.k.
Samþykkt að Dagbjartur I. Arilíusson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
20. Akrar
Framlagður tölvupóstur frá Sveini Jónatanssyni hdl varðandi niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 406/2010 um byggingu sumarhúss í landi Akra í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
21. Framlögð mál
a. Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2011
b. Fundargerð frá 86. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
c. Fundargerðir bygginganefndar hjúkrunarheimilis við DAB dags. 06.04. og 13.04.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15,15.