Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

242. fundur 30. ágúst 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Kröfur til afskriftar

1208055

Á fundinum verður lagður fram listi um kröfur sem lagt er til að verði afskrifaðar. Kröfurnar hafa verið til innheimtu hjá lögfræðingi og telur hann vafasamt að innheimtan beri árangur.
Lagður fram listi um kröfur sem talið er útilokað að innheimta.
Samþykkt að afskrifa kröfurnar.

2.Notkun vélknúinna ökutækja við leitir

1208064

Framlagt erindi Umhverfisstofnunar varðandi notkun vélknúinna ökutækja við leitir
Framlagt erindi Umhverfisstofnunar dags. 23.08.´12 varðandi notkun vélknúinna ökutækja við leitir.
Fram kom að búið er að kynna erindið fyrir fjallskilanefndum Borgarbyggðar.

3.Símaþjónusta og nettengingar

1207041

Lagt fram minnisblað innkauparáðs um síma- og nettengingar Borgarbyggðar. Einnig fylgir með úttekt á kostnaði sveitarfélagsins vegna kaupa á þessari þjónustu s.l. 5 ár og einnig skjal frá Akureyrarbæ vegna undirbúnings verðkönnunar á símakostnaði.
Lagt fram minnisblað innkauparáðs um síma- og nettengingar Borgarbyggðar. Einnig fylgir með úttekt á kostnaði sveitarfélagsins vegna kaupa á þessari þjónustu s.l. 5 ár og einnig skjal frá öðru sveitarfélagi vegna undirbúnings verðkönnunar á símakostnaði.
Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi sat fundinn að á meðan þessi liður var ræddur.
Samþykkt að fela innkauparáði að vinna áfram að málinu.

Einnig var samþykkt að óska eftir að innkauparáð taki saman sambærilegar upplýsingar um fleiri kostnaðarliði t.d. ráðgjöf, lögfræðikostnað, raforkukaup og endurskoðun.

4.Tilnefning til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

1208051

Framlagt erindi frá Fjármálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum til nýsköðunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Framlagt erindi frá Fjármálaráðuneytinu dags. 16.08."12 þar sem óskað er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa tilnefningar.

5.Tilnefning áheyrnarfulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

1208071

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur undanfarin ár tilnefnt áheyrnarfulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Því þarf byggðarráð að tilnefna áheyrnarfulltrúa fyrir starfsárið 2012-2013.
Lagðar voru fram tvær tillögur um áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til eins árs.
Bjarki lagði til að Ragnar Frank Kristjánsson verði aðalfulltrúi
Finnbogi lagði til að Jóhannes Stefánsson verði aðalfulltrúi.
Ragnar fékk 2 atkv en Jóhannes 1 atkv.

Ingibjörg lagði til að Bjarki Þorsteinsson verði varafulltrúi.
Finnbogi lagði til að Jóhannes Stefánsson verði varafulltrúi.
Bjarki fékk tvö atkv en Jóhannes 1 atkv.

Byggðarráð áréttaði fyrri beiðni sína um að ákvæði um kjör áheyrnarfulltrúa komi inn í samþykktir Orkuveitunnar.

6.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Framlagt minnisblað frá fyrsta fundi vinnuhóps um stefnumörkun í íþróttamálum.
Framlagt minnisblað frá fyrsta fundi vinnuhóps um stefnumörkun í íþróttamálum.
Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar og Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa minnisblaðinu til tómstundanefndar.

7.Kjörsókn

1208062

Lögð fram samantekt um kjörsókn í Borgarbyggð í kosningum undanfarin ár.
Lögð fram samantekt um kjörsókn í Borgarbyggð í kosningum undanfarinna ára.

8.Stjórn Faxaflóahafna - 100. fundur

1208065

Framlögð fundargerð frá 100 fundi stjórnar Faxaflóahafna sem fram fór 24. ágúst s.l.
Framlögð fundargerð frá 100. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem fram fór 24. ágúst s.l.

Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagsnefnd að taka upp skipulag á svæði Borgarneshafnar og skorar á stjórn Faxaflóahafna að fara í framkvæmdir á hafnarsvæðinu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 08:00.