Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

278. fundur 08. ágúst 2013 kl. 08:00 - 08:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Björn Bjarki Þorsteinsson formaður
  • Ragnar Frank Kristjánsson varaformaður
  • Geirlaug Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Finnbogi Leifsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar

1306051

Framlögð tillaga að samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, en síðari umræða mun fara fram á fundi sveitarstjórnar 15 ágúst n.k.
Framlögð tillaga að samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, en síðari umræða mun fara fram á fundi sveitarstjórnar 15 ágúst n.k. Sveitarstjóra falið að gera smávægilegar breytingar á tillögu að samþykktunum.

2.100 fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

1308007

Rætt um 100 fund sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem fram fer í Reykholti 15 ágúst n.k.
Formaður kynnti fyrirhugaða dagskrá vegna 100 fund sveitarstjórnar Borgarbyggðar sem fram fer í Reykholti 15 ágúst n.k.

3.Umsókn um rallýkeppni

1308008

Framlögð tillaga frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur um akstursleiðir í Borgarbyggð fyrir rallýkeppnir.
Framlögð tillaga frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur um akstursleiðir í Borgarbyggð fyrir rallýkeppnir. Byggðarráð telur rétt að fyrir liggi samþykki ábúanda jarða ef heimila á aksturskeppni fyrir landi viðkomandi.

4.Framlög til Brákarhlíðar 2014

1308005

Framlagt erindi frá Brákarhlíð vegna framlaga sveitarfélaga til heimilisins á árinu 2014.
Framlagt erindi frá Brákarhlíð vegna framlaga sveitarfélaga til heimilisins á árinu 2014. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

5.Nám fyrir verðandi björgunarsveitarmenn

1305067

Framlögð tillaga um að styrkja Björgunarsveitina Brák um kr. 200.000 árið 2013 og kr.200.000 árið 2014 vegna náms fyrir verðandi Björgunarsveitarmenn. Norðurál mun styrkja sveitina með sama hætti.
Byggðarráð samþykkti að styrkja Björgunarsveitina Brák um kr. 200.000 árið 2013 og kr.200.000 árið 2014 vegna náms fyrir verðandi Björgunarsveitarmenn sem boðið verður upp á í samvinnu við Menntaskóla Borgarfjarðar.

6.Menntamál

1308009

Rætt um menntamál í Borgarbyggð
Rætt um menntamál í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir að bjóða Mennta- og menningarráðherra í skólahéraðið Borgarbyggð.

7.Unglingalandsmót 2016

1308010

Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar UMFÍ að Unglingalandsmótið 2016 verði haldið í Borgarnesi.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar UMFÍ að Unglingalandsmótið 2016 verði haldið í Borgarnesi.

8.Uppgjör á framlagi vegna fasteignaskatts

1308004

Framlagt bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar tilkynnt er um framlag sjósins vegna fasteignaskatts á árinu 2013.
Framlagt bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar tilkynnt er um framlag sjóðsins vegna fasteignaskatts á árinu 2013.

Fundi slitið - kl. 08:00.