Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

223. fundur 01. mars 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 223 Dags : 01.03.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúi: Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúar:Ragnar Frank Kristjánsson
Jóhannes F. Stefánsson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer á Hótel Hamri föstudaginn 9. mars n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verið fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að tilnefna Friðrik Aspelund og Auði Ingólfsdóttur sem stjórnarmenn.
2. Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls
Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal. Jafnframt framlagt bréf frá fræðslustjóra þar sem óskað eftir heimild til að kaupa vinnu frá sérfræðingum vegna þessa verkefnis.
Framlögð umsögn foreldra barna á Hnoðrabóli um staðsetningu leikskólans.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið og var samþykkt að heimila kaup á vinnu fyrir kr. 200.000 vegna vinnu fyrir vinnuhópsinn.
3. Námsver fyrir börn á einhverfurófi
Framlögð greinargerð fræðslustjóra um stofnun námsvers fyrir börn á einhverfurófi í Borgarbyggð, en til skoðunar hefur verið að setja upp námsver við Grunnskólann í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 1.000.000 í viðbótarframlag til þessa verkefnis og var samþykkt að fela fræðslustjóra að vinna að verkefninu.
4. Erindi frá Félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum
Framlagt erindi frá Félagi eldri borgara í Borgarfjarðardölum dags. 21.02.12 þar sem óskað er eftir stuðningi vegna sumarferðar 2012.
Samþykkt að styrkja ferðina í samræmi við fjárhæð á fjárhagsáætlun 2012.
5. Akvegir á kortagrunni Landmælinga Íslands
Framlagt minnisblað um skráningu Landmælinga Íslands á göngu- og reiðvegum í Borgarbyggð sem akvegum í kortagrunni stofnunarinnar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vekja athygli Umhverfisráðuneytisins, Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landmælinga Íslands á málinu.
6. Fjallskilasjóðir
Rætt um gerð samþykktar fyrir yfirnefnd fjallskilamála í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, auk þess sem lögð voru fram gögn um rekstur fjallskilasjóða.
Samþykkt að fela nefnd sem vinnur að endurskoðun fjallskilareglugerðar að gera samþykktir fyrir yfirnefnd fjallskilamála í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Skal nefndin ljúka vinnu fyrir apríllok.
Samþykkt að við uppgjör ársreiknings Borgarbyggðar fyrir árið 2011 verði fært framlag til fjallskilasjóða í b-hluta til að jafna viðskiptareikning við aðalsjóð.
7. Vinnuhópur um skipulag sorphirðu
Samþykkt að skipa Þór Þorsteinsson, Kolbrúnu Sveinsdóttur, Þorstein Eyþórsson og Sigurð Guðmundsson í vinnuhóp um skipulag sorphirðu.
8. Hjúkrunarálma við DAB
Framlögð framvinduskýrsla 2 fyrir byggingu hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
9. Sjálfbærni og umhverfismál á Hvanneyri
Á fundinn mætti Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands til viðræðna um áherslur skólans varðandi sjálfbærni og umhverfismál.
Samþykkt að óska eftir fundi með Steingrími Sigfússyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra til að ræða málefni skólans.
10. Lóðarleigusamningar
Framlagðir lóðarleigusamningar vegna lóðanna Túngata 26 og 28 á Hvanneyri sem eru á mörkum leigulands skólans og sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti samningana.
11. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
12. Brúðuheimar
Á fundinn mættu Hildur Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik eigendur Brúðuheima til viðræðna um stöðu fyrirtækisins og fyrirhugaða lokun þess.
Byggðarráð þakkar Hildi og Bernd fyrir það frábæra starf sem þau hafa unnið í Brúðuheimum og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að fara yfir málið með Borgarfjarðarstofu og stjórn Hollvinasamtaka Englendingavíkur.
Ragnar vék af fundi.
13. Verðkönnun vegna viðhalds á fasteignum
Rætt um verðkönnun vegna viðhalds á fasteignum Borgarbyggðar.
Sveitarstjóri lagði til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að semja við lægstbjóðendur í hverjum flokki.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,25.