Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

252. fundur 22. nóvember 2012 kl. 08:00 - 08:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ingibjörg Daníelsdóttir varaformaður
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson
Dagskrá

1.Umsókn um ferðastyrk skv. reglum

1211057

Umsókn skólastjóra Tónlistarskólans um styrk til starfsmanna skv reglum um ferðastyrki
Lögð fram umsókn skólastjóra Tónlistarskólans um styrk til starfsmanna skv. reglum um ferðastyrki en starfsmenn skólans eru að fara í námsferð til Vínarborgar.
Samþykkt að veita starfsmönnunum styrk að upphæð kr. 10.000 pr starfsmann.

2.Umsókn um stofnun lóða

1211042

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um stofnun tveggja lóða vegna vegagerðar. Annars vegar 0,3 ha lóðar úr landi Samtúns og 4,53 ha lóðar úr landi Grófar í Reyholtsdal. Fyrir liggja samningar við landeigendur.
Byggðarráð samþykkti að lóðirnar yrðu stofnaðar.

3.Votlendissetur - beiðni um styrk

1211059

Beiðni Votlendisseturs Íslands á Hvanneyri um styrk við endurheimt votlendis.
Lögð fram beiðni Votlendisseturs Íslands á Hvanneyri um styrk við endurheimt votlendis.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

4.Þjóðahátíð Vesturlands

1211054

Lagt fram bréf Félags nýrra Íslendinga um að halda Þjóðahátíð Vesturlands í Hjálmakletti á næsta ári. Farið er fram á styrk vegna hátíðarinnar.
Lagt fram bréf Félags nýrra Íslendinga um að halda Þjóðahátíð Vesturlands í Hjálmakletti á næsta ári. Einnig er farið fram á styrk vegna hátíðarinnar.
Vísað til umsagnar Borgarfjarðarstofu.

5.Félagsfundur Veiðífélags Gljúfurár

1211055

Fundarboð á félagsfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 21. nóvember 2012.
Lagt fram fundarboð á félagsfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 28. nóvember 2012.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.

6.Yfirlit um rekstur Borgarbyggðar

1211029

Á fundinn mætir Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og leggur fram yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu níu mánuði ársins 2012.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu tíu mánuði ársins 2012.

7.Framvindumat Framkvæmdasýslu ríkisins v/nóv. 2012

1211072

Framlagt framvindumat frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingar hjúkrunarálmu, en þar kemur þar að búið er að gefa út viðtökuvottorð vegna framkvæmdarinnar.
Lagt fram framvindumat frá Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingar hjúkrunarálmu, en þar kemur fram að búið er að gefa út viðtökuvottorð vegna framkvæmdarinnar.
Byggðarráð leggur áherslu á að bygginganefnd skili sem fyrst áfangaskýrslu til Borgarbyggðar.

8.Fráveitur

1211067

Framlögð gögn vegna fyrirhugaðra breytinga á samningi Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur fráveitu.
Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðra breytinga á samningi Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur fráveitu.
Byggðarráð leggur áherslu á að gjaldskrár eigenda Orkuveitunnar verði samræmdar.

9.Bilaplan við Stöðina í Borgarnesi

1211066

Framlagt bréf frá Skeljungi hf vegna Brúartorgs og bílaplans við Stöðina.
Lagt fram bréf Skeljungs hf. dags. 16.11."12 varðandi hækkun Brúartorgs við Stöðina í Borgarnesi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

10.Breyting á frystiklefum

1211064

Framlögð kostnaðaráætlun frá Fornbíljafjelagi Borgarfjarðar vegna breytinga í frystklefum í aðstæðu fyrir klúbbinn.
Lögð fram kostnaðaráætlun frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar vegna breytinga í frystiklefum vegna aukinnar aðstöðu fyrir klúbbinn.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

11.Vatnsveita í Stafholtstungum

1211065

Framlagt erindi frá nokkrum ábúendum í Stafholtstungum um langingu vatnsveitu.
Lagt fram erindi eigenda fimm lögbýla í Stafholtstungum sem óska eftir tengingu bæjanna við vatnsveitu Borgarbyggðar á Varmalandi.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga um málið.

