Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsstaða Borgarbyggðar 2013
1305068
Lögð fram skýring skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi á framúrkeyrslu m.v. fjárhagsáætlun.
2.Brákarhlíð - endurbætur, framvinduskýrsla 2
1306067
Lögð fram framvinduskýrsla 2 um endurbætur í Brákarhlíð
Lögð fram framvinduskýrsla 2 um endurbætur í Brákarhlíð í Borgarnesi.
3.Kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.
1306044
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands um kaup á rafmagnstímatökutæjum o.fl.
Lagt fram erindi Frjálsíþróttasambands Íslands dags. 07.06."13 þar sem leitað er til sveitarfélaga sem eru með góða frjálsíþróttavelli um stuðning við kaup á rafmagnstímatökubúnaði o.fl.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Ungmennasambands Borgarfjarðar.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Ungmennasambands Borgarfjarðar.
4.Leiðbeiningar um viðauka við gerð fjárhagsáætlana
1306015
Leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.
Lagðar fram leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
5.Námsferð til Skotlands
1306054
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi námsferð sem sambandið stendur fyrir n.k. haust.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 06.06."13 varðandi námsferð til Skotlands 3. - 5. septmber n.k.
6.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðl. í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
1306005
Framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að tilnefna verkefni til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.05."13 þar sem sveitarfélög eru hvött til að tilnefna verkefni til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram hugmyndir að tilnefningum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram hugmyndir að tilnefningum.
7.Staðbundinn vandi í dagvistunarmálum á Hvanneyri.
1306066
Beiðni Landbúnaðarháskólans að heimila Andabæ að vista börn sem eru yngri en 18 mánaða.
Lagt fram bréf Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 12.06."13 þar sem farið er fram á að leikskólanum Andabæ verði heimilað að vista börn sem eru yngri en 18 mánaða til að leysa úr dagvistarvanda á Hvanneyri.
Byggðarráð hafnar því að börn yngri en 18 mánaða verði tekin inn í leikskólann en felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn LBHÍ um lausn á þessu staðbundna máli.
Byggðarráð hafnar því að börn yngri en 18 mánaða verði tekin inn í leikskólann en felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn LBHÍ um lausn á þessu staðbundna máli.
8.Styrktarsjóður EBÍ 2013
1306063
Erindi Styrktarsjóðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem aðildarsveitarfélögum er boðið að senda umsókn í sjóðinn.
Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 11.06."13 þar sem aðildarsveitarfélögum er boðið að senda umsóknir í styrktarsjóð félagsins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsókn.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsókn.
9.Breyting á aðalskipulagi í Stóru-Brákarey
1306062
Bréf Skipulagsstofnunar vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar á iðnaðarsvæðinu í Stóru-Brákarey og tillaga að rökstuðningi fyrir því að breytingin geti talist óveruleg.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 07.06."13 varðandi breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á iðnaðarsvæði í Stóru-Brákarey.
Einnig var lög fram tillaga að rökstuðningi Borgarbyggðar fyrir því að breytingin geti talist óveruleg.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
Í staðfestu aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem tók gildi árið 2011 er lóð gamla stórgripasláturshússins í Brákarey að Brákarbraut 19, skilgreind sem íbúðarsvæði.
Í byggingum þeim sem standa á lóðinni var starfrækt sláturhús til fjölda ára og hafa núverandi lóðarhafar og húseigendur hug á að endurvekja slátrun í húsunum.
Eins og aðstæður eru á húsnæðismarkaði nú, hefur byggðarráð Borgarbyggðar ekki lengur í hyggju að hefja uppbyggingu íbúðarbyggðar í Brákarey.
Byggðarráð Borgarbyggðar er hlynnt því að að hafin verði slátrun að nýju í Borgarnesi og telur að endurvakning sláturhúss í Stóru-Brákarey hafi jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Í ljósi þess að fyrirhuguð starfsemi er á skjön við gildandi landnotkun skv. aðalskipulagi er það ósk byggðarráðs að Skipulagsstofnun samþykki breytingu á aðalskipulaginu sem óverulega breytingu eins og þegar hefur verið auglýst.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 07.06."13 varðandi breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á iðnaðarsvæði í Stóru-Brákarey.
