Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

236. fundur 05. júlí 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skólaakstur - niðurstöður útboðs 2012

1206077

Rætt um tilboð sem bárust í skólaakstur.
Ef svar verður komið frá kærunefnd útboðsmála verður það lagt fram.
Ef hægt er, verður lögð fram tillaga um hvaða tilboðum skuli taka í hverja leið fyrir sig.
Rætt um tilboð sem bárust í skólaakstur.
Ekki hefur borist svar frá Kærunefnd útboðsmála varðandi kæru á útboðinu.

2.Gjaldskrá Vatnsveitu Bæjarsveitar

1206104

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Bæjarsveitar.
Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin miði við gjaldskrá OR en með 50% afslætti eins og samkomulag Borgarfjarðarsveitar og OR frá 2006 gerði ráð fyrir.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Bæjarsveitar.
Tillagan var samþykkt.

3.Fasteignaskattur á hesthús

1206105

Rætt um fasteignaskatt á hesthús í þéttbýli.
Á nýafstöðnu þingi samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þannig að í a-lið 3. mgr. 3. greinar laganna komið "hesthús" á eftir orðunum "tengd eru landbúnaði".
Alþingi samþykkti einnig bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt sé að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á hesthús þannig að álagingarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr. 3. gr.
Rætt um fasteignaskatt á hesthús í þéttbýli í ljósi samþykktar Alþingis á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
"Byggðarráð samþykkir að nýta heimild í bráðabirgðaákvæði laga nr. 4/1995 um lækkun fasteignaskatta á hesthús í þéttbýli á árinu 2012.
Samkvæmt því verður fasteignaskattur á hesthús í þéttbýli 0,36% af fasteignamati á árinu 2012.
Fasteignagjöldin verða innheimt á þremur síðustu gjalddögum fasteignagjalda ársins 2012."

4.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

1206112

Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga en nefndin telur að Borgarbyggð standist ekki fjárhagslegt viðmið skuldareglu sveitarstjórnarlaga.
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 26.06."12 en nefndin telur að Borgarbyggð standist ekki fjárhagslegt viðmið skuldareglu sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera áætlun á grundvelli bréfsins og leggja fyrir sveitarstjórn.

5.Greiðslur til sveitarfélaga v/forsetakosn.30. júní 2012

1206094

Bréf Innanríkisráðuneytisins þar sem kynntar eru greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 30. júní 2012.
Framlagt bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 19.06."12 þar sem kynntar eru greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 30. júní 2012.

6.Ársreikningur 2011

1206095

Framlagður ársreikningur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf fyrir árið 2011
Framlagður ársreikningur Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir árið 2011.

7.Refaveiðar

1206110

Framlögð beiðni Rúnars Hálfdánarsonar og Ingu Helgu Björnsdóttur um að Borgarbyggð gefi heimild fyrir viðbótarfjármagni til refaveiði.
Framlögð beiðni Rúnars Hálfdánarsonar og Ingu Helgu Björnsdóttur á Þverfelli dags. 15.06."12 varðandi viðbótarfjármagn til refaveiða á árinu 2012.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman yfirlit um kostnað sveitarfélagsins vegna refa- og minkaveiða á þessu ári.

8.Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis.

1206092

Bréf fjárlaganefndar Alþingis varðandi fundi nefndarinnar með sveitarfélögum um frumvarp til fjárlaga og áherslur því tengdar.
Framlagt bréf fjárlaganefndar Alþingis dags. 18.06."12 varðandi fundi nefndarinnar með sveitarfélögum um frumvarp til fjárlaga og áherslur því tengdar.

Byggðarráð tók undir bókun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þess efnis að fjárlaganefnd verði boðið í heimsókn til Vesturlands og útveguð aðstaða þar sem nefndin geti tekið á móti fulltrúum sveitarfélaganna.

Byggðarráð samþykkti að bjóða þingmönnum Norðvesturkjördæmis í heimsókn í Borgarbyggð í ágústmánuði og var sveitarstjóra falið að undirbúa heimsóknina.

9.Sótt um leyfi v/flutnings á fé á Oddsstaðaafrétt

1206068

Beiðni Óskars Halldórssonar Krossi um rökstuðning fyrir synjun á heimild til að reka fé á Oddstaðarétt sbr. síðustu fundargerð byggðarráðs.
Framlögð beiðni Óskars Halldórssonar Krossi, dags. 25.06."12 þar sem farið er fram á rökstuðning fyrir synjum á heimild til að reka fé á Oddstaðaafrétt sbr. fundargerð 235. fundar byggðarráðs.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að svara erindinu.

10.Bréf frá Kr. St. lögmannsstofu ehf.

1206044

Framlagt minnisblað Inga Tryggvasonar hdl varðandi innheimtu kostnaðar við forðagæslu
Framlagt minnisblað Inga Tryggvasonar hdl. dags. 27.06."12 varðandi innheimtu kostnaðar við forðagæslu.
Sveitarstjóra var falið að svara erindi Kr. Stefánssonar hrl varðandi innheimtuna á grundvelli minnisblaðs Inga.