12.Fjárhagsáætlun 2013 - 2016 (fyrri umræða)

1211053

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2016
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2013 - 2016.
Lagðar fram nokkrar hugmyndir um lækkun rekstarkostnaðar á áætlun 2013.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um tillögur um framkvæmdaáætlun.

13.Klettur húsnæðismál

1211077

Framlagt erindi þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði námsversins Kletts í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Lagt fram erindi deildarstjóra námsversins Kletts í Grunnskólanum í Borgarnesi dags. 02.11."12 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði námsversins.
Samþykkt að bjóða húsnæðishóp Grunnskólans í Borgarnesi á næsta fund byggðarráðs.

14.Erindi frá UMSB vegna stefnumótunar

1211078

Framlagt erindi frá Sambandsstjóra UMSB þar sem óskað er eftir frekari stuðningi við stefnumótunarvinnu UMSB og Borgarbyggðar í íþróttamálum.
Á fundinn mætti Sigurður Guðmundsson sambandsstjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar til viðræðna um stefnumótunarvinnuna.
Lagt fram erindi frá sambandsstjóra UMSB þar sem óskað er eftir frekari stuðningi við stefnumótunarvinnu UMSB og Borgarbyggðar í íþróttamálum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa UMSB um erindið.

15.Málefni aldraðra

1211074

Framlagt minnisblað frá félagsmálastjóra varðandi þjónustu við íbúa í Borgarbraut 65 a.
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra dags. 19.11."12 varðandi þjónustu við eldri borgara og uppsetningu öryggishnappa.
Samþykkt að óska eftir að félagsmálastjóri og formaður velferðarnefndar komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðna um erindið.

16.Jarðvangur í Ljósufjöllum

1211082

Framlagt erindi frá undirbúningshópi um stofnun jarðvangs í Ljósufjöllum.
Lagt fram erindi frá undirbúningshópi um stofnun jarðvangs í Ljósufjöllum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og formanni umhverfis- og skipulagsnefndar að ræða við forsvarsmenn verkefnisins.
Jafnframt leggur byggðarráð áherslu á að landeigendum verði kynnt verkefnið.

17.Vinnuhópur um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar

1211084

Framlögð drög að erindisbréfi vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar.
Lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar.
Byggðarráð gerði athugasemdir við erindisbréfið og var það samþykkt með áorðnum breytingum.
Í vinnuhópnum verða Jónína Erna Arnardóttir, Ragnar Frank Kristjánsson, Geirlaug Jóhannsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir.

18.Syðri-Hraundalur

1211083

Framlagt tilboð jörðina Syðri Hraundal sem er í eigu Borgarbyggðar.
Lagt fram kauptilboð í hluta jarðarinnar Syðri-Hraundals í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð.

19.Íslandsmót í hestaíþróttum, styrkumsókn

1211039

Framlagt bréf frá Hestamannafélaginu Faxa þar sem óskað er eftir stuðningi til að ráðast í lagfæringar á íþróttasvæði Skugga í Borgarnesi í tengslum við hestaíþróttamót Íslands sem fram fer í Borgarnesi n.k. sumar.
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Faxa þar sem óskað er eftir stuðningi til að ráðast í lagfæringar á íþróttasvæði Skugga í Borgarnesi í tengslum við Íslandsmót í hestaíþróttum sem fram fer í Borgarnesi n.k. sumar.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

20.Skólaakstur

1211090

Rætt um skólaakstur í grunnskóla.
Samþykkt að óska eftir því við fræðslunefnd að gera drög að reglum um skólaakstur.

21.Vegamál

1211092

Rætt um vegamál í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir fundi með vegamálastjóra um vegamál og umferðaröryggi í Borgarbyggð.

22.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr 103

1211058

Fundargerð stjórnarfundar Faxaflóahafna nr. 103 frá 9. nóvember 2012.
Lögð fram fundargerð 103. stjórnarfundar Faxaflóahafna sem haldinn var 9. nóvember s.l.

Fundi slitið - kl. 08:00.