Einnig var lög fram tillaga að rökstuðningi Borgarbyggðar fyrir því að breytingin geti talist óveruleg.
Svohljóðandi bókun var samþykkt:
Í staðfestu aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem tók gildi árið 2011 er lóð gamla stórgripasláturshússins í Brákarey að Brákarbraut 19, skilgreind sem íbúðarsvæði.
Í byggingum þeim sem standa á lóðinni var starfrækt sláturhús til fjölda ára og hafa núverandi lóðarhafar og húseigendur hug á að endurvekja slátrun í húsunum.
Eins og aðstæður eru á húsnæðismarkaði nú, hefur byggðarráð Borgarbyggðar ekki lengur í hyggju að hefja uppbyggingu íbúðarbyggðar í Brákarey.
Byggðarráð Borgarbyggðar er hlynnt því að að hafin verði slátrun að nýju í Borgarnesi og telur að endurvakning sláturhúss í Stóru-Brákarey hafi jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Í ljósi þess að fyrirhuguð starfsemi er á skjön við gildandi landnotkun skv. aðalskipulagi er það ósk byggðarráðs að Skipulagsstofnun samþykki breytingu á aðalskipulaginu sem óverulega breytingu eins og þegar hefur verið auglýst.
10.Grenndarkynning Egilsgötu 6
1306061
Erindi Ikan ehf varðandi grendarkynningu á breytingu húsnæðisins að Egilsgötu 6 í Borgarnesi
Lagt fram erindi Ikan ehf. dags. 11.06."13 varðandi grenndarkynningu vegna framkvæmda við Egilsgötu 6.
Á umræddu svæði er gildandi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er að Egilsgötu 6.
Grenndarkynning vegna breytinga á Egilsgötu 6 var framkvæmd með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Engar athugasemdir bárust innan þess frests sem gefinn var og ekki heldur eftir að frestur var framlengdur skv. beiðni og því var framkvæmdaleyfi gefið út.
A fundi sveitarstjórnar 13. júní s.l. var framkvæmdaleyfið staðfest.
Byggðarráð telur því að málið sé fullafgreitt af hálfu sveitarfélagsins og gerir engar athugasemdir við vinnubrögð embættismanna Borgarbyggðar í málinu.
Á umræddu svæði er gildandi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er að Egilsgötu 6.
Grenndarkynning vegna breytinga á Egilsgötu 6 var framkvæmd með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Engar athugasemdir bárust innan þess frests sem gefinn var og ekki heldur eftir að frestur var framlengdur skv. beiðni og því var framkvæmdaleyfi gefið út.
A fundi sveitarstjórnar 13. júní s.l. var framkvæmdaleyfið staðfest.
Byggðarráð telur því að málið sé fullafgreitt af hálfu sveitarfélagsins og gerir engar athugasemdir við vinnubrögð embættismanna Borgarbyggðar í málinu.
11.Galtarholt 3, umsókn um stofnun lóðar
1306043
Lögð fram umsókn frá Jóni H Þórarinssyni dags. 9. júní 2013, um stofnun 13.400 m² lóðar úr landi jarðarinnar Galtarholt 3.
Lögð fram umsókn frá Jóni H Þórarinssyni dags. 9. júní 2013, um stofnun 13.400 m² ræktunarlóðar úr landi jarðarinnar Galtarholt 3.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
12.Ánastaðir-Mikligarður, landskipti
1306072
Lögð fram umsókn dags. 6. júní 2013, frá Elísabetu H Pálsdóttur um skiptingu á 8 ha spildu út úr ræktunarlandinu Ánastaðir-Mikligarður.
Lögð fram umsókn dags. 6. júní 2013, frá Elísabetu H Pálsdóttur um skiptingu á 8 ha spildu út úr ræktunarlandinu Ánastaðir-Mikligarður.
Byggðarráð samþykkti skiptinguna.
Byggðarráð samþykkti skiptinguna.
13.The Leader in Me
1305039
Sveitarstjórn vísaði erindinu til byggðarráðs en það hefur verið til umfjöllunar í fræðslunefnd um nokkurn tíma.
