Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

220. fundur 02. febrúar 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 220 Dags : 02.02.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Faxaflóahafnir
Rætt um fyrirhugað sölu á hluta af eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum til að fjármagna lánveitingu til Orkuveitu Reykjavíkur.
2. Málefni fatlaðra
Framlagt bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 31.01.12 varðandi kostnað sveitarfélaga sem kom til við yfirtöku málefna fatlaðra.
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um framkvæmd á þjónustusamningi um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
3. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
4. Umferðaröryggi á þjóðvegi 1
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og gerði grein fyrir umræðum á fundi fulltrúa Borgarbyggðar með Vegagerðinni varðandi umferðaröryggismál á þjóðvegi 1.
Samþykkt að vísa málinu til frekari umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
5. Dvalarheimili aldraðra
Bjarki kynnti fyrirhugaðar breytingar á dvalarrýmum á DAB. Jafnframt var framlagt minnisblað frá HF-verðbréf varðandi fjármögnun á byggingu á hjúkrunarálmunni við DAB
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
7. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
8. Framlögð mál
a. Kynning á ráðstefnu um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem fram fer á Akureyri 10. febrúar n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45