Byggðarráð Borgarbyggðar
1.Stofnun lóðar úr landi Miðgarðs
1205092
2.Styrktarsjóður EBÍ 2012
1205097
Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 22.05."12 varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að sækja um styrk úr sjóðnum.
3.Refa- og minkaveiði
1205134
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um refa- og minkaveiði í Borgarbyggð.
Samþykkt að heimila aukafjárveitingu að upphæð kr. 150.000 til veiðanna.
Jóhannes sat hjá við atkvæðagreiðslu.
4.Starfsmannamál - Beiðni um leyfi
1205135
Framlögð beiðni Ástríðar Einarsdóttur starfsmanns við Grunnskóla Borgarfjarðar dags. 20.05."12 þar sem óskað er eftir ársleyfi frá störfum.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum.
5.Ísgöng í Langjökul
1205136
Á fundinn mætti Reynir Sævarsson frá verkfræðistofunni Eflu og kynnti stöðu mála varðandi undirbúning ísgangna í Langjökli.
Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
6.Framkvæmdir í Brákarey sumarið 2012
1205084
Á fundinn mættu Helga Halldórsdóttir og Sigursteinn Sigurðsson frá Neðribæjarsamtökunum til viðræðna um Brákarey.
Lagt var fram minnisblað frá umhverfis- og skipulagssviði um aðgerðir til að fegra umhverfi Brákareyjar.
Samþykkt að Borgarbyggð taki þátt í tiltekt í Brákarey með Neðribæjarsamtökunum og var sveitarstjóra falið að semja við körfuboltadeild umf Skallagríms um málun á húseignum Borgarbyggðar í eynni.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila þess.
7.Nýframkvæmdir árið 2012
1205138
Framlagt minnisblað frá umhverfis- og framkvæmdasviði um nýframkvæmdir sumarið 2012.
8.Reglur um búnaðarkaup v/hjúkrunarheimila.
1205140
Framlagt bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 23.05."12 varðandi búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila með tillögu að hlutdeild ráðuneytisins í kostnaði við búnaðarkaup.
Byggðarráð getur fallist á þær tillögur sem fram koma í bréfinu en vekur athygli á að Borgarbyggð hefur lagt áherslu á að eignarhald hjúkrunarheimilisins geti færst til Dvalarheimilis aldraðra.
9.Aðalfundar Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands
1205120
Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 31. maí n.k.
10.Ársfundur Byggðastofnunar
1205125
Framlagt fundarboð á ársfund Byggðastofnunar sem fram fer 01. júní n.k. í Miðgarði í Skagafirði.
11.Bréf frá SAMAN-hópnum
1205121
Framlagt bréf frá Saman-hópnum dags. 23.05."12 þar sem minnt er á starfsemi og markmið hópsins.
Samþykkt að vísa erindinu til forvarnarfulltrúa.
12.Fundargerðir byggingarnefndar DAB í maí
1205132
Framlagðar fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarálmu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi frá 02.05., 09.05., 16.05. og 25.05. 2012.
13.Almenningssamgöngur á Vesturlandi
1205133
Framlagðar fundargerðir frá vinnuhópi um almenningssamgöngur á Vesturlandi dags. 14.03."12 og 23.05."12.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Framlögð beiðni um stofnun 1.585 ferm lóðar út úr landi Miðgarðs landnr. 134912 fyrir frístundahús.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.