Rætt um verkefnið The Leader in Me sem sveitarstjórn vísaði til umfjöllunar í byggðarráði.
Lögð var fram umsögn Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra um verkefnið.
Vísað til næsta fundar byggðarráðs.
Lögð var fram umsögn Ásthildar Magnúsdóttur fræðslustjóra um verkefnið.
Vísað til næsta fundar byggðarráðs.
14.Styrkumsókn frá umf Íslendingi
1305087
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi styrkumsókn frá umf Íslendingi vegna leikjanámskeiðs
Rætt um styrkumsókn umf Íslendings vegna leikjanámskeiðs og lagt fram minnisblað sveitarstjóra um erindið.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-
Fjárhæðin verður tekin af liðnum 06-810 á fjárhagsáætlun.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-
Fjárhæðin verður tekin af liðnum 06-810 á fjárhagsáætlun.
15.Styrkumsókn frá Snorrastofu
1304119
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna beiðni Snorrasotfu um styrk vegna mótframlags
Rætt um beiðni Snorrastofu um styrk vegna mótframlags á móti framlagi úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um erindið.
Byggðarráð óskar eftir kostnaðarmati frá umhverfis- og skipulagssviði á frágangi á götu og bílaplani við Snorrastofu og jafnframt var sveitarstjóra falið að ræða áfram við forstöðumann Snorrastofu um erindið.
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um erindið.
Byggðarráð óskar eftir kostnaðarmati frá umhverfis- og skipulagssviði á frágangi á götu og bílaplani við Snorrastofu og jafnframt var sveitarstjóra falið að ræða áfram við forstöðumann Snorrastofu um erindið.
16.Umsókn um útgáfustyrk
1306042
Umsókn Snorrastofu um styrk vegna útgáfu bókarinnar Héraðsskólar Borgfirðinga
Lagt fram bréf Snorrastofu dags. 06.06."13 þar sem farið er fram á styrk vegna útgáfu bókarinnar Héraðsskólar Borgfirðinga eftir Lýð björnsson sagnfræðing.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.
17.Saga Borgarness - fundargerð
1306068
Lögð fram fundargerð 1. fundar ritnefndar um sögu Borgarness frá 05.06."13
Lögð fram fundargerð 1. fundar ritnefndar um sögu Borgarness sem haldinn var 05. júní s.l.
18.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur
1306065
Fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur 21. júní n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer 21. júní n.k. í Reykjavík.
Samkvæmt samþyktum OR fer framkvæmdastjóri sveitarfélagsins með atkvæðisrétt á fundinum og mun skrifstofustjóri mæta á fundinn í forföllum sveitarstjóra.
Samkvæmt samþyktum OR fer framkvæmdastjóri sveitarfélagsins með atkvæðisrétt á fundinum og mun skrifstofustjóri mæta á fundinn í forföllum sveitarstjóra.
19.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf
1306069
Fundarboð á aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási ehf sem fram fer 25. júní n.k.
Lagt fram fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf. sem fram fer 25. júní n.k.
Samþykkt að Eiríkur Ólafsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að Eiríkur Ólafsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
20.Aðalfundur Landnáms Íslands
1305063
Fundargerð aðalfundar Landnáms Íslands frá 12. maí 2013 ásamt ársreikningi 2012.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Landnáms Íslands ehf sem haldinn var 12. maí s.l. Einnig var lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2012.
21.806. fundur stjórnar Sambands ísl sveitarfélaga
1306036
Fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.05."13
Lögð fram fundargerð frá 806. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31. maí s.l.
22.Breyting á lóðum á Tungulæk
1306077
Beiðni Inga Tryggvasonar hdl. f.h. eigenda Tungulækjar um að lóð verði sameinuð annarri lóð í landi jarðarinnar.
Lögð fram beiðni Inga Tryggvasonar hdl. f.h. eigenda Tungulækjar í Borgarbyggð um að lóðir með fastanr. 233-5086 og 211-0624 í landi Tungulækjar verði sameinaðar.
Samþykkt að verða við beiðninni.
Samþykkt að verða við beiðninni.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Samþykkt að óska eftir frekari skýringum frá fræðslustjóra og tillögum um hvernig hallanum verði mætt.