Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Veiðifélag Norðurár - félagsfundur 16. maí 2013
1305035
Fundargerð félagsfundar í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn var 16. maí 2013.
Lögð fram fundargerði félagsfundar í Veiðifélagi Norðurár sem haldinn var 16. maí 2013.
2.Gervigrasvöllur
1305084
Erindi knattspyrnudeildar umf. Skallagríms um byggingu nýs gervigrasvallar og um umhirðu og viðhald á sparkvellinum í Borgarnesi.
Lagt fram erindi knattspyrnudeildar umf. Skallagríms um byggingu nýs gervigrasvallar og um umhirðu og viðhald á sparkvellinum í Borgarnesi.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að meta umhirðu og viðhald sparkvallarins í Borgarnesi.
Erindinu um byggingu nýs gervigrasvallar var vísað til umsagnar tómstundanefndar og Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að meta umhirðu og viðhald sparkvallarins í Borgarnesi.
Erindinu um byggingu nýs gervigrasvallar var vísað til umsagnar tómstundanefndar og Ungmennasambands Borgarfjarðar.
3.Snartarstaðir umsókn um stofnun lóðar
1305085
Lögð fram umsókn dags. 25. maí 2013 frá Guðrúnu Maríu Björnsdóttur f.h. landeigenda um stofnun 1.581 m² íbúðarhúslóðar sem fær heitið Snartarstaðir II út úr jörðinni Snartarstöðum.
Lögð fram umsókn dags. 25. maí 2013 frá Guðrúnu Maríu Björnsdóttur f.h. landeigenda um stofnun 1.581 m² íbúðarhúslóðar sem fær heitið Snartarstaðir II út úr jörðinni Snartarstöðum.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
4.Staðarhús umsókn um stofnun lóðar
1305082
Lögð fram umsókn dags. 24. maí 2013 frá Goðhamri ehf. um stofnun 6.012 m² lóðar sem fær heitið Gistihús, út úr jörðinni Staðarhúsum.
Lögð fram umsókn dags. 24. maí 2013 frá Goðhamri ehf. um stofnun 6.012 m² lóðar sem fær heitið Gistihús, út úr jörðinni Staðarhúsum.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
5.Styrkumsókn frá umf Íslendingi
1305087
Framlagt erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna tómstundastarfs fyrir börn og unglinga.
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi dags. 23.05."13 þar sem farið er fram á styrk vegna tómstundastarfs fyrir börn og unglinga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Ungmennasamband Borgarfjarðar um íþrótta- og tómstundastarf í ljósi samnings sem nýlega var gerður.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Ungmennasamband Borgarfjarðar um íþrótta- og tómstundastarf í ljósi samnings sem nýlega var gerður.
6.Bréf frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð
1305086
Framlagt bréf frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð varðandi aldurstakmark á skemmtanir.
Lagt fram bréf frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð dags. 22.05."13 varðandi aldurstakmark á skemmtanir sem haldnar eru í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna erindið fyrir rekstrarfélagi reiðhallarinnar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna erindið fyrir rekstrarfélagi reiðhallarinnar.
7.Gróðursetning við innkomuna í Borgarnes
1305090
Lagt fram bréf, dagsett 28. maí 2013, frá Björgu Gunnardóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 28.05."13 varðandi gróðursetningu við innkomuna í Borgarnes. Erindið er í 6 liðum.
Byggðarráð leggur áherslu á liði 1, 4, 5 og 6 en liðir 2 og 3 skulu mæta afgangi.
Byggðarráð leggur áherslu á liði 1, 4, 5 og 6 en liðir 2 og 3 skulu mæta afgangi.
8.Girðing á merkjum afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.
1305091
Framlögð drög að samkomulagi við landeigendur á Gilsbakka um endurnýjun á girðingu á Kjarardal.
Lögð fram drög að samkomulagi við landeigendur á Gilsbakka um endurnýjun á girðingu á merkjum afréttarlands Borgarbyggðar og Gilsbakka.
Byggðarráð samþykkti drögin.
Byggðarráð samþykkti drögin.
9.Starfsmannamál
1305092
Í starfsmannastefnu Borgarbyggðar kemur fram að starfsmenn láti af störfum 70 ára. Nokkur umræða hefur orðið um þetta á fundum sviðsstjóra t.d. hvort þetta eigi við um starfsmenn sem eru ráðnir í tímavinnu.
Rætt um þá reglu í starfsmannastefnu Borgarbyggðar að starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná 70 ára aldri.
