Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

205. fundur 22. september 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 205 Dags : 22.09.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Tjaldsvæðið í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Gylfa Árnasyni vegna útleigu á tjaldsvæði í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Gylfa um erindið.
2. Stofnun lögbýlis í Stapaseli
Framlagt erindi frá Daníel Þórarinssyni f.h. Selskóga ehf þar sem óskað er umsagnar byggðarráðs vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis á jörðinni.
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um erindið.
3. Syðri-Hraundalur
Framlögð umsögn frá Inga Tryggvasyni fasteignasala um jörðina Syðri-Hraundal sem er í eigu Borgarbyggðar.
Byggðarráð óskaði eftir að fá skýrslu um mat á jörðinni.
4. Netalagnir í landi Borgarbyggðar
Framlögð endurskoðuð drög að samkomulagi um nýtingu netalagna fyrir landi Borgarbyggðar við Borgarnes.
5. Umsókn um lóð
Á fundinn mætti Dagbjartur Arilíusson frá Bíla- og búvélasölunni Geisla til viðræðna vegna umsóknar fyrirtækisins um lóðina Fitjar 2 í Borgarnesi.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum um skipulag innan lóðarinnar.
6. Lán hjá Arion-banka
Á fundinn mætti Skarphéðinn Pétursson hrl. til viðræða um stefnu Borgarbyggðar á hendur Arion-banka til lækkunar á höfuðstól láns.
7. Umferðaröryggismál í Borgarbyggð
Rætt um umferðaröryggismál í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið.
8. Vatnsveitur
Rætt um mögulega yfirtöku Borgarbyggðar á Vatnsveitu Bæjarsveitar frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að kynna málið og ræða við íbúa á veitusvæði Vatnsveitu Bæjarsveitar.
9. Fjöliðjan
Rætt um starfsemi Fjöliðjunnar í Borgarnesi.
10. Erindi frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa
Framlögð eftirfarandi erindi frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa:
a) Uppbyggingu á grjóthleðslu við Svarfhól.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum.
b) Söfnun á lífrænum úrgangi.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað og sorpmagn í sveitarfélaginu.
Erindinu var vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
c) Tillaga að breytingum á gæludýraeftirliti.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir nánari útfærslu á tillögunni á grundvelli umræðna.
11. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011
Framlögð tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Samþykkt að taka saman frekari upplýsingar og taka tillöguna fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
" Fyrstu drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir ríflega 100 milljón króna hallarekstri eða neikvæðum viðsnúningi um rúmar 120 milljónir miðað við upphaflega fjárhagsáætlun fyrir 2011.
Fjárþörf blasir við í árslok ef ekkert verður að gert. Veltufé frá rekstri minnkar um 100 milljónir á milli áranna 2010-2011. Það hefur þau áhrif að sveitarfélagið hefur minni burði til að standa við skuldbindingar sínar (afborgarnir af lánum og fjármagnsgjöld) og litla getu til að fjárfesta í nýframkvæmdum og viðhaldi, s.s. viðhaldi bygginga, göngustíga og gatna.
Meirihlutinn hefur engar hugmyndir kynnt um aðgerðir til lausnar á fjárhagsvanda sveitarfélagsins.
Við það verður ekki unað lengur enda mikið í húfi að vinda ofan af rekstrarvandanum. Er meirihlutinn starfi sínu vaxinn til að takast á við þessi verkefni? Til hvaða aðgerða verður gripið nú þegar tölurnar tala sínu máli."
12. Fjárhagsáætlun 2012
Framlögð tillaga að skiptingu fjárveitinga niður á málaflokka í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Framlagðar voru tvær þróunaráætlanir frá stofnunum.
13. Framlögð mál
a. Fundarboð á félagsfund í Veiðifélaginu Hvítá 28.09.11.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
b. Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 21.09.11
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan liðir nr. 5, 7 og 8 voru ræddir.
Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi sat fundinn meðan liðir 11 og 12 voru ræddir.
Silja Steingrímsdóttir nemi í opinberri stjórnsýslu sat fundinn sem gestur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,30.