Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

228. fundur 12. apríl 2012 kl. 08:00 - 08:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Ráðning leikskólastjóra í Ugluklett

1204022

Framlagðar umsóknir um stöðu leikskólastjóra á Uglukletti.

Tvær umsóknir bárust frá Söru Margréti Helgadóttur og Kristínu Gísladóttur.

Steinunn Baldursdóttir fræðslustjóri kom á fundinn og kynnti umsögn fræðslustjóra og sveitarstjóra um ráðninguna.

Samþykkt að vísa umsóknunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Raflýsing í þéttbýli

1204023

Á fundinn kom Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um götulýsingu í þéttbýli.

Samþykkt að slökkva götuljós í þéttbýli Borgarbyggðar um næstu mánaðarmót og kveikja aftur í byrjun ágúst líkt og undanfarin ár.

3.Geymslusvæði fyrir gáma við Sólbakka

1204024

Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kynnti lóðaskipulag fyrir gámasvæði á Sólbakka 29 sem umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt.

Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að kynna málið fyrir öðrum lóðarhöfum á Sólbakka og gera verðkönnun varðandi fyllingu í lóðina.

4.Útboð á skólaakstri 2012

1203058

Rætt um fyrirhugað útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.

5.Háskólinn á Bifröst

1204025

Á fundinn mætti Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður í Háskólanum á Bifröst til viðræðna um rekstur og skipulag háskólans.

6.Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5

1204001

Á fundinn mætti Guðmundur Sigurðsson formaður búfjáreftirlitsnefndar á starfssvæði 5 til viðræðna um búfjáreftirlit í Borgarbyggð.  Jafnframt var framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit sem og fundargerð frá síðasta fundi búfjáreftirlitsnefndar.

Samþykkt að vísa tillögu að gjaldskrá til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

7.Ársreikningur 2011

1204021

Á fundinn mætti Haraldur Reynisson frá KPMG og kynnti ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2011.

Anna Ólafsdóttir aðalbókari og Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi sátu fundinn á meðan þessi liður var ræddur.  

Byggðarráð samþykkti ársreikninginn og vísaði honum til endurskoðunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

8.Ályktun búnaðarþings2012 um tvöfalda búsetu

1204010

Framlögð ályktun Búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu.

Byggðarráð tekur undir ályktunina og skorar á innanríkisráðherra að vinna að framgangi málsins.

9.Orlof húsmæðra 2012

1204003

Framlagt bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu dags. 29.03."12 þar sem þakkað er fyrir stuðning á síðasta ári og minnt á framlag þessa árs.

Fundi slitið - kl. 08:00.