Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Beiðni um fjárstuðning v/forvarnarst 2013
1301066
Umsögn forvarnarfulltrúa vegna beiðni Saman-hópsins um fjárstuðning.
2.Borgarnes deiliskipulag miðsvæðis
1302025
Á fundi sínum 14. febrúar vísaði sveitarstjórn málinu til byggðarráðs.
Rætt um gerð deiliskipulag miðsvæðis Borgarness en á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera erindisbréf fyrir vinnuhóp sem kemur til með að halda utan um verkefnið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera erindisbréf fyrir vinnuhóp sem kemur til með að halda utan um verkefnið.
3.Gamli miðbærinn í Borgarnesi deiliskipulagsbreyting
1302002
Á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var málinu vísað til byggðarráðs
Rætt um breytingu á deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi en á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að vinnuferli við deiliskipulagsbreytinguna.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögu að vinnuferli við deiliskipulagsbreytinguna.
4.Skallagrímsvöllur- greining ráðgjöf
1301063
Á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var málinu vísað til byggðarráðs.
Rætt um viðgerðir og viðhald á Skallagrímsvelli en á fundi sveitarstjórnar 14. febrúar var málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt að fela tómstundanefnd að vinna áfram að málinu.
Samþykkt að fela tómstundanefnd að vinna áfram að málinu.
5.Klæðning fyrir rennihurðir
1301037
Tilboð Nýverks í að klæða stórar rennihurðir í húsnæði á Sólbakka sem verður geymslur fyrir Safnahúsið.
Á fundinn mætti Kristján Finnur Kristjánsson verkefnastjóri eignasjóðs.
Lagt fram tilboð Nýverks í klæðningu fyrir rennihurðir á geymslu slökkvistöðvarinnar á Sólbakka.
Samþykkt að vísa verkefninu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
Lagt fram tilboð Nýverks í klæðningu fyrir rennihurðir á geymslu slökkvistöðvarinnar á Sólbakka.
Samþykkt að vísa verkefninu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
6.Veiðifélag Gljúfurár - félagsfundur
1302006
Fundargerð félagsfundar í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn var 9. febrúar 2013.
Lögð fram fundargerð framhaldsfélagsfundar í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn var 9. febrúar s.l.
7.Styrkur til forvarnabókarinnar
1302070
Framlagt erindi frá Fræðslu og forvarnir, en óskað er eftir 150.000 kr styrk frá Borgarbyggð vegna útgáfu forvarnarbókarinnar.
Lagt fram erindi frá Fræðslu og forvörnum dags. 08.02."13 þar sem óskað er eftir 150.000 kr styrk frá Borgarbyggð vegna útgáfu forvarnabókarinnar.
Samþykkt að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni.
Samþykkt að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni.
8.Sýning á Eddu veröld í Englendingavík
1302069
Framlögð rekstraráætlun fyrir Þyngslalöpp ehf. og rætt um umsókn fyrirtækisins vegna opnunar sýningar í Englendingavík.
Lögð fram rekstraráætlun fyrir Þyngslalöpp ehf og rætt um umsókn fyrirtækisins vegna opnunar sýningar í Englendingavík.
Byggðarráð samþykkti að leigja eldra pakkhúsið í Englendingavík.
Óskað er eftir tillögu og kostnaðaráætlun frá Safnahúsi Borgarfjarðar um mögulega sýningu í húsinu.
Afgreiðslu á styrkbeiðni var frestað.
Byggðarráð samþykkti að leigja eldra pakkhúsið í Englendingavík.
Óskað er eftir tillögu og kostnaðaráætlun frá Safnahúsi Borgarfjarðar um mögulega sýningu í húsinu.
Afgreiðslu á styrkbeiðni var frestað.
9.Landsmót Ungmennafélags Íslands
1302052
Framlagt erindi frá UMFÍ þar sem óskað er eftir umsóknum frá aðildarfélögum, með stuðningi sveitarfélaga, um að halda landsmót UMFÍ.
Lagt fram bréf UMFÍ dags. 07.02."13 þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ 2017 og 29. Landsmóts UMFÍ 2021.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
10.Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands
1302051
Framlagt erindi frá UMFÍ vegna unglingalandsmóts 2016
Lagt fram bréf UMFÍ dags. 07.02."13 þar sem auglýst er eftir umóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 19. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2016.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
11.Landsmót Ungmennafélags Íslands 50+
1302050
Framlagt bréf frá UMFÍ vegna landsmóts 50 ára og eldri árið 2015
Lagt fram bréf UMFÍ dags. 07.02."13 þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 5. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
Byggðarráð hvetur UMSB til að sækja um að halda landsmót.
12.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Borgarbyggð
1302028
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð með þeim breytingum sem umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til að gerðar yrðu á 6. greininni á fundi sínum 11. febrúar síðastliðinn.
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð með þeim breytingum sem umhverfis- og skipulagsnefnd lagði til að gerðar yrðu á 6. greininni á fundi sínum 11. febrúar síðastliðinn.
Byggðarráð samþykkti drögin með áorðnum breytingum.
