Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

249. fundur 01. nóvember 2012 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Ársreikningur Minningarsjóðs Björns

1210122

Lagður fram loka ársreikningur minningarsjóðs Björns Ólafssonar
Lagður fram loka ársreikningur minningarsjóðs Björns Ólafssonar en búið er að ráðstafa öllu því sem í sjóðnum var.
Ársreikningurinn var samþykktur.

2.Ársreikningur Minningarsjóðs Jóns og Gróu

1210121

Lagður fram loka ársreikningur Minningarsjóðs hjónanna Jóns Guðmanns Geirssonar og Gróu Gísladóttur.
Lagður fram loka ársreikningur Minningarsjóðs hjónanna Jóns Guðmanns Geirssonar og Gróu Gísladóttur en búið er að ráðstafa öllu því sem í sjóðnum var.
Ársreikningurinn var samþykktur.

3.Fjallskilagjöld 2012

1210120

Lagt fram bréf, dagsett 29. október 2012, frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar um fjallskilagjöld 2012.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 29.10."12 um fjallskilagjöld 2012.

4.Nýting afréttarlands á Bjarnadal

1210109

Lagt er fram bréf, dagsett 18.10.2012, frá Kristjáni F. Axelssyni formanni afréttarnefndar Þverárupprekstrar.
Lagt fram bréf nokkurra bænda í Stafholtstungum dags. 18.10."12 þar sem lýst er yfir áhuga á að nýta afréttarland á Bjarnadal.
Vísað til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.

5.Samstarf við slökkvilið Húnaþings vestra

1210119

Lagt fram bréf Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra dags. 26.10."12 ásamt drögum að samningi við Brunavarnir Húnaþings vestra um gagnkvæma aðstoð.
Lagt fram bréf Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra dags. 26.10."12 ásamt drögum að samningi við Brunavarnir Húnaþings vestra um gagnkvæma aðstoð.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

6.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

1210123

Umsókn Sveins og Guðmundar á Brennistöðum um lækkun fasteignaskatts með vísun til heimildar í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þar segir: Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt af bújörðum á meðan þær eru nýttar til búskapar og af útihúsum í sveitum ef þau eru einungis nýtt að hluta eða standa ónotuð. Skylt er sveitarstjórn að setja reglur um beitingu þessa ákvæðis.
Lögð fram umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts fyrir árin 2011 og 2012 af útihúsum á bújörð með vísun til heimildar í lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Byggðarráð hafnaði erindinu.

7.Snorrastofa skipulagsskrá

1210033

Framlögð umsögn um breytingar á stofnskrá Snorrastofu
Rætt um tillögu um breytingu á skipulagsskrá Snorrastofu.
Byggðarráð tekur undir tillögu formanns stjórnar þess efnis að Mennta- og menningarráðherra skipi 2 fulltrúa, Reykholtskirkjusókn 1 fulltrúa, Borgarbyggð 1 fulltrúa og Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit sameiginlega 1 fulltrúa.

8.Stofnun vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar

1210125

Rætt um stofnun vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar
Rætt um stofnun vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.
Samþykkt að á næsta fundi verði lagt fram erindisbréf fyrir vinnuhópinn og skipað í hann.

9.Ályktun frá starfsmannafundi Grunnskólans í Borgarnesi

1210066

Lagt fram álit frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólaakstur í Borgarbyggð. (Álitið er væntanlegt 31.10)
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum sínum við lögfræðinga varðandi athugasemdir um skólaakstur í Borgarnesi sem fram komu 247. fundi byggðarráðs.
Samþykkt að óska eftir heilbrigðisvottorðum frá þeim skólabílstjórum sem hafa náð 70 ára aldri og sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

10.Fjárhagsáætlun 2013

1210045

Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar eftir umfjöllun nefnda um drög að rekstraráætlunum málaflokka.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013.
Tillögur eru nú til umfjöllunar hjá nefndum.

11.Umsókn um stofnun lóðar

1210127

Framlagt erindi frá Þorkeli Fjeldsted um stofnun lóðar í landi Ferjukots.
Lögð fram umsókn Þorkels Fjeldsted um stofnun 37,5 ha lóðar úr landi Ferjukots landnr. 135034.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.

12.Skógræktarfélag Borgarfjarðar- styrkumsókn

1210129

Framlagt erindi frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk til að leggja veg að skógræktarsvæði við Hvítstaði-Árbæ
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Borgarfjarðar dags. 30.10."12 þar sem farið er fram á styrk til endurbóta á vegi að skógræktarreit Skógræktarfélags Borgarfjarðar í landi Hvítstaða.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og verður aftur tekið fyrir þegar fyrir liggur hver hluti Borgarbyggðar verður í styrkvegafé ársins 2013.

13.Fundargerðir Menningarráðs

1210113

Fundargerðir 68., 69. og 70. funda Menningarráðs Vesturlands
Lagðar fram fundargerðir 68., 69. og 70. funda Menningarráðs Vesturlands.

14.Orkuveita Reykjavíkur - stjórnarfundir

1210110

Fundargerð 176. stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur
Lagðar fram fundargerðir 176. og 177. funda stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundi slitið - kl. 08:00.