11.Umsögn um frumvarp til lögreglulaga

1206111

Framlagt erindi Alsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til lögreglulaga (fækkun umdæma o.fl) 739. mál.
Framlagt erindi Alsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 28.06."12 þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til lögreglulaga (fækkun umdæma o.fl.), 739. mál.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð.

12.Hesthús við Lónaborg

1207001

Framlagður tölvupóstur frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs varðandi byggingu hesthúss við fjallhúsið Lónaborg á Þverhlíðingaafrétti.
Framlagður tölvupóstur frá forstöðumanni umhverfis- og skipulagssviðs varðandi byggingu hesthúss við fjallhúsið Lónaborg á Þverhlíðingaafrétti.
Samþykkt að óska eftir að formaður Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðna um erindið.

13.Fasteignamat 2013

1207002

Framlagt bréf Þjóðskrár Íslands um fasteignamat sem gildir frá 31. desember 2012.
Fasteignamat í Borgarbyggð hækkar um 3,9% á milli ára og landmat um 5,2%
Framlagt bréf Þjóðskrár Íslands dags. 02.07."12 um fasteignamat sem gildir frá 31. desember 2012.
Fasteignamat í Borgarbyggð hækkar um 3,9% á milli ára og landmat um 5,2%

14.Fundargerð bygginganefndar 13.06.

1206087

Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarálmu DAB frá 13. júní.
Framlögð fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarálmu DAB frá 13. júní s.l.
Fram kom að stefnt er að vígslu hjúkrunarálmunnar laugardaginn 14. júlí n.k.

15.Áburður á stiga við Grábrók

1207006

Umhverfisstofnun verður með sjálfboðaliða á sínum snærum í sumar og þeir bjóðast til að bera á stigana við Grábrók ef Borgarbyggð skaffar efnið. Efniskostnaður áætlaður um kr. 200.000
Umhverfisstofnun verður með sjálfboðaliða á sínum snærum í sumar til að vinna að ýmsum umhverfisverkefnum.
Þessir aðilar hafa boðist til að bera á stiga við Grábrók ef Borgarbyggð leggur til efni.
Áætlaður efniskostnaður er um 200 þús krónur.
Samþykkt að Borgarbyggð leggi til efni.

16.Heimild til niðurrifs húsa í Reykholti

1207005

Geir Waage óskar eftir heimild til að rífa eldri hluta útihúsanna í Reykholti, fjárhús og hlöðu frá öndverðum fjórða áratug 20. aldar.
Framlagt erindi Geirs Waage beneficiator í Reykholti dags. 04.07."12 þar sem óskað er eftir heimilid til að rífa eldri hluta útihúsanna í Reykholti, fjárhús og hlöðu frá öndverðum fjórða áratug 20. aldar.
Samþykkt að verða við erindinu.

17.Umfang og áhrif stangveiða í Borgarbyggð

1207007

Rætt um umfang og áhrif laxveiða í Borgarbyggð.
Geirlaug lagði fram tillögu um að gerð verði könnun á umfangi og samfélagslegum áhrifum stangveiða í Borgarbyggð.

Byggðaráð samþykkti að láta vinna úttekt á samfélagslegum áhrifum stangveiða í héraði.

Markmiðin með úttektinni eru:
a)
að kanna vannýtt sóknarfæri í tengslum við stangveiði, s.s. þjónustu við veiðimenn
b)
að kanna hversu stór hluti starfa í beinum tengslum við stangveiði er unnin af heimamönnum og sömuleiðis hversu stór hluti af aðföngum og þjónustu er keyptur innan héraðs.
c) að kanna möguleika á að efla hlut sveitarfélagsins og íbúa þess í auðlindinni, s.s. með aukinni atvinnuþátttöku, verslun og þjónustu
d) vekja athygli á því hversu umfangsmikil auðlind stangveiðin er í héraðinu

Greinargerð:
Í lokaverkefni Önnu Steinsen til BS gráðu í viðskiptafræði frá 2011 kemur fram að laxveiði í Borgarbyggð er að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009 og fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi eru í sveitarfélaginu. Árið 2009 eru 41% af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27%. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna.

Samþykkt að óska eftir að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi láti vinna úttekt á samfélagslegum áhrifum stangaveiða í héraði.

18.99.fundur 22.júní fundargerð.

1206091

Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 22. júní.
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 22. júní 2012.

19.Aðalfundur Veiðifélags Norðurár 2012

1204032

Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem fram fór 25. apríl 2012
Framlögð fundargerð Veiðifélags Norðurár sem fram fór 25. apríl 2012.

20.Fundargerðir frá Orkuveitu Reykjavíkur 173. fundur 25.05 og aðalfundur 14. júní

1206090

Framlagðar fundargerðir stjórnar 25. maí og aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur 14. júní
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. maí 2012 og fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. júní 2012.

Fundi slitið - kl. 08:00.