Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

251. fundur 12. nóvember 2012 kl. 18:00 - 18:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013

1210045

Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013.
Á fundinn mættu Oddur G. Jónsson frá KPMG og Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Samþykkt var að útsvarsprósenta ársins 2013 verði 14,48%.

Samþykkt að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Stofnun vinnuhóps um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar

1210125

lagðar fram tilnefningar á fulltrúum í vinnuhóp um endurskoðuna á samþykktum Borgarbyggðar.
Samþykkt var að tilnefna Bjarka Þorsteinsson, Ingibjörgu Daníelsdóttur, Jóhannes Stefánsson, Finnboga Leifsson og Pál S. Brynjarsson í vinnuhóp um endurskoðun á samþykktum um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.

3.Úrskurður um álagningu sorphirðugjalda í Borgarbyggð.

1211045

Framlagður úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindanefndar vegna kæru sem barst á álagningu sorphiðurgjalda í Borgarbyggð.
Lagður var fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á álagningu sorphirðugjalda í Borgarbyggð 2012.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Inga Tryggvasyni hdl hvernig beri að vinna úr úrskurði nefndarinnar.

4.Kirkjugarðurinn í Borgarnesi

1211046

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar stækkunar á krikjugarðinum í Borgarnesi
Lögð fram tillaga vegna fyrirhugaðrar stækkunar á kirkjugarðinum í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.