Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

207. fundur 06. október 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 207 Dags : 06.10.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Vara áheyrnarfulltrúi: Finnbogi Leifsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Friðlýsing æðarvarps í Hjörsey
Framlögð tilkynning frá Sýslumanninum í Borgarnesi um friðlýsingu æðarvarps á jörðunum Hjörsey 1 og 2 í Borgarbyggð.
2. Erindi frá íbúum vegna aksturs á milli Borgarness og Hvanneyrar
Framlagt erindi frá Sigríði J. Brynleifsdóttur, Ásu Hlín Svavarsdóttur og Helgu Georgsdóttur varðandi akstur á milli Borgarness og Hvanneyrar í skóla og frístundir.
Samþykkt að vísa erindinu til tómstundanefndar og fræðslunefndar.
3. Snjómokstur í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um fyrirliggjandi gögn vegna verðkönnunar á snjómokstri.
Byggðarráð samþykkti það fyrirkomulag sem Jökull lagði til að verði viðhaft og var Jökli falið að framkvæma verðkönnunina.
4. Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga
Framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að setja af stað vinnu við endurskoðun á samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar í samræmi við lögin.
5. Stofnun lóða
Framlögð erindi vegna stofnunar lóða í Borgarbyggð:
a. Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir sækja um stofnun lóðar úr landi Húsafells 3. Önnur lóðin er 1.840 m² og heitir Stuttárbotnar 8 og hin er 1.517 m² að stærð og heitir Stuttárbotnar 9.
Byggðarráð samþykkti að lóðirnar verði stofnaðar.
b. Sávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sækir um breytingu á lóðarstærð og stofnun lóðar úr jörðinni Álftártungu í Borgarbyggð. Lóðin var 3.000 m² að stærð en minkar í 1.490 m² en ný 1.510 m² lóð stofnuð og ber hún heitið Oddaholt.
Byggðarráð samþykkti breytingu á stærð lóðarinnar og stofnun nýrrar.
Baldur Tómasson byggingafulltrúi sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
6. Erindi frá Lyfjastofnun
Framlagt minnisblað varðandi erindi frá Lyfjastofnun þar sem farið er fram á umsögn sveitarstjórnar um ósk Lyfju að stytta opnunartíma lyfjabúðar í Borgarnesi. Í breytingunni felst að búðin opni virka daga kl.10.00 í stað kl. 09.00.
Að höfðu samráði við Heilbrigðisstofnun Vesturlands gerir byggðarráð ekki athugasemdir við að opnunartímanum verði breytt í samræmi við erindið.
7. Fitjar 2
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði varðandi lóðina Fitjar 2 í Borgarnesi.
Samþykkt með 2 atkv að úthluta lóðinni til Bílasölunnar Geisla. 1 (GJ) sat hjá.
8. Skólavogin
Rætt um þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu skólavogin.
Byggðarráð samþykkti að lýsa yfir vilja til að taka þátt í verkefninu með þeim fyrirvara að mikill meirihluti sveitarfélaga taki þátt í verkefninu.
9. Forvarnarstefna Borgarbyggðar
Á fundi mætti Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi og lagði fram og kynnti drög að forvarnarstefnu Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti forvarnarstefnuna og að heiti hennar breytist í Forvarnarstefna Borgarbyggðar í málefnum barna, unglinga og ungmenna.
Inga Vildís kynnti plaköt sem verið er að gefa út varðandi bann við tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki.
Samþykkt að fela tómstundanefnd að endurskoða reglur um tóbaksnotkun í og við mannvirki í eigu sveitarfélagsins.
10. Fjöliðjan
Framlagt minnisblað Guðmundar Páls Jónssonar forstöðumanns um starfsemi Fjöliðjunnar í Borgarnesi og á Akranesi.
Samþykkt að óska eftir umsögn velferðarnefndar um fyrirkomulag á rekstri Fjöliðjunnar.
11. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.
Framlagt minnisblað frá KPMG vegna breytinga á láni 9205 hjá Arion-banka.
12. Fjárhagsáætlun 2012
Samþykkt tillaga að skiptingu fjárveitinga niður á málaflokka í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Bjarki vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar og tók Ingibjörg við stjórn fundarins.
13. Rekstur málaflokka
Fjármálafulltrúi lagði fram yfirlit um rekstur málaflokka fyrstu 8 mánuði ársins 2011.
Rætt um ýmsa þætti í rekstrinum og var samþykkt að beina því til tómstundanefndar að leita leiða til að auka tekjur íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð.
14. Næstu fundir
Samþykkt var að næsti fundur byggðarráðs verði þriðjudaginn 11. október kl. 18,00 og næsti fundur sveitarstjórnar verði þriðjudaginn 18. október kl. 16,00.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,05.