10.Nám fyrir verðandi björgunarsveitarmenn
1305067
Á fundinn mætir Pétur Guðmundsson frá Björgunarsveitinni Brák til viðræðna um nám fyrir verðandi björgunarsveitarmenn
Á fundinn mætti Pétur Guðmundsson og kynnti erindi frá Björgunarsveitunum Brák, Ok, Heiðari og Elliða um nám fyrir verðandi björgunarsveitarmenn. Rætt hefur verið um að námið verði í samstarfi við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að aðkomu sveitarfélagsins að náminu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að aðkomu sveitarfélagsins að náminu.
11.Dansíþróttir
1304106
Á fundinn mæta fulltrúar frá stjórn Dansfélags Borgarfjarðar til viðræðna um dansíþróttina í Borgarbyggð.
Á fundinn mættu Guðrún Þórðardóttir, Guðrún Björk Friðriksdóttir og Elfa Hauksdóttir frá stjórn Dansíþróttafélags Borgarfjarðar til viðræðna um dansíþróttina í Borgarbyggð.
Samþykkt að skoða málið frekar og var sveitarstjóra falið að halda áfram viðræðum við fulltrúa Dansíþróttafélags Borgarfjarðar.
Samþykkt að skoða málið frekar og var sveitarstjóra falið að halda áfram viðræðum við fulltrúa Dansíþróttafélags Borgarfjarðar.
12.Aðalfundur Veiðifélags Norðurár
1305071
Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður föstudaginn 31. maí 2013 að Hraunsnefi
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður föstudaginn 31. maí 2013 að Hraunsnefi.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
13.Veiðifélag Gljúfurár - aðalfundur
1305083
Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 03. júní 2013
Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 03. júní 2013.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
14.Grenjavinnsla við æðarvarp
1305089
Lagt fram bréf, dagsett 28. maí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 28.05."13 þar sem farið er fram á aukafjárveitingu til grenjavinnslu við æðarvarp.
Samþykkt með 2 atkv. að veita kr. 150.000 í þetta verkefni. 1 (FL) sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Samþykkt með 2 atkv. að veita kr. 150.000 í þetta verkefni. 1 (FL) sat hjá við atkvæðagreiðslu.
15.Gróðursetning á Kleppjárnsreykjum
1305010
Lagt fram bréf, dagsett 29. maí 2013, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 29.05."13 varðandi gróðursetningu á Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð samþykkti þá tillhögun sem lagt er til í bréfinu.
Byggðarráð samþykkti þá tillhögun sem lagt er til í bréfinu.
16.Almenningssamgöngur
1305097
Rætt um fyrirhugaðar breytingar á akstursáætlun Strætó á Vesturlandi fyrir veturinn 2013/2014.
Rætt um fyrirhugaðar breytingar á akstursáætlun Strætó á Vesturlandi fyrir veturinn 2013/2014.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna áherslur Borgarbyggðar fyrir vinnuhópi um almenningssamgöngur á Vesturlandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna áherslur Borgarbyggðar fyrir vinnuhópi um almenningssamgöngur á Vesturlandi.
17.Tjón og vinna vegna sinubruna
1305048
Framlagt minnisblað frá Inga Tryggvasyni hdl vegna erindis frá Tryggva Val Sæmundssyni.
Lagt fram minnisblað frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna erindis frá Tryggva Val Sæmundssyni um bætur vegna tjóns sem varð við sinubruna í Skorradal.
Í ljósi niðurstöðu minnisblaðsins hafnar Borgarbyggð að greiða það sem Tryggvi Valur gerir kröfu um þar sem sinubruninn varð ekki í Borgarbyggð.
Í ljósi niðurstöðu minnisblaðsins hafnar Borgarbyggð að greiða það sem Tryggvi Valur gerir kröfu um þar sem sinubruninn varð ekki í Borgarbyggð.
18.Málefni fatlaðra
1305098
Framlögð ársskýrsla um málefni fatlaðra sem og fundargerð frá fundi um sama mál sem fram fór á vegum SSV s.l. þriðjudag.
Lögð fram ársskýrsla um málefni fatlaðra ásamt fundargerð frá fundi sem fram fór á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 28.05."13 um málefni fatlaðra.
Finnbogi vék af fundi.
Finnbogi vék af fundi.
19.Skipulags- og byggingarfulltrúi
1305094
Rætt um ráðningu nýs skipulags- og byggingarfulltrúa. Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Rætt um ráðningu nýs skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.
Rætt um ráðningu nýs skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.
20.Framkvæmdir sumarið 2013
1305093
Á fundinn mætir Jökull Helgason og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda sumarið 2013.
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs gerði grein fyrir stöðu framkvæmda sumarið 2013.
Fundi slitið - kl. 08:00.