Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

213. fundur 01. desember 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 213 Dags : 01.12.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Varafulltrúi: Jóhannes F. Stefánsson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Samningur um tjaldsvæði á Varmalandi
Framlögð drög að samningi við Tjald ehf. um rekstur tjaldsvæðis á Varmalandi.
Byggðarráð gerði þrjár breytingar á samningnum og samþykkti hann með áorðnum breytingum.
2. Inniaðstaða fyrir Golfklúbbinn
Framlagt erindi frá Golfklúbbnum í Borgarnesi þar sem óskað er eftir aðstöðu að Brákarbraut 25 fyrir inniæfingar.
Í ljósi fyrirliggjandi fyrirspurna er farið fram á yfirlit frá umhverfis- og skipulagssviði um mögulega nýtingarkosti hússins.
3. Skipulagsmál
Framlagt minnisblað frá SSV-þróun og ráðgjöf um mögulegt samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi í skipulagsmálum.
Samþykkt að óska eftir mati á umfangi og kostnaði við verkefnið.
4. Yfirvinna starfsmanna Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um yfirvinnu starfsmanna Borgarbyggðar
5. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dagsett 25.11. 2011 þar sem óskað er samþykkis eigenda fyrir endurnýjun lánalína og heimildar til nýtingar þeirra.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Jafnframt var framlagður tölvupóstur frá Sigurbirni Búa Sigurðssyni um gæði vatns í Grábrókarveitu.
Byggðarráð óskar skýringa á hvers vegna var ekki settur upp sá síubúnaður á veituna sem fyrirhugað var að setja.
6. Tillaga um afskriftir á kröfum
Framlögð tillaga skrifstofustjóra um afskriftir krafna.
Tillagan var samþykkt.
7. Vatnsveita Bæjarsveitar
Rætt um vatnsveitu Bæjarsveitar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
8. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri greindi frá fundi um almenningssamgöngur sem fram fór 30.11. 2011.
9. Þjónustukönnun Capasent
Framlögð kynning á þjónustukönnun sem Capasent hefur gert hjá sveitarfélögum.
Samþykkt að kaupa könnunina.
10. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun fyrir árin 2013-2015.
11. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Á fundinn mætti Jón Pálmi Pálsson formaður stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands til viðræðna um endurskoðun fjárhaghagsáætlunar Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2011 og fjárhagsáætlun ársins 2012.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu stjórnarinnar.
12. Fjárhagsáætlun 2012
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum að breytingum á áætluninni frá fyrri umræðu.
Lagðar voru fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2012.
Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt var að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna að útboði á rafmagnskaupum sveitarfélagsins.
13. Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn eigenda jarðarinnar Búrfells í Borgarbyggð þar sem farið er fram á skiptingu jarðarinnar og stofnun nýrrar lóðar.
Samþykkt að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
14. Markaðsstofa Vesturlands
Á fundinn mættu Magnús Freyr Ólafsson og Rósa Halldórsdóttir til viðræðna um starfsemi Markaðsstofu Vesturlands og stefnumótunarvinnu sem stofnunin er í þessa dagana.
Aðrir stjórnarmenn í Borgarfjarðarstofu sem ekki eru í byggðarráði, Jónína Erna Arnardóttir, Friðrik Aspelund og Þorvaldur Jónsson mættu einnig á fundinn.
15. Brákarey
Á fundinn mættu Hildur Jónsdóttir og Helga Halldórsdóttir fulltrúar frá Neðribæjarsamtökunum til viðræðna um Brákarey.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Ákveðið var að funda með eigendum lóða í Brákarey í byrjun febrúar.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 166. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
b. Fundargerðir frá fundum í byggingarnefnd DAB í nóvember.
Silja Steingrímsdóttir, nemi í opinberri stjórnsýslu, sat fundinn sem gestur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,00