Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

243. fundur 06. september 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

1206112

Framlögð greinargerð frá KPMG um skuldavið Borgarbyggð, en þar kemur fram að skuldaviðmið sveitarfélagsins er 146.3% og uppfyllir því Borgarbyggð viðmið sveitarstjórnarlaga um skuldsetningu sveitarfélaga.
Framlögð greinargerð frá KPMG um skuldaviðmið Borgarbyggðar. Þar kemur fram að skuldaviðmið sveitarfélagsins er 146.3% og uppfyllir því Borgarbyggð viðmið sveitarstjórnarlaga um skuldsetningu sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að svara Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í samræmi við greinargerð KPMG.

2.Leigusamningur við Skotfélag Borgarfjarðar

1209009

Framlögð drög að leigusamningi við Skotfélag Borgarfjarðar um leigu í Brákarbraut 25
Framlögð drög að leigusamningi við Skotfélag Borgarfjarðar um leigu í Brákarbraut 25.
Á fundinn mætti Kristján Finnur Kristjánsson verkefnisstjóri eignasjóðs til viðræðna um málið.
Byggðarráð samþykkti samninginn með fyrirvara um að öllum öryggiskröfum sé fullnægt.
Samþykkt var að fela Kristjáni Finni að halda áfram samningaviðræðum við aðra leigutaka.

3.Brákarbraut 25, fyrirspurn um leigu

1209020

Framlögð fyrirspurn frá Fornbílafélagi Borgarfjarðar um frekari afnot af húsnæði Borgarbyggðar að Brákarbraut 25 í Borgrnesi.
Framlögð fyrirspurn frá Fornbílafélagi Borgarfjarðar um frekari afnot af húsnæði Borgarbyggðar að Brákarbraut 25 í Borgarnesi.
Samþykkt að byggðarráð heimsæki Fornbílafélagið í aðstöðu félagsins í Brákarey.

4.Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5

1204001

Á fundinn mæta fulltrúar úr Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5 (Borgarbyggð og Skorradalur) til viðræðna um gjaldskrá fyrir svæðið.
Á fundinn mættu Guðmundur Sigurðsson og Pétur Davíðsson úr Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5 til viðræðna um gjaldskrá fyrir svæðið.

5.Fjárhagsáætlun 2013 - drög að skiptingu tekna á málaflokka.

1209010

Framlögð drög að skiptingu tekna á málaflokka fyrir árið 2013.
Einnig eru framlagðar þróunaráætlanir frá stofnunum fyrir árið 2013.
Þá er einnig framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012
Framlögð drög að skiptingu tekna á milli málaflokka fyrir árið 2013.
Einnig voru framlagðar þróunaráætlanir frá stofnunum fyrir árið 2013.
Framlögð var tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Atvinnumál

1209040

Rætt um atvinnumál.
A fundinn mætti Sigurður Guðmundsson rekstrarstjóri Hyrnunnar í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um breytingar á rekstri Hyrnunnar.

7.Grímshúsfélagið

1209021

Framlagt erindi frá Grímshúsfélaginu þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð kaupi bækur af félaginu um útgerðarsögu Borgfirðinga
Framlagt erindi frá Grímshúsfélaginu þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð kaupi bækur af félaginu um útgerðarsögu Borgfirðinga.
Samþykkt að kaupa bækur af félaginu fyrir um 200 þús og verður kostnaðurinn tekinn af lið 21-750 í fjárhagsáætlun.

8.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundastarfi.

1205008

Á fundi tómstundanefndar var lagt til að Borgarbyggð myndi veita fjármagni til ráðningar á verkefnastjóra vegna vinnu við stefnumótun í íþróttastarfi.
Jafnframt rætt um könnun á þátttöku barna- og ungmenna í íþrótta og æskulýðsstarfi í Borgarbyggð.
Á fundi tómstundanefndar var lagt til að Borgarbyggð myndi veita fjármagni til ráðningar á verkefnastjóra vegna vinnu við stefnumótun í íþróttastarfi.
Samþykkt að Borgarbyggð veiti einni milljón króna í þetta verkefni á árinu 2012.
Kostnaðurinn verður tekinn sem viðauki við fjárhagsáætlun.
Einnig var samþykkt að fela fræðslustjóra og félagsmálastjóra að gera tillögu að framkvæmd könnunar á þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Borgarbyggð.

9.Fjallskilaseðlar 2012

1208080

Framlagðir voru fjallskilaseðlar í Borgarbyggð 2012.

10.Fjallskilamál

1209022

Rætt um fjárveitingar til fjallskilamála. Fjallskilasjóður Álftaneshrepps hefur óskað eftir fjárveitingu að upphæð kr.40.000 vegna smölunar á landi Borgarbyggðar. Auk þess hefur verið umræða um að hækka framlag til Fjallskilasjóðs Kolbeinsstaðarhrepps um kr. 260.000.
Rætt um fjárveitingar til fjallskilamála.
Fjallskilasjóður Álftaneshrepps hefur óskað eftir fjárveitingu að upphæð kr. 40.000 vegna smölunar á landi Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela afréttarnefnd Álftaneshrepps að sjá um að land Borgarbyggðar á Álfthreppingaafrétti verði smalað og að kostnaður verði viðbót við fjárhagsáætlun.
Einnig hefur verið umræða um að hækka framlag til Fjallskilasjóðs Kolbeinsstaðarhrepps.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um kostnað við rekstur fjallskilasjóðs Kolbeinsstaðahrepps.

11.Tómstundaakstur

1209032

Framlagt bréf frá Aðalbjörgu Þórólfsdóttur og Ingunni Alexandersdóttur vegna tómstundaaksturs í Borgarbyggð.
Framlagt bréf frá Aðalbjörgu Þórólfsdóttur og Ingunni Alexandersdóttur dags. 04.09."12 vegna tómstundaaksturs í Borgarbyggð.
Samþykkt að láta gera könnun á áhuga barna í Laugagerðisskóla að notfæra sér íþrótta- og tómstundastarf í Borgarnesi.

12.Umboð til fjárhagslegrar umsýslu

1209038

Framlagt erindi um heimild til sveitarstjóra að framselja umboð til fjárhagslegrar umsýslu til skrifstofustjóra og fjármálafulltrúa í samræmi við 55. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga.
Framlagt erindi um heimild til sveitarstjóra að framselja umboð til fjárhagslegrar umsýslu til skrifstofustjóra og fjármálafullrúa í samræmi við 55. grein nýrra sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð samþykkti erindið.

13.Fundargerð vinnuhóps um skipulag refa- og minkaveiði

1208081

Framlögð fundargerð vinnuhóps um skipulag refa- og minkaveiði frá 31.08."12.

14.174. fundur 14. júní 2012

1209004

Framlögð fundargerð frá 174 fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Framlögð fundargerð frá 174. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14.06."12.

Fundi slitið - kl. 08:00.