Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 222
Dags : 23.02.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúi: Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúar:Ragnar Frank Kristjánsson
Jóhannes F. Stefánsson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um lánasamning við Orkuveitu Reykjavíkur vegna láns að upphæð kr. 75.000.000 í samræmi við aðgerðaráætlun OR.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
2. Atvinnuátak
Á 16. fundi stjórnar Borgarfjarðarstofu var samþykkt áskorun til sveitarstjórnar um að farið verði í atvinnuátak sumarið 2012 í samstarfi við Vinnumálastofnun og fleiri aðila líkt og gert hefur verið undanfarið. Eftirtaldir aðilar hafa óskað eftir aðkomu að slíku verkefni; Safnahús Borgarfjarðar, landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar vegna átaks í refa- og minkaveiðum, Golfklúbburinn Glanni og Skógræktarfélag Borgarfjarðar.
Sveitarstjóra var falið að taka saman frekari upplýsingar um verkefnið.
3. Sorphirða í Borgarbyggð
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp sem um endurskoðun á skipulagi sorphirðu í Borgarbyggð. Í hópnum verða fimm fulltrúar, skipaðir af byggðarráði.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið.
4. Gjaldskrá félagsheimila
Rætt um gjaldskrár félagsheimila sem að öllu eða að hluta eru í eigu Borgarbyggðar.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sem var að félagsheimilin skuli miða við þá gjaldskrá sem Borgarfjarðarstofa lagði til að yrði notuð.
5. Breyting á innkaupareglum
Framlögð tillaga að breytingu á innkaupareglum Borgarbyggðar, auk þess sem framlögð var tillaga að skipun innkauparáðs.
Byggðarráð samþykkti breytingar á innkaupareglum og var samþykkt að Einar Pálsson fjármálafulltrúi, Steinunn Baldursdóttir fræðslustjóri og Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs verði í innkauparáði.
6. Fjallskilasjóðir
Framlagt minnisblað frá KPMG vegna uppgjörs á fjallskilasjóðum og framlögum aðalsjóðs til fjallskilasjóða.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum fyrir næsta fund byggðarráðs.
7. Umsagnir frá velferðarnefnd
Framlögð umsögn velferðarnefndar vegna erindis frá 219. fundi byggðarráðs um félagsstarf aldraðra og öryrkja.
Í ljósi umsagnar velferðarnefndar telur byggðarráð ekki fært að fara í verkefnið að þessu sinni.
Jafnframt er framlögð umsögn nefndarinnar um þjónustukönnun fyrir Borgarbyggð.
8. Fjallskilasamþykkt fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Kolbeinsstaðarhrepp
Framlagðar fundargerðir frá 6. og 7. fundi í vinnuhópi um sameiningu og endurskoðun á fjallskilasamþykktum.
9. Umsóknir um stofnun lóða
Framlagðar eftirtaldar umsóknir um stofnun lóða í Borgarbyggð:
a.Umsókn um stofnun lóðarinnar Hlíðarklettur úr landi Hurðarbaks í Reykholtsdal, en lóðin er 1,12 hektarar og er undir einbýlishús.
b.Umsókn um stofnun lóða og frágangur vegna landspildu Seláss úr Ánabrekkulandi, en óskað er eftir að skipta umræddri lóð upp í fjórar lóðir.
Byggðarráð samþykkti að lóðirnar verði stofnaðar.
10. Sala eigna
Framlagt minnisblað um sölu eigna í eigu Borgarbyggðar.
11. Erindi frá eigendum að Bjargi 2
Framlagt erindi frá Lex lögmannsstofu f.h. eigenda að Bjargi 2 í Borgarbyggð dags. 14.02.12 þar sem óskað er eftir viðræðum við Borgarbyggð um bótagreiðslur þar eð hluti af hringtorgi við þjóðveg 1 er inn á landi Bjargs 2.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að svara bréfritara.
12. Stofnun lögbýlis
Framlögð umsögn frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna stofnunar lögbýlis á Stafholtsveggjum 2 í Borgarbyggð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að lögbýli verði stofnað.
13. Umsögn frá landbúnaðarnefnd
Framlögð umsögn landbúnaðarnefndar um verkefnið Bændur græða landið, en landgræðslan óskaði eftir stuðningi sveitarfélagsins við verkefnið.
Samþykkt með 2 atkv að styrkja verkefnið um kr. 100.000,- JFS sat hjá við atkvæðagreiðslu.
14. Skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál grunnskóla í Borgarbyggð
Framlögð skýrsla vinnuhóps um húsnæðismál grunnskóla í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að sett verði upp brunaviðvörunarkerfi í Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og Hvanneyri og skal verkinu vera lokið fyrir byrjun næsta skólaárs. Verkið verður fjármagnað með sölu eigna á árinu 2012.
Samþykkt var vísa skýrslu vinnuhópsins til sveitarstjórnar.
15. Erindi frá SSV vegna almenningssamgangna
Framlagt bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í nefnd á vegum SSV um almenningssamgöngur á Vesturlandi.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar í nefndinni.
Ragnar vék af fundi.
16. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB til viðræðna um starfsemi skólans.
17. Safnahús Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar til viðræðna um starfsemi hússins og fjármögnun sýninga.
Í máli Guðrúnar kom fram að fé skortir til að setja upp sýningu náttúrgripasafns og að Menningarráð Vesturlands hefur hafnað þeim umsóknum sem komið hafa frá Safnahúsinu undanfarin tvö ár og var því vísað til Borgarfjarðarstofu að óska frekari upplýsinga frá Menningarráðinu.
18. Varamaður í stjórn Dvalarheimilis aldraðra
Samþykkt var að Ingibjörg Jónasdóttir taki sæti Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur sem varamaður í stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi.
19. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 169. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
b. Fundargerð frá 95. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
c. Yfirlit yfir uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2011.
d. Ályktun kirkjuþings 2011
e. Fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Norðurár.
f. Bréf frá Rarik varðandi götulýsingu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.