Byggðarráð bendir á mikilvægi þess að íbúum í þéttbýli sé kynnt enn frekar hvernig og hverjir séu kostir þess að sorp sé flokkað.
Byggðarráð samþykkti drögin með áorðnum breytingum.
Byggðarráð bendir á mikilvægi þess að íbúum í þéttbýli sé kynnt enn frekar hvernig og hverjir séu kostir þess að sorp sé flokkað.
13.Umhirða í Einkunnum
1302046
Lagt fram bréf, dagsett 18. febrúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um umhirðu í Einkunnum.
Lagt fram bréf, dagsett 18. febrúar 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um umhirðu í Einkunnum.
Björg mætti á fundinn til viðræðna um verkefnið.
Byggðarráð heimilaði umsjónarnefnd Einkunna að ráða aðila til að sjá um umhirðu í Einkunnum sem tilraunaverkefni í sumar. Kostnaður verði ekki meiri en kr 100.000
Björg mætti á fundinn til viðræðna um verkefnið.
Byggðarráð heimilaði umsjónarnefnd Einkunna að ráða aðila til að sjá um umhirðu í Einkunnum sem tilraunaverkefni í sumar. Kostnaður verði ekki meiri en kr 100.000
14.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf
1302081
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem haldinn verður 15. mars n.k. í Reykjavík
Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem haldinn verður 15. mars n.k. í Reykjavík.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
15.Fjárstreymisáætlun 2013
1302084
Lögð fram fjárstreymisáætlun fyrir árið 2013.
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram fjárstreymisáætlun fyrir árið 2013.
Samþykkt að gera breytingar á lánum í samræmi við tillögur fjármálafulltrúa sem gerir ráð fyrir meiri niðurgreiðslu lána en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem nemur um 100 millj. kr.
Samþykkt að gera breytingar á lánum í samræmi við tillögur fjármálafulltrúa sem gerir ráð fyrir meiri niðurgreiðslu lána en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem nemur um 100 millj. kr.
16.Brákarhlíð
1302080
Framlögð bókun frá byggingarnefnd Brákarhlíðar. Jafnframt eru framlögð gögn vegna viðræðna við Brákarhlíð um húsnæðismál og vaktþjónustu.
Lagt fram bréf Byggingarnefndar Brákarhlíðar dags. 19.02."13 vegna bókunar sem lögð var fram í sveitarstjórn Borgarbyggðar 14.02."13 um eftirlit með byggingu hjúkrunarálmu.
Samþykkt var að óska eftir að haldinn verði sameiginlegur fundur byggðarráðs og byggingarnefndarinnar.
Lögð voru fram drög að samningi um að Brákarhlíð taki að sér rekstur hjúkrunarálmunnar.
Bjarki vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.
Samþykkt var að óska eftir að haldinn verði sameiginlegur fundur byggðarráðs og byggingarnefndarinnar.
Lögð voru fram drög að samningi um að Brákarhlíð taki að sér rekstur hjúkrunarálmunnar.
Bjarki vék af fundi meðan að þessi liður var ræddur.
17.Starfsmannamál
1302085
Rætt um starfsmannamál
Rætt um starf byggingarfulltrúa en núverandi starfsmaður er að láta af störfum.
Einnig var rætt um önnur starfsmannamál.
Einnig var rætt um önnur starfsmannamál.
18.Fráveitumál
1302086
Sveitarstjóri greindi frá umræðu á eigendafundi um gjaldskrá fráveitu.
Sveitarstjóri greindi frá umræðum á eigendafundi um gjaldskrá fráveitu.
Samþykkt að óska eftir að forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitunnar komi á næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt að óska eftir að forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitunnar komi á næsta fund byggðarráðs.
19.Fyrirspurn frá Elínu Kristjánsdóttur
1302087
Framlögð fyrirspurn frá Elínu Kristjánsdóttur varðandi mötuneytismál í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Lagt fram bréf Elínar Kristjánsdóttur dags. 07.02."13 þar sem spurst er fyrir um framkvæmdir við mötuneyti nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Byggðarráð óskar eftir gögnum um stöðu við undirbúning framkvæmda.
Byggðarráð óskar eftir gögnum um stöðu við undirbúning framkvæmda.
20.Vinnuhópur um nýtingu fasteigna
1302041
Lögð fram fundargerð frá 1. fundi vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar sem haldinn var 03. janúar s.l.
21.Vinnuhópur um málefni aldraðra - 3. fundur
1302056
Framlögð fundargerð frá 3 fundi vinnuhóps um málefni aldraðra.
Lögð fram fundargerð frá 3. fundi vinnuhóps um málefni aldraðra sem haldinn var 07. febrúar s.l.
22.Vinnuhópur um málefni aldraðra - 4. fundur
1302073
Framlögð fundargerð frá 4. fundi vinnuhóps um málefni aldraðra.
Lögð fram fundargerð frá 4. fundi vinnuhóps um málefni aldraðra sem haldinn var 14. febrúar s.l.
23.Faxaflóahafnir - stjórnarfundur nr 105
1302068
Framlögð fundargerð frá 105 fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Lögð fram fundargerð frá 105. fundi stjórnar Faxaflóahafna sem haldinn var 08.02."13.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 30.000