Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

214. fundur 15. desember 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 214 Dags : 15.12.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi varðandi húsnæðismál
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra varðandi mögulega leigu á félagslegu húsnæði.
Samþykkt að verða við erindinu og var félagsmálastjóra falið að ganga frá samningum.
2. Samanburður á launum
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um fyrirhugaðan samanburð á launum starfsmanna Borgarbyggðar og annarra sveitarfélaga í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkti fyrirkomulag á könnuninni.
3. Internetmál á sunnanverðu Snæfellsnesi
Framlagt minnisblað frá fundi Eyja- og Miklaholtshrepps, Snæfellsbæjar og Borgarbyggðar með fulltrúum Hringiðunnar um internetsmál á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Samþykkt að taka þátt í kostnaði við úrbætur í internetmálum á svæðinu í samræmi við minnisblaðið.
4. Smölun í landi Skarðshamra
Framlagt bréf frá Logos lögmannsþjónustu dags. 28.11.11 þar sem krafist er smölunar á landi Skarðshamra vegna ágangs búfjár.
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um erindið.
Samþykkt að leita álits Inga Tryggvasonar lögfræðings á erindinu.
Fram kom að búið er að smala það land sem um er rætt í bréfinu og var óskað eftir yfirliti um eigendur þess fjár sem smalað var.
5. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dagsett 25.11. 2011 þar sem óskað er samþykkis eigenda fyrir endurnýjun lánalína og heimildar til nýtingar þeirra.
Framlögð var umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um erindið.
Byggðarráð samþykkti, fyrir sitt leiti, endurnýjun lánalínanna og heimild til nýtingar þeirra. Geirlaug sat hjá við afgreiðslu.
6. Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Ánabrekku
Framlagt erindi frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 08.12.11 þar sem óskað er eftir gögnum og umsögn frá Borgarbyggð vegna kæru sem barst nefndinni vegna dráttar á máli er varðar framkvæmd deiliskipulags sumarhúsasvæðis í landi Ánabrekku.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara nefndinni.
7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Framlagt yfirlit yfir úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði árið 2011.
8. Erindi frá sveitarstjórn
Eftirtöldum erindum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs á fundi 08.12. 2011.
a. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra
Afgreiðslu frestað.
b. Fasteignamat á afréttarlöndum
Samþykkt að óska eftir skýringum frá Fasteignamati ríkisins á mikilli hækkun
fasteignamats á afréttarlöndum. Einnig var samþykkt að óska eftir upplýsingum um
feril og kostnað við að láta endurmeta fasteignamat í Borgarbyggð.
c. Aldursskipting í gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð
Afgreiðslu frestað.
9. Öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela Jökli að óska eftir tilboðum í gerð öryggisáætlunar og áhættumats fyrir leikskóla í Borgarbyggð.
10. Málefni fatlaðra
Framlagt bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 23.11.11 um fjárframlög sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra.
11. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun fyrir árin 2013-2015.
Samþykkt að óska eftir samantekt um fasteignir Borgarbyggðar.
12. Löggæslumál
Fram kom að enn er verið að fækka starfsmönnum hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum.
Samþykkt að óska eftir að yfirlögregluþjónn komi á næsta fund byggðarráðs.
13. Heimsóknir í fyrirtæki
Rætt var um að byggðarráð fari í heimsóknir í fyrirtæki í sveitarfélaginu.
14. Framlögð mál
a. Ályktun frá sambandsþingi UMFÍ 15. - 16. október 2011.
b. Fundargerð frá byggingarnefndarfundi DAB 07.12. 2011.
c. Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar um fyrirhugaðan niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,25.