Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

240. fundur 09. ágúst 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Dagbjartur Ingvar Arilíusson varamaður
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Hækkun á kennslukvóta fyrir skólaárið 2012-2013

1207033

Rætt um hækkun á kennslukvóta við Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Erindið var til umræðu á síðasta fundi byggðarráðs og var þá óskað eftir upplýsingum um hvort til væru reglur um fjölda stuuðningstíma í hverjum bekk. Samkvæmt upplýsingum frá fræðslustjóra eru slíkar reglur ekki til.
Rætt um hækkun á kennslukvóta við Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Erindið var til umræðu á síðasta fundi byggðarráðs og var þá óskað eftir frekari upplýsingum. Byggðarráð samþykkti að verða við erindinu.

Jafnframt var framlagður tölvupóstur frá skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi þar sem hann óskar eftir hærri kennslukvóta vegna fjölgunar í árgangi. Byggðarráð óskar eftir frekari útfærslu frá skólastjóra varðandi það hvernig hann hyggst mæta áðurnefndri fjölgun.

2.Framkvæmdir 2012

1206021

Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis-og skipulagssviðs og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna sumarið 2012
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis-og skipulagssviðs og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna sumarið 2012

3.Refa- og minkaveiði

1207020

Rætt um hugsanlegar breytingar á skipulagi refa- og minkaveiða.
Rætt um skipulagi refa- og minkaveiða. Byggðarráð samþykkti að óska eftir því að vinnuhópur um refa- og minkaveiði sem starfaði árið 2008 komi saman að nýju og meti skipulag og árangur af veiðinni í dag.

4.Fundarboð á aðalfund SSV 2012

1208002

Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem fram fer í Stykkishólmi dagana 31. ágúst og 1. september n.k.
Framlagt fundarboð á aðalfund SSV sem fram fer í Stykkishólmi dagana 31. ágúst og 1. september n.k.

5.Ósk um smölun ágangsfjár

1208003

Framlagt bréf frá Sigvalda Ásgeirssyni þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð smali ágangsfé í landi Vilmundarstaða.
Framlagt bréf frá Sigvalda Ásgeirssyni þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð smali ágangsfé í landi Vilmundarstaða. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem mun funda 13. ágúst n.k.

6.Fjárhagsáætlun og rauntölur, jan-júní 2012

1208001

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2012
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og kynnti fjárhagsstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2012.

Fundi slitið - kl. 08:00.