Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

203. fundur 01. september 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 203 Dags : 01.09.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur I. Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framkvæmdir við DAB
Framlögð framvinduskýrsla vegna byggingar hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi ásamt fundargerð byggingarnefndar frá 24.08.´11.
Á fundinn mættu Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri DAB og Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um málið.
2. Framkvæmdir við Stafholtskirkjugarð
Framlagt bréf Sóknarnefndar Stafholtskirkju dags. 24.08.’11 varðandi framkvæmdir við og umhverfis Stafholtskirkjugarð.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.
3. Tenging við vatnsveitu
Framlagt bréf Laugalands ehf. dags. 24.08.’11 þar sem farið er fram á tengingu við kaldavatnslögn Borgarbyggðar á Varmalandi.
Framlagt erindi Agnars Magnússonar bónda á Stafholtsveggjum varðandi tengingu býlisins við kaldavatnslögn.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga varðandi þessar tengingar og leggja fyrir byggðarráð.
4. 6 mánaða uppgjör Faxaflóahafna
Framlagt uppgjör Faxaflóahafna sf fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2011.
5. Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn um stofnun lóðar úr landi Álftártungu í Borgarbyggð.
Afgreiðslu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Dagbjartur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila málsins.
6. Uppbygging ferðaþjónustu í Reykholtsdal
Framlögð var kynning á fyrirhugaðri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykholtsdal.
Byggðarráð fagnar þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Reykholtsdal.
7. Umferðaröryggisáætlun
Rætt var um umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar sem Inga Björk Bjarnadóttir vann s.l. sumar.
Byggðarráð þakkar Ingu Björk fyrir vel unnin störf við gerð skýrslunnar. Skýrslunni var vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til að forgangsraða verkefnum.
8. Lán hjá Arion-banka
Rætt um stefnu Borgarbyggðar á hendur Arion-banka til lækkunar á höfuðstól láns.
9. Landsmót UMFÍ
Á fundinn mætti Friðrik Aspelund formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar til viðræðna um að UMSB taki að sér að halda Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri á næsta ári.
Byggðarráð tekur jákvætt í að UMSB sæki um að halda mótið.
10. Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn Landlína f.h. eigenda Laugarholts um stofnun lóðar út úr jörðinni.
Byggðarráð samþykkti stofnun lóðarinnar sem ber nafnið Laugarhóll.
11. Breyting á leið skólabíls
Framlagður var undirskriftalisti íbúa í Borgarvík þar sem mótmælt er fyrirhugaðri breytingu á leið skólabíls í Borgarnesi á þann veg að hann aki í gegnum Borgarvík.
Samþykkt að óska eftir fundi með Vegagerðinni um umferðaröryggismál við þjóðveg 1.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,20.