Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Undanþága frá lágmarksaldri til innritunar í leikskóla á Hvanneyri
1305022
Beiðni um undanþágu frá lágmarksaldri í leikskólann Andabæ
Framlögð beiðni um undanþágu frá lágmarksaldri í leikskólann Andabæ. Því miður sér byggðarráð sér ekki fært að verða við erindinu, en ítrekar að nauðsynlegt er að vinna að fjölgun dagforeldra í sveitarfélaginu.
2.Umsókn um rallýkeppni
1306003
Framlagt bréf frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar og vilyrði fyrir akstursleiðum í fyrirhugaðri rallýkeppni sem fram fer 22 júní n.k.
Framlagt bréf frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar og vilyrði fyrir akstursleiðum í fyrirhugaðri rallýkeppni sem fram fer 22 júní n.k.
Byggðarráð leggst ekki gegn því að sá hluti vegar 537 (Skíðsholt/Ánastaðir) sem er í umsjá Borgarbyggðar verði nýttur fyrir rallýkeppni. Hins vegar tekur byggðarráð undir áhyggjur afréttanefnda og sauðfjáreigenda varðandi það að rallýakstur á ekki heima á svæðum þar sem upprekstur sauðfjár er hafinn. Byggðarráð telur mikilvægt að lögregla, vegagerðin, félag akstursíþróttamanna og sveitarfélagið komi sér saman um hvar mögulegt sé að halda rallýkeppni í sveitarfélaginu í framtíðinni.
Byggðarráð leggst ekki gegn því að sá hluti vegar 537 (Skíðsholt/Ánastaðir) sem er í umsjá Borgarbyggðar verði nýttur fyrir rallýkeppni. Hins vegar tekur byggðarráð undir áhyggjur afréttanefnda og sauðfjáreigenda varðandi það að rallýakstur á ekki heima á svæðum þar sem upprekstur sauðfjár er hafinn. Byggðarráð telur mikilvægt að lögregla, vegagerðin, félag akstursíþróttamanna og sveitarfélagið komi sér saman um hvar mögulegt sé að halda rallýkeppni í sveitarfélaginu í framtíðinni.
3.Norræna félagið
1306014
Framlagt erindi frá Norrænafélaginu þar sem óskað er eftir stuðningi vegna þátttöku á vinamóti Norrænu félaganna sem fram fer í Svíþjóð í sumar.
Framlagt erindi frá Norrænafélaginu þar sem óskað er eftir stuðningi vegna þátttöku á vinamóti Norrænu félaganna sem fram fer í Svíþjóð í sumar. Samhlið mótinu verður haldið skátamót þar sem 7 félagar úr Skátafélagi Borgarness verða meðal þátttakenda. Byggðarráð samþykkir að veita Norræna félaginu styrk að upphæð 200 þúsund vegna þessara móta, en á fjárhagsáætlun voru áætlaðar kr. 100 þúsund til Norræna félagsins.
4.Umsögn vegna Miðaldabaða
1306013
Framlagt átlit frá KPMG vegna erindis Sígildra sagna ehf. þar sem óskað var eftir að Borgarbyggð keypti land undir Miðaldaböð.
Framlagt álit frá KPMG vegna erindis Sígildra sagna ehf. þar sem óskað var eftir að Borgarbyggð keypti land undir Miðaldaböð. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem það fellur ekki að hefðbundnum verkefnum sveitarfélagsins, en telur verkefnið áhugavert engu að síður.
5.Skólaakstur í Laugargerði
1306016
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um skólaakstur í Laugargerði.
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um skólaakstur í Laugargerði. Sveitarstjóra falið að ræða við núverandi skólabílastjóra.
6.Sinubrunar
1304017
Framlagt álit frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna kostnaðar við sinubruna.
Framlagt álit frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna kostnaðar við sinubruna.
7.Starfsmaður á opin svæði
1306010
Lagt fram bréf, dagsett 4. júní, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Lagt fram bréf, dagsett 4. júní, frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um umhverfisverkefni. Byggðarráð samþykkti erindi umhverfisfulltrúa.
8.Framkvæmdir við fráveituskurð
1306022
Vegna stækkunar Hótel Hamars hefur þurft að breyta fráveituskurði sem liggur að rotþró. Hótel Hamar óskar eftir kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar við verkefnið sem felst í greiðslu við vinnulaun að upphæð kr.1.000.000. Borgarbyggð fær um kr.6.000.000 í gatnagerðargjöld vegna nýbyggingarinnar.
Rætt um framkvæmdir við fráveituskurði sem liggur að rotþró við Hótel Hamar. Byggðarráð samþykkti að verja 900 þúsundum í verkefnið.
9.Aðalfundur Símennt. fimmtud. 6.júní kl. 13:30
1305102
Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem fram fer 6. júní.
10.Húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs
1306024
Rætt um húsnæði í eigu Íbúðarlánasjóðs í Borgarbyggð
Rætt um húsnæði í eigu Íbúðarlánasjóðs í Borgarbyggð. Byggðarráð skorar á Íbúðalánasjóð að leigja út íbúðir í eigu sjóðsins í Borgarbyggð, en mikill skortur er á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 08:00.