Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

225. fundur 22. mars 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 225 Dags : 22.03.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lóðar úr landi Miðgarðs
Framlagt bréf frá Sigríði Númadóttur dags. 15.03.12 þar sem óskað er eftir samþykki fyrir stofnun lóðar úr landi Miðgarðs í Borgarbyggð. Lóðin er 1500 m² að stærð og mun heita Miðgarður 1.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
2. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur á komandi skólaári og mögulegar tengingar við almenningssamgöngur á Vesturlandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Almenningssamgöngur
Rætt um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi almenningssamgangna á Vesturlandi.
Byggðarráð samþykkti að heimila Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi að bjóða út akstur á leið 57 sem er milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Byggðarráð fagnar þeim tækifærum sem felast í breytingum á almenningssamgöngum á Vesturlandi.
4. Atvinnuátak
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um atvinnuátak í Borgarbyggð sumarið 2012. Reiknað er með að ráða í 8 störf á vegum Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti að veita kr. 3.500.000 í atvinnuátak sumarið 2012 og verður kostnaðinum mætt með auknum tekjum úr Jöfnunarsjóði.
5. Sláttur á opnum svæðum sumarið 2012
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrirhugað skipulag á slætti opinna svæða sumarið 2012.
6. Refaveiði
Umhverfis - og landbúnaðarfulltrúi ræddi um skipulag refaveiða.
Samþykkt að heimila umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og skrifstofustjóra að ganga til samninga við Kára Haraldsson um mögulega sölu á grenjaleitarferðum.
7. Byggðaþróunarverkefnið Sveitavegurinn
Á fundinn mætti Margrét Björk Björnsdóttir til viðræðna um byggðaþróunarverkefnið „Sveitavegurinn“ sem fyrirhugað er að setja af stað á sunnanverðu Snæfellsnesi.
8. Vinnuskólinn sumarið 2012
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs um breytingar á skipulagi vinnuskólans í sumar.
Byggðarráð samþykkti tillögu að starfstími vinnuskólans verði 8 vikur sumarið 2012 en að hver nemandi sé 4 vikur í skólanum.
9. Samþykkt um umgengni á félagssvæði Skugga í Borgarnesi
Framlagður tölvupóstur frá Stefán Loga Haraldssyni formanni Hestamannafélagsins Skugga þar sem fram kemur afstaða stjórnar félagsins varðandi samþykkt um umgengni á félagssvæði þess. Auk þess var framlögð tillaga að samþykkt um umgengni á félagssvæðinu.
Í ljósi þessarar afstöðu stjórnar Skugga samþykkti byggðarráð að 1. gr samþykkta um hesthús og umgengni í hesthúsahverfinu verði óbreytt og að draga til baka samþykkt frá síðasta fundi byggðarráðs um breytingar á samþykktinni.
10. Faxaflóahafnir
Framlögð drög að endurskoðuðum sameignarsamningi um Faxaflóahafnir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
11. Englendingavík
Rætt um framtíð húsanna í Englendingavík í kjölfar þess að Brúðuheimar hafa lagt niður starfsemi sína.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við Byggðastofnun um húsin.
12. Kaupsamningur
Framlagður kaupsamningur um kaup Borgarbyggðar á íbúð að Borgarbraut 65a í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
13. Samningur um vatnstöku
Framlagður samningur við landeiganda á Varmalæk um vatnstöku fyrir vatnsveitu Bæjarsveitar.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
14. Næsti fundur sveitarstjórnar
Samþykkt að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn þriðjudaginn 17. apríl n.k.
15. Borgarbraut 57
Rætt um fasteignina að Borgarbraut 57 en hún hefur verið auglýst til sölu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 96. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
b. Ársreikningur Faxaflóahafna.
c. Fundargerðir frá 170. og 171. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,50