Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

194. fundur 26. maí 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 194 Dags : 26.05.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólahreysti – umsókn um styrk
Framlagt erindi frá Icefitness ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við Skólahreysti árið 2011.
Samþykkt með 2 atkv að styrkja ekki verkefnið að þessu sinni. FL sat hjá við atkvæðagreiðslu.
2. Minnisblað frá fjölskyldusviði um áhrif efnahagsþrenginga á velferð íbúa
Á fundinn mættu Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um minnisblað um áhrif efnahagsþrenginga á velferð íbúa í Borgarbyggð, en minnisblað var lagt fram á síðasta fundi byggðarráðs.
3. Mötuneyti í skólum Borgarbyggðar
Fræðslustjóri ræddi um kostnað við breytingar á mötuneytum í grunnskólum Borgarbyggðar.
Samþykkt að heimila skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar að auglýsa eftir matráði við starfsstöðina á Varmalandi.
4. Söfnunarsvæði og kurlun
Framlagt minnisblað umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 25.05.11 um söfnunarsvæði og kurlun.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að ræða við fulltrúa Íslenska gámafélagsins um málið.
5. Innheimtumál
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um skipulag á innheimtumálum hjá Borgarbyggð.
Geirlaug lagði til að milliinnheimta og lögfræðiinnheimtu sveitarfélagsins verði boðin út.
Tillagan var felld með 2 atkv. Finnbogi sat hjá.
6. Áhaldahús
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og kynnti verðkönnun sem gerð var á áhaldahúsverkum.
Samþykkt að fela Jökli að ganga til samninga við þann aðila sem var með lægsta heildarverðið.
7. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram minnisblað á næsta fundi byggðarráðs.
8. Erindi frá Grunnskólanum í Borgarnesi
Framlagt erindi frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi þar sem farið er fram á hækkun á fjárveitingu til skólans til að mæta aukinni þörf fyrir sérkennslu og stuðning á yngsta stigi skólans.
Vísað til fræðslunefndar.
9. Samningur um atvinnuátak
Framlagður samningur við Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag Borgarfjarðar um atvinnuátak í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
10. Hesthús við leitarmannaskála Þverhlíðinga
Framlagt erindi frá formanni afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna framkvæmda við hestahús við leitarmannaskála Þverhlíðinga.
Byggðarráð hafnar því að farið verði í þessar framkvæmdir á árinu þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim á fjárhagsáætlun ársins. Sveitarstjóra var falið að ræða við formanna afréttarnefndarinnar um málið.
11. Háskólinn á Bifröst
Rætt um kaup Borgarbyggðar á stofnfé í Háskólanum á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
12. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Vífill Karlsson formaður stjórnar MB og greindi frá viðræðum skólans um þjónustusamning við mennta- og menningarráðuneytið. Í drögum að samningi kemur fram að óskað er yfirlýsingar Borgarbyggðar um ábyrgð á 20% af útgjöldum skólans.
Samþykkt að óska eftir fundi fulltrúa Borgarbyggðar með mennta- og menningaráðherra.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá endurskoðendum um áhrif ábyrgðarinnar í ársreikningi Borgarbyggðar.
13. Landskipti
Framlagt erindi frá Ingveldi Ingibergsdóttur þar sem óskað er eftir að jörðinni Rauðanes 3 verði skipt og stofnað verði nýtt lögbýli út úr jörðinni sem hefur nafnið Hrísnes.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
14. Gos í Grímsvötnum
Byggðarráð Borgarbyggðar sendir góðar kveðjur til íbúa á því svæði sem áhrif gosins í Grímsvötnum hafa orðið hvað mest.
Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði og nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hafa veitt aðstoð á svæðinu og þakkar byggðarráð þessum aðilum fyrir þeirra framlag.
15. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 87. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.