Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 224
Dags : 15.03.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúi: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lóðar úr landi Skógarness
Framlagt bréf frá Íslenska skipafélaginu dags. 12.03.12 þar sem óskað er eftir samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Skógarness í Borgarbyggð. Lóðin er 100,4 hektarar að stærð og mun heita Nestjörn.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
2. Skólavogin
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kostnað Borgarbyggðar við verkefnið Skólavogina.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum frá fræðslustjóra.
3. Leikskólinn Hnoðraból
Framlagt bréf frá starfsfólki leikskólans Hnoðrabóls vegna úttektar á kostum þess að flytja skólann að Kleppjárnsreykjum. Sveitarstjórn tók ákvörðun á fundi sínum 8. mars s.l.að hætta þeirri vinnu sem í gangi er.
4. Úrsögn úr nefnd
Framlagt bréf frá Önnu Maríu Sverrisdóttur dags. 06.03.12 þar sem hún segir sig úr velferðarnefnd og barnaverndarnefnd vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu.
Samþykkt að Ívar Örn Reynisson taki sæti Önnu Maríu í velferðarnefnd og Haukur Valsson verður varamaður hans. Velferðarnefnd kýs fulltrúa í barnaverndarnefnd.
Byggðarráð þakkar Önnu Maríu fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.
5. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 23. mars n.k. í Reykjavík.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
6. Gjaldskrá slökkviliðs Borgarbyggðar
Framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir slökkvilið Borgarbyggðar vegna útseldrar vinnu og tækja vegna verka sem falla ekki undir lögboðin verkefni slökkviliðs.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána.
7. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagður lánasamningur við Orkuveitu Reykjavíkur vegna láns að upphæð kr.74.600.000, en lánið er hluti af aðgerðaráætlun fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
8. Umhverfis- og skipulagsmál
Á fundi sveitarstjórnar þann 8. mars s.l. var eftirtöldum málum vísað til byggðarráðs en þau voru áður tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
- Sláttur á opnum svæðum
Frestað til næsta fundar byggðarráðs.
- Brákarey
Byggðarráð fer fram á að Orkuveita Reykjavíkur leysi úr þeim vandamálum sem eru í fráveitumálum í Brákarey.
- Samþykkt um umgengni á félagssvæði Hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi
Byggðarráð samþykkti með 2 atkv. afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar um breytingu á samþykktinni. Geirlaug sat hjá við afgreiðslu. Sigríður lýsti sig andvíga breytingunni.
9. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur við grunnskóla Borgarbyggðar en samningar við skólabílstjóra renna út sumarið 2012.
10. Ungmennaráð
Framlögð fundargerð frá fundi sveitarstjórnar og ungmennaráðs sem fram fór 6. mars s.l.
Samþykkt var að óska eftir fundi með stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar um heimavist við skólann.
Samþykkt var að óska eftir að ungmennaráðið leggi fram viðskiptaáætlun um kvikmyndasýningar í Óðali.
Samþykkt var að óska eftir umsögn frá tómstundanefnd um tilhögun á rekstri félagsmiðstöðva í sveitarfélaginu og hvort breyta eigi þeim aldursmörkum sem gilda í þær.
Samþykkt var að óska eftir tillögum frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um aðstöðu fyrir félagslíf nemenda á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt var að fela umhverfis- og skipulagssviði að kostnaðarmeta lagfæringar á vatnslögnum í grunnskólum og uppsetningu á vatnshönum.
Samþykkt var að vísa fundargerðinni í heild til umfjöllunar í tómstundanefnd.
Samþykkt var að byggðarráð haldi sameiginlegan fund með ungmennaráði á hverju hausti.
Byggðarráð samþykkti að leggja til að sveitarstjórn haldi sameiginlega fundi með eldriborgararáði og nýbúaráði.
11. Björgunarsveitin Brák
Á fundinn mættu Ásgeir Sæmundsson, Erlendur Breiðfjörð, Jóhannes B. Jónsson, Pétur Guðmundsson og Fannar Kristjánsson fulltrúar Björgunarsveitarinnar Brákar til viðræðna um aðstöðu sveitarinnar í Brákarey.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
12. Byggðaþróunarverkefnið sveitarvegurinn
Framlögð kynning á byggðaþróunarverkefninu sveitarveginum sem fyrirhugað er að setja af stað á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Samþykkt að óska eftir að fá verkefnisstjóra verkefnisins á fund byggðarráðs.
13. Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins
Framlagt bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 02.03.12 um niðurstöðu verkefnisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Jafnframt er framlögð skýrsla um verkefnið.
14. Búfjáreftirlit
Sveitarstjóri sagði frá framkvæmd búfjáreftirlits í Borgarbyggð.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um skyldur sveitarfélaga þegar kemur til framkvæmda IV. kafla laga nr. 103/2002 um búfjárhald.
15. Kirkjugarðurinn í Borgarnesi
Rætt um fyrirhugaða stækkun á kirkjugarðinum í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni umhverfis- og skipulagsnefndar að funda með formanni sóknarnefndar um málið.
16. Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála
Framlagður var úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála á kæru vegna dráttar á afgreiðslu erindis um að Borgarbyggð hlutist til um að vegur í sumarhúsabyggð verði lagður í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Niðurstaða nefndarinnar er að sá dráttur sem var á afgreiðslu erindisins er ekki talin óhæfilegur en sveitarfélagið hvatt til að taka erindið til efnislegrar afgreiðslu.
Sveitarstjóri vék af fundi.
17. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar árið 2011.
18. Framlögð mál
a. Bréf frá Rotarýklúbbi Borgarness varðandi atvinnuvegasýningu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,35.